<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júlí 27, 2004

Nó Pí á Mörkinni!!! 

Dúettinn Nó Pí verður á Café Mörk núna á föstudagskvöldið 30. júlí!


Því miður kemur ekki auglýsing þess efnis í Póstinum að þessu sinni vegna tæknilegra örðugleika... EN VIÐ VERÐUM SAMT Á MÖRKINNI!!!

ALLIR AÐ MÆTA!!! SKYLDUMÆTING!

Elsku mamma! 

Móðir stúlku kemur inn í herbergi hennar og sér bréf á rúminu. Þar sem hana grunar það versta, les hún bréfið skjálfhent: Mér þykir það hrikalega leiðinlegt að tilkynna þér, móðir mín, að ég er stunginn af með nýja kærastanum mínum.

Ég er yfir mig ástfangin og hann er svo góður við mig, með öll tattúin sín og stóra mótorhjólið. Ekki nóg með það, heldur er ég ólétt og Ahmed sagði að við yrðum mjög hamingjusöm í hjólhýsinu hans í skóginum. Hann langar að eignast miklu fleiri börn með mér og það er draumur minn líka.

Ég hef lært að maríjúana skaðar ekki neinn og við ætlum að rækta það fyrir okkur og vini Ahmeds, sem útvega okkur eins mikið kókaín og alsælu-töflur eins og við viljum. Á meðan biðjum við fyrir því að vísindin finni lækningu á AIDS, svo að Ahmed batni... hann á það skilið.

Ekki hafa áhyggjur mamma, ég er 15 ára gömul núna og ég get alveg séð um mig sjálf. Einhvern daginn kem ég að heimsækja þig svo að þú getir kynnst barnabörnum þínum.

Þín dóttir, Judith















P.s. Mamma, þetta er ekki satt. Ég er hjá nágrannanum. Mig langaði bara að sýna þér að það eru til verri hlutir í lífinu en einkunnablaðið úr skólanum sem er í skrifborðsskúffunni minni.... Ég elska þig!

sunnudagur, júlí 25, 2004

Ég = Lord of the bugs... Veiddi kakkalakka i vinnunni i dag!

SMSbloggfærslu sendi Rokkarinn (gsm) (3546958701)
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

fimmtudagur, júlí 22, 2004

Stjúpidd pússí! :þ 

Merkilegt hvað hún er vitlaus kisan'ennar Þóru :D
Ég er að renna í gegnum mitt daglega brauð... bloggsíðurnar sem ég kíki næstum daglega á. Hún Skvísa er búinn að vera að elta músarbendilinn út um allan skjá og er ekkert að fatta neitt. Svo núna þegar ég er farinn að vélrita þá er hún ekki alveg viss um hvort að hún eigi að elta á mér puttana og er eitthvað að reyna að slá til þeirra... en hún er samt ekkert búin að stíga á lyklaborðiðænveif... nema núna :þ

Ég krassaði í sófanum hjá Þóru sys í nótt af því að ég, Svabbi, Villi Magg, Þórey og Ragna Björk kíktum í gær í bíó... sáum Around the world in 80 days sem fær ekki nema 5,8 á IMDB... en hún er samt fín... ég, Villi og Ragna hlóum eins og vitleysingar að henni í gær allaveganna :þ

Kisi klóraði mig í nótt... á vinstri öxlina... hún hefur líklegast haldið að tattúið á öxlinni á mér væri eitthvað leikfang :/ Kettir kunna greinilega ekki að meta flott tattú! En það er alltílæ... ég beit hana í loppuna áðan til að hefna mín og nú tölumst við ekki við... tvær prinsessur 'who don't see eye to eye'.

BTW Þóra... ég held að hún sé fjærsýn... Hún situr alveg upp við skjáinn og hallar höfðinu geðveikt aftur eins og hún sé að lesa... fjarsýnt... hún er kannski eins vitlaus og hún lítur út fyrir að vera?!?

Eníhú... er að fara í gönguprófið eftir tæpan klukkutíma og ætla að taka smá rölt út í Odda til að athuga hvort að Jón Torfi sé búinn að skila ritgerðinni minni...

Svo er aldrei að vita nema að maður kíki á útgáfutónleikana hjá Brúðarbandinu í kvöld... tel það líklegt... sé ykkur prinsessurnar í kvöld.

Endilega kíkið hér...
Heimasíða Brúðarbandsins

miðvikudagur, júlí 21, 2004

Dúettinn Nó Pí! 

Jæja... þá koma myndirnar... þess ber að geta að það er í vinnslu hvort að við fjélagarnir spilum á Mörkinni um Verslunarmannahelgina... nú er bara að fylgjast með blogginu og sjá hvort að við fáum stóra 'breikið'






sunnudagur, júlí 18, 2004

Dúettinn Nó Pí! 

JEEE!!!
Dúettinn Nó Pí var að spila sitt fyrsta offissíall gigg í gær!  Þessi dúett samanstendur af Rokkaranum (jors trúlí) og Villa Magg.  Með kassagítar, afríska trommu og 2 raddir að vopni heilluðum við hátt í 100 manns uppí Skógrækt.  Þetta er vísir að trúbbsigurför sem við munum fara um landið og heilla landann á ölkeldustöðum hinna ýmissu bæjarfélaga og jafnvel stórborgarinnar.  Hilmar Sigvalda festi okkur á minniskort (ekki filmu) og mun ég henda inn mynd af dúettnum þegar þessar myndir berast.
 
Annars er lítið af mér að frétta... er bara að vinna og eitthvað svona... ætla að kíkja í bæinn í næstu viku og fara í göngupróf og fara til Sólborgar vinkonu með myndina sem ég er að teikna fyrir hana... svo að hún geti nú farið að fá sér tattú heillin...
 
Stútaði annarri krosskönguló um daginn þegar ég og Atli vorum að olíubera bílskúrinn hjá mömmu... og talandi um óheppni... þá er nýji bílinn hennar mömmu búinn að vera í vörslu okkar krakkana í næstum 3 vikur á meðan hún er úti og svo rispaði kall skólasystur mömmu nýsprautaða stuðarann á bílnum hennar :/
 
Heilhveitis...

Hendi hérna inn nokkrum myndum sem Hlynur tók þegar við vorum á leiðinni heim úr bústaðaförinni um seinustu helgi... ótrúlega góðar myndir... sumar :þ

 

 

 

 

 

 

 

 

þriðjudagur, júlí 13, 2004

Bissí skeddjúl... 

Maður hefur varla haft tíma til að blogga... gegt bissí hjá manni núna :) en smá yfirlit yfir umfjöllunarefni:
Helgin
vikan
Einelti
Þjóðaratkvæðagreiðslan

Helgin
Djís mar... geðveikt mikið að gerast um helgina!!! Ótrúlega gaman þegar maður fær svona gott veður þegar mikið er um að vera... líf og fjör og svona...
Ég skildi við ykkur síðast á föstudagskvöldinu og á laugardaginn var ekki nógu gott veður en við feðgarnir létum það ekkert á okkur fá. Við fórum niður á Langasand til þess að kíkja á gaurana sem voru á sæköttunum. Hilmar Sigvalda náði víst mynd af því þegar staðið var yfir einum af þeim sem slasaðist og var sú mynd á bls. 2 í mánudags-Mogganum. Þaðan fórum við að skoða leiktækin sem fylgdu með Bylgjulestinni og kíktum aðeins á Skímó, Bjarna töframann og markaðstjaldið. Við skutumst svo reglulega niður í Brekkubæjarskóla til að setja í og taka úr þvottavélinni þar... náðum þremur eða fjórum vélum yfir laugardaginn... og veitti ekki af :þ
Við sluppum við geðveik fjárútlát í leiktækjunum og héldum snemma heim á leið til þess að skella úrbeinuðu læri á grillið... þrátt fyrir rigningu :)
Á sunnudaginn kíkti sólin svo á okkur og við skelltum okkur í sund. Seinni partinn fékk ég svo sms frá Hófí þar sem hún var í bústað uppí Skorradal og hún bauð okkur að koma og gista eina nótt sem við þáðum. Ég veit ekki hvað það er langt síðan ég hef farið þangað uppeftir og man ekki eftir að hafa farið innar en að Hreppslaug... ðós vör ðe deis... (sigh). Allaveganna... þá komum við í bústaðinn rétt um 7 leitið og við fengum okkur að borða og svo fórum við niður að Skorradalsvatninu með 2 veiðistangir og renndum út á vatnið í bát sem foreldrar Hófíar eiga. Það var reyndar smá basl að fá mótorinn til þess að virka... en þegar ég sá loksins svissinn sem lokar flæðinu frá bensíntanknum... dööö... þá vorum við að dansa. Þegar við komum í land var farið og fengið sér smá popp og svo var leikrit... eða byrjun á leikriti allaveganna... það var mikið æft inni í herbergi en svo komu stjörnurnar fram og ætluðu að hefja leikinn, þá kom upp 'listrænn ágreiningur' sem var ekki leystur fyrr en eftir smá grátur og gnístan tanna... og ekkert leikrit...






En allt er gott sem endar vel og við vorum komin uppá Skaga um 12 leytið daginn eftir og skelltum okkur 4 í sund á Akranesi. Það var ótrúlega gaman... sjaldan sem maður fær að njóta sín jafn mikið og þegar maður fer með börnum í sund... þá dæmir mann enginn fyrir að fara 10 sinnum fleiri ferðir en krakkarnir í rennibrautinni heldur dást allir að orkunni í manni... ;)
Við fórum svo heim og átum Birgitturúnstykki (birki-), krínglur og tjébollu.

Í dag fórum við svo í bæinn en ég var næstum því hættur við. Þannig er mál með vexti að ég fór til læknis aftur í morgun og hann stendur ráðalaus gagnvart ristinni/ilinni á mér og veit ekkert hvað getur verið að henni. Það kom ekkert óeðlilegt fram á röntgenmyndinni en hann prófaði að skipta um pillur og svo athugaði ég með lausan tíma í göngupróf hjá Össuri. Ég verð að láta að tjékka áissu sjitti... lægeren sagði reyndar að ef þetta er 'treksjön-tríhás'... þá getur þetta tekið 12-24 mánuði að jafna sig skv. einhverri skruddu sem hann kíkti í... nenni því sko ekki... En allaveganna þá fékk ég ekki tíma fyrr en á fimmtudaginn í næstu viku í göngupróf... þannig að ég ætlaði að geyma það að fara í bæinn... en svo skelltum við okkur bara... fórum í rúmlega 2klst sundferð í Laugardalshöllina þar sem við renndum okkur í einni stærstu og lengstu vatnsrennibraut landsins af mikilli áfergju... þar til að pabbi var farinn að þreytast í löppinni... þá var haldið í Útilíf til þess að láta sig dreyma um 13000 króna skó... (skárra en 17000!!!) plús það að þeir eru á típróssent afslætti... ohh hvað ég elska orðið útsala :/

Sá reyndar gelluna sem ég varð svo ástfanginn af hérna í denn... hún er víst að vinna þarna... og það er bara eitthvað við þessa gellu... ef hún væri rpg karakter, þá væri hún með 12 af 10 mögulegum í Charisma... (fyrir þá sem vita hvað ég er að tala um...). Skrýtið.

Þaðan fórum við svo í Gítarinn til þess að kaupa strengi í Washburninn minn... því að Álversbandið er að fara að meika það! Jább... leidís end djentelmenns... það er búið að bóka fyrsta giggið okkar... 'einhvern' tíman í ágúst... ekki amalegt!

Þaðan fórum við í heimsókn til Sólborgar vinkonu, og ég mundi loksins eftir að taka með mér teikniblokkina því að hún er að fara að fá sér tattú... eftir mig :D þannig að hún verður ein af fjölmörgum Íslendingum (6) sem bera myndir eftir mig á líkama sínum. Reyndar ekki permanent... því að Sigga vinkona hennar ætlar að setja myndina á hana með svona bleki sem leysist upp á 3-5 árum... sama júnit og er notað til þess að 'tattúa' augnabrýr/brúnir (WhAtEvAh!) og eitthvað svona...

Ég er semsagt byrjaður að teikna aftur :)

Mig langaði svo líka til þess að tala aðeins um einelti. Ég sá gamla skólasystur mína í dag í Glæsibæ... langaði að segja hæ... en veit ekki hvort að það hefði sett í gang einhverja keðjuverkun. Mig minnir að ég hafi aldrei komið illa fram við hana... beint... en ég veit og man að við gerðum grín að henni 'behind her back' :/ sry ppl... vill ekki valda ykkur vonbrigðum... en svona var ég einu sinni... Ég reyndar lenti í einelti sjálfur... stórefa að mamma, né nokkur annar en ég og þeir sem lögðu mig í einelti viti afissu... ekki það að ég bíði þess aldrei bætur, heldur frekar þannig að ég var beggja vegna borðs í þessum pakka. Þetta var eftir að við fluttum inní hverfi... þá byrjaði þetta allt saman... þeir voru eldri en ég... og höfðu ekkert betra að gera en að hrella mig. Seinna meir svaraði ég tveimur þeirra í sömu mynt og þetta var aldrei vandamál eftir það... Skrítið að um leið og maður slær frá sér er eins og að það gufi bara upp!
Ég var samt aldrei frumkvöðullinn að einelti... ég var bara svona 'með týpa'. Manni hættir alltaf til að réttlæta þetta fyrir sjálfum sér með því að sannfæra sjálfan sig (sérstaklega seinna meir) að þetta hafi nú bara verið saklaus stríðni... en þannig er það ekkert fyrir þá sem verða fyrir einelti. Ég man að ég var t.d. 'með' í því að stríða Jonna, sem er einn af mínum bestu vinum í dag. Þakka guði bara fyrir það... Hann er frábær vinur... sannur vinur... og það voru kannski einhverjar 2-3 persónur í viðbót... samt aldrei neitt svæsið... (en ómg... ég er samt að reyna að draga úr þessu ennþá)... en ég þekki þetta fólk allt saman vel í dag og það er rímænder að sjá þetta fólk... veit ekki hvort að þau erfa þetta eitthvað við mig... en við tölum allaveganna saman og erum fínir kunningjar.
Allaveganna... þá sá ég þessa stelpu í dag og hún á (að mér sýndist) kall og barn... og leit bara svipað út og hún gerði... ég fór ekkert að mála mynd af henni í kollinum því að ég hefði verið of hlutdrægur við það... en samt... það kviknaði upp í mér þörf frekar en vilji til þess að segja hæ. Bara láta vita að maður sé ekki sami hálfvitinn og maður var og að hreinlega biðjast afsökunar... „Hæ X, mér þykir ótrúlega leitt ef að ég hef komið eitthvað illa fram við þig þegar við vorum í skóla. Hvað segir þú annars gott? Hvað er að frétta af þér?“ Fannst það einmitt frekar sorglegt að ég mundi nafnið hennar strax útaf gælunafninu sem henni var gefið. Finnst samt líka frekar sorglegt að þurfa að horfast í augu við það 10 árum seinna að dauðskammast sín fyrir það að finna veikleika hjá einhverri manneskju og nota hann gegn þeirri manneskju. Langaði að friða samviskuna mína... koma mér undan skömminni... en ákvað að gera það ekki/þorði ekki.
Fyrir ekki svo löngu síðan talaði ein skólasystir mín við mig, sem hefur gengið í gegnum heví sjitt. Hún sagði mér að það væri eitt atvik milli okkar sem hún gæti bara alls ekki gleymt, né komist yfir og það tengdist því að pabbi minn er dáinn. Þá var það notað einhvern tíman í hita leiksins og hún er búin að bera það á bakinu í 10+ ár. Ég man ekki eftir þessu en þetta dúkkar upp hjá henni í tíma og ótíma og hefur verið þungur baggi að bera. Ég fyrirgaf henni án umhugsunar og án þess að reyna eitthvað að rifja þetta upp. Fannst það bara sjálfsagt. Auðvitað gerist eitthvað í hita leiksins og svoleiðis... en er maður nógu mikil manneskja til þess að horfast í augu við gerðir sínar? og jafnvel biðjast afsökunar og meina það?

Læt þetta nægja að sinni... það nennir hvorteð er enginn að tala lengur um þessa heilhveitis þjóðaratkvæðagreiðslu.

Biðst afsökunar á öllum mínum ranggerðum...

laugardagur, júlí 10, 2004

Duglegir... gott veður... sjórinn... og eitthvað svona 

Amm... skáldið í mér blómstrar núna :þ Hehehe... Byrjaði daginn frekar snemma... bara búinn að blogga í hádeginu... Renndi eftir Hlyni og við vorum komnir aftur uppá (út á) Skaga um 2 leitið í dag. Renndum við á pósthúsinu, tókum gellu-rúnt og keyrðum framhjá fótboltamótinu við Innesveginn. Þegar við komum svo heim sló ég grasið, við tjölduðum OgWhAtThEf*** tjaldinu og hjóluðum svo niður á Langasand. Þegar við komum þangað var sandkastalakeppnin í fullum gangi en við slepptum að taka þátt að þessu sinni... Tú möts baggitz að vera að basla með fötur og sjít á hjólunum. Eníhú... við fórum úr sokkunum og skónum og Hlynur skellti sér úr stuttbuxunum og hljóp um á Batman naríjonum sínum. Við fóru að vaða aðeins í sjónum og hann er miklu, miklu, miklu kaldari heldur en hann lítur út fyrir að vera :/ Samt var fullt af krökkum sem voru lengst útí sjó... alveg uppað hálsi! Hlynur skellti sér svo úr bolunum og settist í 'heita pottinn' sem er þarna á Langasandinum. Þannig er mál með vexti að affallið úr sundlauginni kemur þarna út um 3 sturtuhausa og er c.a. 20°C heitt vatn og þarna er hægt að skola af sér sandinn eða skella sér í útisturtu... bar'uppá grín :) Svo hékk hann bara í sturtunni, ber að ofan, í Batman naríjum. Hófí vinkona og Ólöf Björg dóttir hennar kíktu á okkur á Langasand þar sem þær voru á leiðinni í sumarbústað uppí Skorradal. Við renndum heim og lékum okkur í fótbolta fram að Simpsons og átum svo heilgrillað lambalæri sem Atli og Þóra sys komu með úr bænum. Eftir matinn fönguðum við svo Lóa (köngulóin, whom I have grown very attached to...) í plastglas og kvöddum hann svo þegar hann hélt á vit ævintýranna í gegnum klós'tið... He's sleepin' with the fishes... If you know what I mean ;) Skerí sjít. Eníhú... búinn að vera langur dagur... og það verður ennþá lengri dagur á morgun... Bylgjulestin, Spæderman 2 og eitthvað svona...

Jó Maza... bæ ðe vei... Brettið var ekki sprautað... rispan er ennþá >:[ , við komust ekki í að klára húsið þó svo að veðrið hefði verið það ákjósanlegasta í marga daga... og Atli kann ekki að ganga frá :þ
En hey... höfum viku til þess að þrífa dýflisuna... þannig að hún verði prinsessum hæf þegar þú kemur til baka :)

Hlynur liggur núna uppí rúmi sofandi... hann vaknaði áðan... eitthvað að drepast í löppunum... vaxtaverkir? eða tú möts fútboll?

Nokkrar myndir frá því í dag:
Lói:


Tjaldfílíngur, með rauðum blæ:


Ótrúlega falleg börn... grútskítug í framan eftir matinn :þ


Það er farið að hvessa allverulega núna... og orðið frekar þykkt yfir hérna á Skaganum... þannig að það verður kannski rigning á morgun... en það er bara fínt maður... enginn er verri þótt hann vökni og allt það heilhveiti...

Rokkarinn kveður að sinni... Lifið glöð í fasi... en ekki með Lóa í plastglasi :þ

föstudagur, júlí 09, 2004

Þokkalegur hiti!!! 

Klukkan er 12 á hádegi núna... og ef að mælirinn hennar mömmu er réttur þá er 22°C hiti úti á palli! Það er alveg geðveikt heitt úti núna... og það er bara hádegi...

Grófleg áætlun á fólksfjölgun í Akraneskaupstað er nú um 1500 - 2000 manns... shit hvað það verður margt hérna um helgina... Fínt maður... Sumarlest Bylgjunnar á morgun... Kalli Bjarni og fleiri... bara gaman :) Allir að skella sér uppá Skaga um helgina... það verður hægt að grilla hér :)

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Krosskönguló... 

Sælt veri fólkið... bara að athuga hvort að þessi póstur publishist... sá sem ég gerði í gær gerir það ekki :/ en allaveganna... þá hafði Erling hjá náttúrufræðistofnun samband við mig og sagði mér að þetta væri BARA krosskönguló sem er víst mjög algeng í náttúru Íslands og í og við hús okkar... þannig að ég kveiki í heilhveitinu á næstu dögum...
Grill'ana

Veðrið á Íslandi 

Þetta er eins og veðrið gerist best á Íslandi, svo það er best að byrja hér.

+15°C Fólkið á Spáni notar kuldaúlpur og þykka vettlinga. Íslendingar liggja í sólbaði.

+10°C Frakkar reyna af vanmætti að fá kyndinguna í gang. Íslendingar planta blómum í garðana sína.

+5°C Bílar á Ítalíu neita að fara í gang. Íslendingar fara að gamni sínu í bíltúr á Saab druslunni.

0°C Eimað vatn frýs. Vatnið í Hvítá verður aðeins þykkra.

-5°C Fólkið í Californíu frýs næstum til dauða. Íslendingarnir grilla í síðasta sinn áður en veturinn skellur á.

-10°C Bretar byrja að kynda húsin sín. Íslendingar byrja að nota langerma boli.

-20°C Götusalar byrja að flýja frá Mallorca. Íslendingar enda miðsumarshátíðina. Haustið er gengið í garð!

-30°C Grikkir deyja úr kulda og hverfa af yfirborði jarðar. Íslendingar hætta að þurrka þvott úti.

-40°C París byrjar að gefa eftir kuldanum. Íslendingar standa í biðröð við pylsuvagnana.

-50°C Ísbirnirnir byrja að flykkjast burt frá Norðurpólnum. Íslenska landhelgisgæslan frestar björgunaræfingum, í von eftir alvöru vetrarveðri.

-60°C Mývatn frýs. Íslendingar leigja sér spólu og halda sig inni við.

-70°C Jólasveinninn heldur í suðurátt. Íslendingarnir verða pirraðir því þeir geta ekki geymt brennivínið sitt úti. Íslenska landhelgisgæslan setur í gang björgunaræfingar.

-183°C Örverur í mat lifa ekki af. Íslenskar kýr kvarta yfir handköldum bændum.

-273°C Öll atóm staðnæmast vegna kulda! Íslendingar byrja að tala um að það sé kalt úti.

-300°C Helvíti frýs! Ísland vinnur Eurovision!

þriðjudagur, júlí 06, 2004

Sáttur... og ekki... 

Metallica var snilld. Nenni ekkert spes að tala um það af því að það voru allir þar. :þ Ég var nett sáttur með það hvað þeir spiluðu lengi og höfðu greinilega gaman af því að spila fyrir okkur taktlausu Íslendingana. Það er alveg merkilegt hvað Íslendingar eru taktlausir... gmg... Það er eins og allir þarna voru í kappi um það hver væri nú fyrstur að klappa svo hratt að hann yrði að hætta að klappa!!! Það var ekki hægt að klappa með neinum lögum af því að í hverjum fjórða-parts takti var hröðun klappsins a.m.k. ein áttundupartsnóta... sem þýðir hreinlega það AÐ VIÐ KLÖPPUÐUM OF HRATT!!! Frekar hallærislegt... auk þess að á meðan við biðum eftir þeim, náði pepp-klappið kannski 10 klöppum og þá var þetta orðið að einhverjum þrítugustuogtveggjapartsnótuklöppum... ennþá hallærislegra.

Ég var mjög ósáttur við þunga loftið og svitann... það hefði verið hægt að standa miklu betur að þessu... og 15.000 manns MAX næst... ekki bíða þangað til að einhver lætur lífið til þess að fækka um 1, 2 eða 3 þúsund manns... en þannig er það bara á Íslandi... það þarf einhver að deyja til þess að fólk læri eitthvað hérna!

Hitti Svöluna rétt eftir yfirlið. Það er fyndin saga á bakvið það... :þ og hún var freeeeeekar RENNANDIBLAUT! Annars bara flott gigg... hefði samt viljað sjá HAM í staðin fyrir Mínus sem mér finnst sjúga alveg endanlega! Hávaði með sömu laglínunni út í gegn...

Það hefur aðeins fjölgað á heimilinu í Jörundarholtinu... sendi (tilvonandi) góðvini mínum honum Erling hjá Náttúrufræðistofnun mynd af nýjasta fjölskyldumeðliminum:

og ég vona að þetta sé ekki mannskæður djöfull sem er fluttur á pallinn hjá mömmu... en hún er ekkert smá stór þessi könguló...

Ég reyndar slapp við hana í morgun... en hún vakti Atla bró í morgunsárið (týpískur mánudagur) með orðunum:
K A F F I ! ! ! !
Ég held að Atli hafi verið að hella uppá fyrir hana í allan dag... kannski einhver þynnka hjá henni :þ

En að öllu gríni slepptu þá er hún stór og 'skerí' og ég vona að Erling hjá www.ni.is sé ekki í sumarfríi og svari póstinum mínum á morgun.

Nóg í bili... rúmið kallar... „Svaraðu... svaraðu... kallinu... frá méééééérr!"

Leiterzíjóvits

fimmtudagur, júlí 01, 2004

Ólinn í gifs?!? 

Rannsóknarbeiðni, Röntgendeild:
Óli Örn Atlason

Spurning:
Stressfractura?

Greining, skoðun:
Smá útbungun á tarsus V vinstri miðað við tarsus V hægri.
Ekki aumur í planterfasúunni.

Held að þetta sé nokkurn veginn nærri lagi... þó að hann Einar læknir sé ekki nema 26 ára gamall þá er hann með læknaskriftina á hreinu.
Málið er semsagt þetta... ég er eitthvað aumur í vinstri ristinni (fyrir þá sem eru ekki í, eða búnir með lækninn) og fór til læknis í gær. Einar kíkti á mig og ákvað að senda mig í röntgen til þess að ganga úr skugga um að ekki sé um fractúru (brot/brákun) að ræða. Ef þetta er ekki 'eitthvað' í 'einhverri' himnu undir ilinni, sem hægt er að laga með bólgueyðandi, þá er þetta 'stressfractura' eða álagsmeiðsl á ristinni, sem verður reddað með gifsi. Það kemur vonandi í ljós á morgun hvernig þetta fer eða þegar Einar er búinn að kíkja á röntgenmyndina. Ég á að fara í 'myndatöku' kl. 13:00 í dag.

Hann setti mig á Íbúfen 600 mg kúr, 3-4 sinnum á dag ein tafla... ef að þetta skyldi bara vera einhver bólga sem hægt er að laga þannig. Þannig að nú er ég mitt á milli lífs og dauða... blóm vinsamlegast afþökkuð. Maður gæti svosem hugsað sér að haltra í gegnum lífið... en ég held að ég yrði nú flott prinsessa með gifsi og á hækjum... tala nú ekki um þegar skólinn byrjar í haust... það ætti nú að laða hitt kynið að :þ auk þess að það myndi kannski tryggja mér samúðareinkunnir hjá kennurunum :) Ekki misskilja mig... þarf nú ekkert spez á hvorugu að halda sko... :þ

Ég er semsagt á milli vonar og ótta í erfiðri lífsbaráttu og elsku mamma útí úglandinu... Atli bara í vinnunni og ég einn í heiminum heima að blogga... fyrir utan pirrandi garðsláttumenn sem gætu ekki staðið meira á sama um mann eins og mig :o/

Dramaprinsessan... mitt á milli lífs og dauða...

P.s. þó svo að ég sé farinn í auknum mæli að tala um mig og jafnvel aðra karlmenn sem prinsessur... þá á það ekkert skylt við neitt sem þið þekkið... né þykist þekkja. Flókið...? Stundum er maður bara prinsessa... þó svo að maður sé það ekki :)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?