<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, maí 31, 2004

Past few days... 

Jæja... það hefur mikið á mína daga drifið undanfarið... Ég ætla að plata mömmu til þess að kenna mér að setja upp síðu þar sem maður getur séð lítið 'ækon' af öllum myndunum sem ég er alltaf að setja inn á netið svo að fólk þurfi ekki að velja mynd... gera back... velja næstu mynd... gera back... o.s.frv.

Útskrift Kötu frænku...
Fórum fjölskyldan í stúdentaveislu Kötu frænku. Það var æðislega gaman að hitta alla aftur pabba megin. Þetta voru semsagt börn, barnabörn og barnabarnabarn afa Helga Júl Úrsmiðar og ömmu Huldu Jónsdóttur. Þetta var haldið heima hjá Jóni Erni Jakobssyni, pabba Kötu, og Ernu Eiríksdóttur konu hans. Æðisleg veisla og við fjölskyldan fögnuðum áfanga og árangri Kötu. Þarna náði ég myndum af allri fjölskyldunni... þ.e. börnum afa: Pjetri frænda og Höllu frænku... barnabörnunum: mér, Þóru sys, Atla bró... Huldu, Björgu og Bryndísi Pjetursdætrum... og Kötu og Huldu Jónsdætrum... og svo náðist mynd af Pjetri Má Hjaltasyni, einu af þremur barnabarnabörnum. Ekkert smá fríður hópur þar á ferð :)
En hér er mynd af systrunum Huldu og Kötu Jónsdætrum (Kata til hægri... með útskriftarhúfuna):

Hér eru svo Pjetur frændi og fjölskylda:

Bryndís, Björg, Pjetur Már jr., Pjetur Már sr., Sigurbjörg, Hulda og Hjalti



og svo ein af Rokkfamilíunni ofan af Akranesi:


Annars eru fleiri myndir úr útskriftarveislunni hér.


Ríjúníon...
Fór á 10 ára grunnskólaríjúníon um daginn... það var gaman að sjá alla aftur... við erum ótrúlega heppin í okkar árgangi þar sem að enginn af okkur er dáinn... það eru ekki margir árgangar sem geta státað sig af þessu... mér þykir það ótrúlegt en samt metur maður svona hluti seinna meir þegar maður eldist... Það eru reyndar 2 í árgangnum sem lentu í slysum, annar í frítímaslysi og hinn í vinnuslysi og þeir hafa báðir fatlast í kjölfarið... en eins og annar þeirra sagði við mig að fyrst að 'toppstykkið' er í lagi... þá er nú flest í lagi :)
Myndirnar eru hér og takið endilega eftir því hvað þetta er myndarlegt fólk allt saman :) en annars set ég mynd af okkur hér að skoða gamla grunnskólann okkar; Grundaskóla:

en ég kvet ykkur til þess að skoða þessar myndir... það eru góðar myndir þarna inn á milli... eins og t.d. af honum Jonna vini mínum, Villa Magg vini mínum og stórtrommara... Yours truly having a BAD HAIRDAY! o.fl. :)

En ég set inn meira í kvöld... kannski ferðasöguna bara... :) PART 3!!!
L8erz ppl!

þriðjudagur, maí 25, 2004

Ferðasagan, Part 2 

Mánudagurinn 17. maí:
Ég vaknaði á mánudagsmorgninum kl. 05:30 eftir 11 tíma svefn... langþráðan... skrifaði ferðasöguna part 1 og fór svo í morgunmat. Ég fékk mér góðan morgunmat niðri í lobbýinu á hótelinu og hélt svo aftur upp á herbergið mitt. Þegar ég kom þangað ákvað ég að taka aðeins til! Það var allt í drasli og miðar og drasl út um allt. Ég nefnilega hef þann ósið að safna öllum miðum og svona drasli... sem minnir mig alltaf á svona ferðir... Ég er líka nett paranoíd gagnvart fólki sem þrífur fyrir mann hótelherbergið... er ekki vel við að þau gramsi í drasli manns. Ég skveraði herbergið og fór í sturtu aftur. Geðveikt næs að fara í sturtu eins oft og manni sýnist þegar maður hefur ekki komist í sturtu í langan tíma. Ég ætlaði að reyna að skoða mig aðeins meira um í Sydney en vildi samt ekki vera að fara of seint út á lestarstöðina uppá að missa af lest eða eitthvað þvíumlíkt. Þannig að ég rölti í áttina að lestarstöðinni og fór á netcafé og skoðaði póstinn minn o.fl. Rakst aðeins á Stebba frænda og Elísabetu á msn og spjallaði aðeins við þau. Svo um 11 hélt ég svo för minni áfram. Ég var í gallabuxum, skyrtu og með bakpokann minn og myndavélina. Hugmyndin var sú að fara og tjékka á hvenær lestin færi að ólympíugarðinum og skjótast svo til baka með myndavélina því að ég vildi ekki tapa henni. Ég vissi að ég gæti ekki farið með hana inn á tónleikana og vissi ekkert hvort að það væri hægt að geyma föt eða bakpoka þarna í ólympíugarðinum á meðan tónleikarnir væru. Vildi ekki taka neina sjénsa.
En hey... þegar ég kom á lestastöðina fékk ég miða fram og tilbaka en með þeim annmarka að seinasta lest færi frá ólympíugarðinum 23:30. Ég spurði hvort að hann vissi hvort að það væri hægt að komast með einhverjum öðrum hætti frá garðinum eftir það og hann hélt að það væri hægt að taka rútur. Strax byrjaður að taka sjénsa... Ég vissi að Kiss kæmu ekki á sviðið fyrr en í fyrsta lagi um 9 og reiknaði fastlega með því að þeir myndu spila í 2 tíma... þannig að mér fannst þetta stefna í að vera tæpt. Skítt með það... taka bara sjénsa... hafa áhyggjur af hinu seinna :)
Ég fór í lestina og ég get svarið það... ég held að ég hafi verið eini farþeginn!!! lest sem rúmar fleiri tugi manns, kannski 1-2hundruð. Lestarferðin tók 15 mínútur... stoppuðum 2svar á leiðinni... og ég var samt inni í Sydney!!! ÓMÆGAD hvað maður fattar ekki hvað þetta er stórt! Samkvæmt lestarkortinu átti ég að vera í miðri Sydney! og það tók ekki nema 3-4 mínútur að labba á lestarstöðina frá hótelinu!!!

Ólympíugarðurinn
Lestin stoppaði á svona endastöð við ólympíugarðinn. Svo labbar maður upp... eins og úr Subway og þá blasir við manni Telestar (minnir mig að hann heitir) leikvangurinn! Þvílíkt stór pakki!!! Það er allt svo stórt þarna!!! Ég fékk kort af svæðinu og labbaði bak við Telestar leikvanginn. Það tók mig 10 mínútur að labba endanna á milli!!! Trísis!!! OG ÞARNA VAR HÚN!!! SUPERDOME HÖLLIN Í ÓLYMPÍUGARÐINUM Í SYDNEY!!!
Það voru eitthvað um 10 manns þarna í biðröð þannig að ég var ekkert að stressa mig. Ég átti eftir að fá að vita hvar ég fengi miðann minn (pantaði hann á netinu og átti að sækja hann þarna rétt fyrir tónleikana) og fá mér eitthvað að borða og svona... Þannig að ég hélt aftur að infosenterinu sem var hjá lestarstöðinni.
Þegar ég kom þangað keypti ég batterý í myndavélina mína og afgreiðslumaðurinn var svo almennilegur að hringja fyrir mig í Ticketek og Superdome höllina til þess að athuga með fatahengi og hvar ég gæti nálgast miðann. Ég átti að geta sótt miðann á tveimur stöðum og Superdome var með fatahengi þar sem að það mátti ekki fara með bakpoka inn á tónleikana. Ég rölti því að hótelinu sem var þarna og ætlaði að fá mér Makkdónalds. Á leiðinni sá ég fyrst maura frá því að ég kom til Ástralíu... þannig að nú var ég búinn að sjá 2 geitunga og nokkra maura... bjóst við fleiri pöddum. Makkdónalds var fínn... var orðinn svangur... og svo fékk ég mér líka Makkflörrí... (ís) og það var ekkert smá sweet þegar þarna er komið við sögu á frekar heitum degi þar sem það var enginn vindur. Ég tók smá labbitúr eftir miðanum eftir leiðbeiningum frá afgreiðslumanninum... en þegar ég kom þangað eftir svona korters labb... þá gat ég ekki sótt miðann þangað. Ég átti víst að sækja miðann í Superdome-ið og miðasalan opnaði ekki fyrr en kl. 17:30... bömmer. Ég labbaði til baka og passaði mig að labba bara rólega og ekkert að vera að stressa mig til þess að ég myndi ekki stikna úr hita.

Biðröðin
Ég var svona 20 mínútur að labba aftur að Superdome-inu og þá var ekkert búið að bætast í röðina... ég reiknaði eiginlega með því að það myndi gerast á meðan ég var í burtu... en fólkið lét ekkert kræla á sér. Það var náttúrulega ógeðslega heitt og enginn vindur... en þetta fólk er vant betra veðri... þannig að ég var sá eini sem kvartaði. Það bættist ekkert fólk í röðina fyrr en um 14:00... ég kom í röðina um 12:30... þannig að ég setti bara upp sólgleraugun til að fá ekki sólsting... og reyndi að koma mér fyrir þannig að ég myndi ekki grillast þarna. Í biðröðinni á undan mér voru krakkar á svipuðum aldri og ég nema þar var ein kona og einn maður og eitt fullorðið par. Konan, sem ég kynntist síðar, heitir Joann (dsjó-enn) og var rúmlega fertugur kennari frá Canberra. Hún var þarna með syni sínum... sem var 16... en var ótrúlega líkur Billy úr Neibörs... gæti trúað því að þetta væri yngri bróðir hans eða frændi hans... en spurði samt ekki... Joann var í svörtum sokkabuxum, gallapilsi, Kiss stuttermabol og gallajakka... eflaust mesta pæja í sínu heimalandi... Hún hélt fyrst að ég væri frá Kanada... en talaði svo alltaf um Finnland sem mitt heimaland... alveg ekki að ná þessu :/ Næst á eftir mér í röðina kom svo John og líklegast bróðir hans... 13-14 ára trommari... fyrirmyndin hans er Peter Criss... ekki amalegt það. John er einn mesti aðdáandi Kiss sem ég hef hitt fyrr og síðar! Það er heill veggur þakinn í herberginu hans með Kiss dúkkum... og hann á Kiss-collectables sem voru gefin út í takmörkuðu magni... fullt af svoleiðis... meira að segja 2 tyggjó-plötur (eins og plötur í laginu... (LP) vínilplötur-með-tónlist-á) sem voru 'gefnar út' í kring um Unmasked plötuna hjá Kiss... 1982 eða 3 að mig minnir! Og tyggjóin voru ennþá í upprunalegum umbúðum. Svo var hann með Kiss karla í skúffu hjá sér sem enginn mátti snerta og allt svona... annars frekar klár og skýr náungi... vissi helling um Ísland... stundum er maður bara harður 'FAN'!!! :)

En nú líður að lokum vaktar í Álveri dauðans... ég held áfram von bráðar með Ferðasöguna, Part 3!

laugardagur, maí 22, 2004

Til hamingju með útskriftina Atli bró! 

Nokkrar myndir af nýútskrifuðum húsasmið sem fékk meðal annars verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í húsasmíðinni og framúrskarandi árangur í iðngreinum...
Sætur:

Flottur með húfuna:

Feðgarnir:

Aggi, Atli og Mamma Rokk:

Var það eitthvað sem ég sagði?!?:

Mæðginin stolt og ánægð:

Are you talkin' to me???


Þess ber að geta að við systkynin erum nú öll framhaldsskólagengin, Helga systir háskólagengin og undirritaður búinn með annað ár á háskólastigi, Þóra systir búin með fyrsta ár á háskólastigi og Atli á 3 áfanga eftir í bóklega stúdentsprófið sitt!!! Lagleg eintök sem móðir okkar háttvirt bar, fæddi og ól. Hún getur verið stolt af frammistöðunni fyrir utan það að vera stolt af okkur systkynunum :)

föstudagur, maí 21, 2004

Ferðasagan, part 1 

Föstudagurinn 14. maí:
Lögðum af stað út á flugvöll kl. 12:00. Bjór og pizza í fríhöfninni áður en við lögðum af stað með flugi AEU151 til London Stansted. Flugið var kl. 15:00 og við fórum ótrúlega seint út að hliðinu en vorum samt ekki tæp :þ
Ég svaf í klst á leiðinni til London með Icelandexpress.
Lentum rétt fyrir 19:00 (18:00 ísl.tími) að staðartíma og ég hefði náð því að stökkva niður í StanstedExpress og taka lestina niður í bæ og þaðan út á Heathrow flugvöll.
Þegar ég kom út var bílstjórinn minn búinn að hringja í mig og sagðist vera að leggja bílnum. Þá var ég kominn með hausverk út af vöðvabólgu í hálsinum. Eftir smá stund sá ég svo gaur með hvítt spjald sem á stóð: OLI ORN ATLASON. Það var léttir og pínu stemning :) Ég labbaði til hans og heilsaði honum og hann tók töskuna mína. Hann sagðist heita Keith en bar það fram KíF og F-ið geðveikt greinilegt :þ hehe.
Ég fékk að sitja frammí hjá honum og það er alltaf jafn fáránlegt í Englandi að sitja í bíl, farþegamegin... það er bara ekki rétt!
Ég bað sérstaklega um reykbíl þegar ég pantaði og það var heví sweet að geta reykt á leiðinni frá Stansted til Heathrow.
KíF bauð mér sígó eftir að við vorum lagðir af stað, einhverjar Silhouettes... en ég held að það hafi verið vegna þess að hann hafi aldrei reykt Marlboro lights og langaði að prófa mínar. KíF var ótrúlega fyndinn í útliti og með sítt að aftan... grannur gaur með hammararassgat. KíF sagði mér að hann hefði búið í Sydney í Ástralíu í 6 mánuði og hafi viljað búa þar áfram (ég skildi það vel eftir að ég var kominn þangað) en hafi flutt aftur útaf konunni sinni. Hún vildi ekki búa þarna.

Hann sagði að hann hefði þvælst þarna til að byrja með í nokkrar vikur með hljómsveit (sem ég man ekki hvað heitir). Það hafi verið svo mikið sukk að hann hafi reykt drasl sem hann hafði aldrei áður reykt og drukkið drasl sem hann hefði aldrei drukkið áður. Það voru 10 ár síðan en hann hélt að þetta væri ennþá svona :þ

Ég komst til Heathrow á klst og skemmti mér mjög vel á leiðinni spjallandi við KíF... hann var fyndinn gaur og hress.

Á Heathrow lenti ég svo í hellings basli! Var kominn þangað kl. 20:00 (19:00 ísl) og ætlaði strax að fara og tjékka mig inn. Flugmiðinn minn týndist í póstinum með 'The Royal Mail' í Englandi þannig að þeir ætluðu bara að 'rí-issjúa' miðanum og að hann biði bara eftir mér á Heathrow.
Ég fór náttúrulega í biðröðina hjá tsjékk-inninu og þegar kom að mér þá þurfti ég að fara eitthvað annað til að ná í miðann... Man... Labbaði eftir miðanum og svo fór ég aftur að tsjékk-inninu og þar gengur ekkert að tsjékka mig inn af því að ég er ekki með VISA (ekki kreditkortið) einhverja vegabréfsáritun sem leyfir mér að fara út fyrir ESB eða EFTA eða eitthvað kjaftæði. Það tók þessar elskur á Heathrow frá BA (British Airways) rúmlega klst að redda því fyrir mig þannig að ég var í góðum höndum svosem. Ég þurfti reyndar að borga 25 pund fyrir en það var nú lagi svo lengi sem að ég komst áfram.

Flug BA009 til Sydney, með viðkomu í Bangkok fór svo á réttum tíma kl. 22:00 að staðartíma (21:00 ísl).

Flugvélin var ekkert smá stór og ég sat í 35G frá London til Bangkok og aftur frá Bangkok til Sydney. Þessi vél var alveg eins og flugvélamappið í cs (fyrir þá sem vita hvað það er) og geðveikt þægileg. Þess má einnig geta að vélin rúmaði 432 farþega! Það var lítið sjónvarpstæki í hauspúðanum fyrir framan mann við hvert sæti og 18 sjónvarpsstöðvar!!! 10 af þeim voru með bíómyndum og ég horfði á 'The big bounce', 'The last samurai', Kill Bill vol.1', 'LOTR (Lord of the rings)-Return of the king', 'There's something about Mary' og 'The house of sand and fog' frá London til Sydney. Þetta var nú ágætt verð ég að segja!

Laugardagurinn 15. maí:
Flugið var 11 klst til Bangkok og frekar þægilegt flug. Vídíjó, góður flugvélamatur (já, það er satt!) - Karrý kjúklingur og maður getur drukkið eins og maður vill af vatni, djúsi, gosi, rauðvíni, hvítvíni og sterku á leiðinni!!! Ég fann ekkert fyrir reykleysinu og fékk mér aðeins eitt nikótíntyggjó undir restina á fluginu til Bangkok.
Við lentum í Bangkok, Tælandi um 15:30 staðartíma (08:30 ísl, lau) í 35°C. Sem betur fer var alskýjað!!! Ég svitnaði þó ekki neitt rosalega vegna þess að það var aðeins kaldara í flugstöðinni heldur en úti. En ómægad hvað þetta er mikill hiti!!! og rakinn í loftinu er verstur! Maður var allur orðinn rakur á húðinni áður en maður byrjaði að svitna!!!
Þarna vorum við í tæpa 3 tíma áður en flug BA009 hélt áfram til Sydney. Flug BA009 hélt svo frá Bangkok, Tælandi kl. 18:15 að staðartíma (11:15 ísl.).

Sunnudagurinn 16. maí:
Við lentum í Sydney rétt rúmlega 06:00 á sunnudagsmorgninum. Þá var klukkan 20:00 á íslandi og júróvisíjon að byrja eða byrjað. Ég skaust og bloggaði aðeins áður en ég fór frá flugvellinum.

Ég tók bara leigara frá flugvellinum að hótelinu, sem er á geðveikum stað í hjarta Sydney-borgar og borgaði ekki nema 25 AU$ (Ástralska dollara) sem er kannski 14-1500kall fyrir næstum hálftíma ferð!
Maður getur ekki tsjékkað sig inn fyrr en kl. 14:00 á hótelið og þurfti ég því að bíða í a.m.k. 7 tíma eftir því. Ég skildi því töskuna mína eftir og tók bara síma, veski, sígó og myndavélina og kannaði næsta nágrenni. Mig langaði til þess að fara og fá mér hammara og franskar einhversstaðar inni og fá mér bjór en gaurinn í lobbýinu á hótelinu reiknaði ekki með því að ég gæti gert það á sama stað á þessum tíma dags (7 eða 8 á sunnudagsmorgni). Ég labbaði á Oxford street sem er 5 mínútna gangur. Þar voru nokkrir pöbbar, næturklúbbar og dansstaðir, auk nokkra bakaría opnir. Djammið var ennþá á fullu og leðurhommastemning. Leigubílstjórinn sagði að þetta væri svona gay-stemning á þessari götu og ég komst mjög fljótt að því. Samkynhneigðir voru í meirihluta og mest af þeim var í einhverskonar leðurmúnderingu. Ég gekk götuna á enda til að sjá hvort ég fengi einhversstaðar borgara og bjór en gafst upp. Ég sátt eitt leðurhommapar og annar var allaveganna eitthvað heyrnarskertur því hann var með tæki í báðum eyrum og talaði við kærasta sinn með táknmáli.
Ég fékk mér svo Hungry Jack's double bacon whooper sem var alltílæ. Hungry Jack's er greinilega Burger king þarna því að lógóið og heitið á réttunum er það sama en þetta heitir bara ekki Burger king.

Þaðan fór ég rakleitt, kortlaus að Hyde Park sem er ótrúlega stór og flottur almenningsgarður. Þaðan kíkti ég á St. Mary's dómkirkjuna en fór samt ekki inn. Frá dómkirkjunni fór ég aftur í garðinn og stoppaði á kaffihúsi og fékk mér 2 öllara :) Þá tók ég fyrst eftir því að sólin fór í öfuga átt! Þarna fyrir neðan miðbaug fer sólin rangsælis. Þaðan ákvað ég að kíkja svo niður á Darling harbour og fór rétt áður en ég kom þangað smá rúnt með svona Monorail sem fer lítinn hring þarna í kring. Þaðan rölti ég niður á höfnina og fékk mér 2 öllara í viðbót :)

Ég ákvað að fara á sædýrasafnið sem er á höfninni og sé alls ekki eftir því! Geðveikt flott og ótrúlega vandað allt þar. Ég tók myndir eins og brjálæðingur og er meira að segja búínn að eyða einhverjum 20-30 sem tókust ekki vel!

Eftir sædýrasafnið tók ég rúnt um höfnina með Matilda Rocket Express og sá óperuhúsið í Sydney. Það kom mér geðveikt á óvart hvað það er lítið!!! En það er flott! Ég stökk úr í Rose Bay til að athuga hvort ég kæmist í útýnisflug fyrir Sydney-flóann en það var allt bókað og ég komst ekki :( en ég náði góðri mynd af pelíkana (Nigel úr Finding Nemo :þ ).
Ég hélt svo aftur á Darling höfnina þar sem ég lagði loks af stað uppá hótel. Ég tók samt smá dítúr (detour) og kíkti um borð í Vampire og Onslow. Vampire er tundurspillir og Onslow er kafbátur. Töluvert minni en maður sér í bíómyndum en var með 68 manna áhöfn! ÚFF!!! :/
Þaðan fór ég í Sky-turninn og tók myndir í allar áttir yfir Sydney og hún er endalaus!!! Ekkert smá stór!

Svo kom ég upp á hótelherbergi... Þetta þvílíkt flotta hótelherbergi!!! Ekkert smá SWEEEEET! 2 gallar við það reyndar: ekki hægt að opna gluggana og rúmið aðeins of stíft... en hey! Þetta var geðveikt næs!

Ég stökk niður í 7/11 (sevenellven) sem er í 5 skrefa fjarlægð og keypti mér samloku og kók (600 ml). Geðveikt fyndið... maður getur keypt litla kók í plasti 33 cl, svo 60 cl, 1.25 dl og eitthvað svona... alveg þvílíkt rugl einingar! Hehehe
Borðaði, fór í langþráða sturtu og svo að sofa. Svaf í 11 tíma og naut þess bara! Vaknaði mánudagsmorgun kl. 05:30 að staðartíma (19:30 ísl. sun.) og fór í morgunmat niðri í lobbýi kl. 06:30 (20:30 ísl.).

Eftir morgunmat ætlaði ég að skoða mig aðeins meira um.

miðvikudagur, maí 19, 2004

Ísland, gamla Ísland... ástkær fósturjörð 

Ohhh hvað það er gott að vera kominn heim... Íslenskt lyklaborð og alles :þ Ég ætla að skella mér í sturtu... það er ótrúlegt hvað maður getur orðið skítugur og sveitt týpa eftir 30 tíma heimshornaflakk :D
Alles gút... alles klar... bara í góðum fílíng...

Island... Hér kem ég!

SMSbloggfærslu sendi Rokkarinn (gsm) (3546958701)
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Rofl! Ég er i svo djupum skit!

SMSbloggfærslu sendi Rokkarinn (gsm) (3546958701)
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

þriðjudagur, maí 18, 2004

Rassgatid a mér verdur svo fegid thegar thessu ferdalagi lykur :o/

SMSbloggfærslu sendi Rokkarinn (gsm) (3546958701)
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Jæja... Tha er madur lagdur af stad... Kominn a morgun

SMSbloggfærslu sendi Rokkarinn (gsm) (3546958701)
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

mánudagur, maí 17, 2004

Ég gæti daid... Hamingjusamur! Kallidi mig væminn... En ég er ad fara ad grata!

SMSbloggfærslu sendi Rokkarinn (gsm) (3546958701)
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

sunnudagur, maí 16, 2004

Herbergid er svooo sweeeet!!! Kl er 5 hér, sofa eftir klst. Borda, sturta, sofa.

SMSbloggfærslu sendi Rokkarinn (gsm) (3546958701)
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Er vid Darling Harbor, solin fer öfugan hring, 20 stiga hiti... THETTA ER BARA GEDVEIKT!

SMSbloggfærslu sendi Rokkarinn (gsm) (3546958701)
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

laugardagur, maí 15, 2004

Djammid i fullu fjöri kl 08:30 a sunnudagsmorgni! Ledurhommastemning.

SMSbloggfærslu sendi Rokkarinn (gsm) (3546958701)
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Kominn!!! 

Jaeja gott folk... nu er eg kominn til Sydney Astraliu!!! Er ad blogga herna a flugvellinum rett adur en eg fer nidur i bae og fae mer eitthvad ad eta og kannski einn tvo ollara :)
Ferdin hefur gengid otrulega vel fyrir utan thad ad mig vantadi VISA til thess ad geta farid fra UK til Astraliu... vissi natturulega ekkert af thvi, en thau voru gedveikt elskuleg a Heatrow og reddudu thessu fyrir mig fyrir 25 pund.
Flugvelin var heavy thaegileg fra London til Sydney og nu veit eg ekkert hvad eg er buinn ad vaka lengi eda sofa litid... thad kemur bara i ljos thegar eg fer ad threytast...
35 stiga hiti i Bangkok er alveg gedveikt mikid!!! Uff! en eg slapp thadan fyrir rest :p
Heyri i ykkur seinna...

Bae i bili
Astraliufarinn ;)

Kominn til Astraliu! Hér er kl.06:30 sun.morgun en a Isl. 20:30 lau.kvöld. Vona ad Jonsi lendi i 22. sæti

SMSbloggfærslu sendi Rokkarinn (gsm) (3546958701)
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

35stigahiti!!! Sigo!!! Kl. er 4 i Bangkok en 9 a Islandi

SMSbloggfærslu sendi Rokkarinn (gsm) (3546958701)
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

föstudagur, maí 14, 2004

Airplanemappid i cs! Tv fyrir hvert sæti! Sweet!

SMSbloggfærslu sendi Rokkarinn (gsm) (3546958701)
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Hausverkur, Keith fyndinn gaur, allt fint :o)

SMSbloggfærslu sendi Rokkarinn (gsm) (3546958701)
Sent með GSMbloggi Og Vodafone


#
Talskilaboð sendi Rokkarinn (gsm) (3546958701)
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

SWEEEET maður!!! 

Jæja ppl... þá er komið að því hjá mér! Á morgun legg ég af stað þvert yfir hnöttinn til að sjá gamla karla í spandexgöllum! Ég flýg á morgun til London, þaðan til Bangkok í Tælandi og þaðan til Sydney í Ástralíu. Ég ætla að leyfa ykkur að taka þátt í þessu hjá mér með því að fara yfir tsjékklistann:

Sími
Veski
Sígó

þriðjudagur, maí 11, 2004

Mamma Rokk er snillingur!!!

Það hefði enginn annar en mamma getað púllað stöntið sem hún púllaði í dag! :)
Þannig er mál með vexti að vínrauði ræfillinn er búinn að vera til trafala... ekki til traveling... En allaveganna þá lauk (að ég vona) mínum vandræðum í gær með því að ég fjárfesti í nýjum rafgeymi í aumingjann. En ég var náttúrulega ekki á bílnum af því að hann fer lítið í gang þegar það er ekkert rammaggn á geyminum... og að hann hleður ekki altanítorinn hjá mér >:[
Þannig að ég fór rétt rúmlega 11 í gærkvöldi í Nagagesti (lókal húmor... Skaganesti) og fékk lánaðann rafgeymi af því að ég var ekki viss um hvort að hann passaði í þartilgerðarafgeymasætiðundirvélarhúddinu og vildi því ekki borga hann og fá svo innleggsnótu í sjoppu fyrir 12þúskall. Hver vill það svosem :þ Þannig að ég fékk hann lánaðann og ætlaði að redda þessu þannig að ef hann passaði í rafgeymasætið þá myndi Atli bró koma með kortið mitt daginn eftir og borga helvítið (af því að ég var að vinna í allan dag). Svo þegar ég kem heim um 01:30 í nótt eftir að hafa verið að læra í mest spúkí-drauga-sitjúeisjoni ætlaði ég að koma nýja Banner rafgeyminum fyrir. AUÐVITAÐ passaði hann ekki... þannig að nú voru góð ráð dýr. Ég byrjaði á því að hætta að ergja mig áissu og fara að sofa. Svo þegar ég vaknaði í morgun (06:30) þá rakst ég á mömmu og sagði henni að hún þyrfti að fara með rafgeyminn sem var í bílnum hennar í Nagagesti og fá annan þar og borga fyrir þann, koma honum einhvernveginn heim í eða fyrir hádegið til þess að Atli gæti skellt rafgeyminum í til þess að hann kæmist með hann í smurningu í dag. Ekkert mál...
Atli hringdi í mig í hádeginu þegar hann var að plögga geyminn... og viti menn... vínrauði ræfillinn breyttist á svipstundu í Díp pörpúl drekann!!! Tala nú ekki um þegar hann var loksins farinn að spúa almennilegum eldi í stað sóts og drullu eftir olíuskiptin. Svo hringdi ég í Atla aftur þegar hann fór að sækja bílinn og enn og aftur öskraði hann sig í gang... ekkert á hatrinu... heldur stoltið uppmálað!
Allaveganna... til að gera langa sögu stutta... þá hringdi ég í mömmu til þess að þakka henni fyrir að hafa staðið í þessu veseni fyrir mig í morgun og þá segir hún við mig að hún hafi bara fengið mismuninn af geymunum (12þús-9þús=3þús) til baka... heppinn þar. Nema hvað að ég greiddi aldrei fyrir geyminn!!! HAHAHAHA! Ég fékk lánaðann geymi og mamma skilaði honum fyrir mig og fékk ódýrari týpu og 3þúsgall til baka! Þannig að Nagagesti borgaði mér 3þúsgall fyrir að 'kaupa' rafgeymi af þeim sem kostaði 9þús. Geðveikt fyndinn pakki hérna ppl! En vegna þess að ég er svo heiðarlegur og fallega innrættur, vel upp alinn og allt það þá fór ég um leið og ég kom heim úr vinnunni... skilaði 3þúsgallinum og borgaði geyminn... fæ betri stað á himnaríki fyrir vikið... er alveg viss um það.

En ég held að það sé nokkuð ljóst að maður lætur mömmu díla fyrir sig í framtíðinni... maður lætur hana kannski 'borga' skólagjöldin næst... og kemur út með 60þúsgall í plús! Ekki slæm viðskipti þar. Svona verður maður ríkur!

En af mér er annars lítið að frétta... búinn að vera að ergja mig svolítið á því hvað DPD (A.K.A. vínrauði ræfillinn) er búinn að vera leiðinlegur... held að hann sé kominn á gelgjuna... hann er náttúrulega orðinn 13 ára sko... nennir ekki að bursta tennurnar (hlaða geyminn)... nennir ekki að gera heimilisverkin (eiga rafmagn fyrir nauðsynjar eins og ljósin)... og er bara almennt með stæla. Svona er þessi gelgja. Ég er byrjaður að vinna hörðum höndum að fyrstu milljóninni minni (byrjaður á vöktunum inní Norðurál) og er að fara að fara út til að sjá KISS!!! Það kemur kannski lítið viðtal við mig í Rokklandi hjá Óla Palla útvarpsmanni ef ég verð þægur og skemmti mér vel úti í Ástralíu.

Annars hef ég það bara fínt...

Vera svo dugleg að fylgjast með um helgina á blogginu mínu þar sem að ég kem með vísirinn að ferðasögunni með sms-skeytum frá hinum og þessum stöðum í heiminum og mismunandi heimsálfum!!!

Heyri í ykkur

sunnudagur, maí 09, 2004

Þjóðlegur í morgunsárið...

Jæja... nú er allt að detta á tíma. Ég er með fyrirlestur á fimmtudaginn næstkomandi... þarf að skila ritgerðinni (seinustu) viku seinna... Kiss í Ástralíu eftir rétt tæpa viku... Bara allt að gerast.

Ég er hjá Mömmu Rokk þessa dagana þar sem að ég er byrjaður að vinna. Fór á fyrstu vaktina mína á miðvikudagskvöldið. Það var sama dag og ég komst að því að ef maður hleður rafgeyminn á bílnum sínum nógu lengi, þá kemst maður alla leið frá Ártúnsbrekkunni að Norðuráli á tveimur hleðslum. Rafgeymirinn í DPD (núna betur þekktur sem vínrauði ræfillinn) er ónýtur... þarf að redda því á morgun. :( En allaveganna... þá hlóðum við geyminn í svona korter uppí Ártúnsbrekku... ég var svo heppinn að Dabbi og Dísa nenntu að renna til mín til þess að gefa mér start og hleðslu. Svo til að toppa allt þá voru mamma hans og pabbi á leiðinni uppá Skaga, þannig að ég vissi að ég yrði ekki strandaglópur á leiðinni. Ég hringdi í Villa (pabbi Dabba) rétt áður en ég koma að göngunum og sagði við hann að það liti allt út fyrir það að ég myndi meika göngin, en þar sem að ég væri með OG vodafón gæti ég ekki látið þau vita ef ég yrði strand í göngunum. Hann yrði bara að fylgjast með því ef hann sæi strandaglóp fórnandi höndum og veifandi eins og bavíani í göngunum. Og viti menn... bílinn drap á sér rétt eftir að ég kom inn í göngin... þannig að ég lét mig renna alveg neðst í göngin og beygði þar inn í innskot og beið eftir Villa og Allý. Ég beið í svona korter áður en þau komu, en þau redduðu mér hleðslu sem dugði inn að Álveri. Þetta var alveg geðveikt fyndið.

Allaveganna... eftir fyrstu næturvaktina kom ég heim til múttu... og opnaði ísskápinn til þess að athuga með æti. Ég endaði svo með því að fá mér 'mömmu-spessíjal-kinda-kæfu' og ískalda mjólk... það var geðveikt þjóðlegt og sweeeeeet! Kæfan hennar mömmu er alveg 'one-of-a-kind'!!!! En allaveganna... þá byrja ég lærdóminn að fullri alvöru á morgun svo að ég þufi ekki að hugsa útí neitt á meðan ég er á leiðinni til Ástralíu.

Eins og einn vinnufélagi minn orðaði það: Þú hefur allaveganna rúmlega sólarhring til þess að komast í háloftaklúbbinn... tvisvar...

Ég ætla ekki að gera það að priority vegna þess að það er smáatriði! En meira á morgun...

Lúf ppl!!!

Rokk

föstudagur, maí 07, 2004

,,Ordsending fra trunadarmönnum: Vid viljum taka thad fram ad ef starfsmadur slasast eda deyr tha tharf hann ad fylla ut slysatilkynningu fra Sjova Almennum." Bara humor hja thessu tryggingalidi...

SMSbloggfærslu sendi Rokkarinn (gsm) (3546958701)
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

miðvikudagur, maí 05, 2004

Það sem ég veit núna er að...

ef maður vakir í 36 tíma, þá sefur maður í 10 tíma slétt... fær sér eina sígó og sefur í 6 tíma í viðbót.
ef maður vakir í 36 tíma þá er maður ekkert klikkað þreyttur
ef maður vakir í 36 tíma þá sér maður stundum hluti sem eru ekki þar
ef maður er þurr á handarbökunum, vakir í 36 tíma, sefur svo í 16 tíma er maður bara þurr á öðru handarbakinu
Jóhann Lind er einn sá allra steiktasti sem ég hef ekki kynnst
stundum veit maður helling sem maður vissi ekki að maður vissi... eða mundi
eftir 2 vikur verð ég geðveikt þreyttur á leiðinni heim frá Keflavíkurflugvelli, búinn að fara til Ástralíu og sjá Kiss
Kill Bill Vol. 1 meikar miklu meira sens ef maður er búinn að sjá Kill Bill Vol. 2
DPD (Díp pörpúl Drekinn) er ekkert nema vínrauður ræfill
ef bílinn manns verður rafmagnslaus hjá Landsvirkjun Háaleitisbraut, þarf maður 3 sinnum start til að komast heim
Flosi hjálpar mér örugglega með bílinn uppá Skaga... ef ég kemst þangað
ég er ekki búinn að koma íbúðinni minni í leigu
ég er ekki súisædal... af því að ég tími því ekki
það er hægt að fá verstu Pizza 67 pítsur í Reykjavík
ég veit bara helvítis helling sem að ég vissi ekki í gær... fljótur að læra

Það er nú ótrúlegt hvað það er hægt að fræðast mikið á einum degi... merkilegt!

mánudagur, maí 03, 2004

Top fimm ástæður fyrir því að ég tími ekki að fremja sjálfsmorð:

1. Ég skulda of mikið
2. Hárið á mér yrði örugglega ömurlegt í kistunni... þyrfti að fara í klippingu eða safna meira
3. Ég á enga vini... væri til í að eignast vini áður en ég dey
4. Nýbúinn að kaupa sumardekk á bílinn
5. Það er örugglega vont að deyja

Sá Sí Ess Æ áðan... það var þáttur þar sem gömul kona framdi sjálfsmorð... fór að stríða Þóru sys með þessu: Spáðu í því... svo kæmir þú kannski í sígó á morgun og þá væri ég bara hangandi í anddyrinu ... Þóru var ekki skemmt :þ svo eins og sönnum karlmanni sæmir hélt ég áfram með grínið... og gekk of langt... en það er allt búið núna... Þetta er semsagt grín hérna fyrir ofan... vill bara að það komi skýrt fram. Okey? Annars er ég næstumþví svona útlítandi: (og það er ekki af því að það er eitthvað fast í hálsinum á mér... eða að einhver hafi verið að berja mig í hnakkann (FM) með skóbblu!)

Veit af hverju það hefur gengið illa að læra (fyrir utan veikindi)... það er svo þungt loft í íbúðinni minni og ég er með hausverkinn góða. Er að vinna í því.

2 dagar eftir af skólanum hjá mér (eins og er...)
2 dagar í að ég byrji að vinna fyrir mér... eins og skepna
2 vikur í að ég sjái Kiss með berum augum í Ástralíu

Glaðværi rokkarinn

WRITERS-BLOCK DAUÐANS OG NENNIGGJAÐ LÆRA!!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?