<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, desember 29, 2004

Hlynur hinn læsi... 

Ég sagði við Hlyn áðan þegar við vorum að lesa fyrir svefninn: Æji Hlynur... nennir þú bara ekki að lesa fyrir mig og ég fer að sofa?
(Hlynur tekur sig til og byrjar að lesa fyrir mig í Andrés-blaði:
Þþþþaaaaaaa... Þarna...... eeeeeeeer... Þarna er... nnnn... nnn.... tt... Æji Guð minn góður, pabbi nennir þú að lesa?!? sagði hann um leið og hann sló lófanum á enni sér :þ
Þvílíkur snillingur! :D

Hlynur kom semsagt á öðrum í jólum og hófst handa við að rífa upp pakkana sína :) Við fórum svo í gær (mánudag, þetta blogg er skrifað rétt eftir miðnætti þriðjudagskvöld) á The Incredibles sem er algjör snilld! Hlynur svaf til 11 á mánudagsmorgun sem var svona 'a little out of the ordinary' en ekki kvarta ég :)

Svo lítur allt út fyrir það að við snjóum inni! Við stefnum samt á að fara á jólaball núna á fimmtudaginn þar sem jólasveinn (a.m.k. einn) mætir og pabbi rokk (jÓli) verður að spila með hljónstinni jólalög í nýjum rokkbúning :þ

Annars er þetta búinn að vera næs tími... familítæm, gjafir, góður matur, samviskubit út af áti og þar fram eftir götunum... maður verður bara að tækla þetta í jan... það ætti nú samt ekki að vera mikið mál... maður þarf ekki að gera annað en að labba út í næstu búð og þá er maður búinn að hreyfa sig helmingi meira heldur en öll jólin! :o/ HAHAHA... En maður hefur nú allt árið 2005 til þess að koma sér í form fyrir næstu jól... og næstu áramótaheit :þ

Hafið það gott...

laugardagur, desember 25, 2004

Ég fékk: 

Barn að eilífu eftir Sigmund Erni Rúnarsson
Hve glöð er vor æska - Gamansögur af íslenskum börnum
Kleifarvatn eftir Arnald Indriðason
Led Zeppelin DVD-Box
Bindi
Þvottapoka
Gjafabréf í NordicaSpa
Gjafakort uppá 2500 kall til að nota í verslunum eða þjónustu á Akranesi
Tvö 'hristu'egg (mússík... ekki klám)
Flís sem Hlynur hafði gert mynd á, bakað og málað... ótrúlega flott!
Böns'amoní sem verður notað í að kaupa Marshall 130 Watta gítarmagnara :)

Þannig að ég er nett sáttur! Frábærar gjafir sem ég er ótrúlega ánægður með :D
Barn að eilífu verður tækluð á morgun og aðeins gripið í gítar... annars bara legið á meltunni! Wellington nautalund í matinn í gær sem var 101% fullkomin... eldrauð og æðisleg. Graflaxinn hennar mömmu klikkar ekki og graflaxsósan er 'tú dæ for'!!!
Svo til að toppa allt saman þá vann ég salthnetugjöfina (ný útfærsla af möndlugjöf) þannig að ég hreppti Scrabble spilið sem var í boði.

Hlynur kemur svo á morgun og þá verður sko pakka-frensí! Hann á einhverja 15 pakka hérna drengurinn! Hlakka til.

Gleðilega hátíð!

föstudagur, desember 24, 2004

GJ! 

Flestir myndu nú taka þessum hedder sem Good Job... en að þessu sinni táknar þetta Gleðileg jól. Ég er búinn að senda flest jólakortin... nema þrjú... þau verða afhent með pompi og prakt við tækifæri... svona er að eiga ekki heima í næsta nágrenni við mig til að geta komið og sótt kortin :þ (Sólborg, Beta og Hófí, þið takið þetta sérstaklega til ykkar).

Elsku bestu dúllurnar mínar... Gleðileg jól og góða skemmtun, hafið það sem allra best um jólin.

Takk fyrir allt gamalt og gott á líðandi ári og ég vonast til að þið haldið áfram að kíkja á bloggið mitt og kommenta eftir áramót! Þakka ykkur kærlega fyrir samveruna á árinu 2004 og óska ykkur gæfu á komandi ári og árum.

Ástar-, jóla- og rokkkveðjur,
ykkar einlægi,
Óli Örn Atlason

þriðjudagur, desember 21, 2004

Ótrúlega gaman! 

Fékk bréf í morgun frá Ali (mamma mannstu?). Ali er stúlka sem kom til Akraness sem skiptinemi og bjó í þarnæsta húsi við okkur á Reynigrundinni. Hún kom alla leið frá JúEssEi til þess að læra að dett'íða og reykja :þ
Geðveikt gaman að fá bréf frá henni þar sem að ég hef eiginlega ekkert heyrt frá henni í 7 ár! Vinir eru manni dýrmætir... sama hvort að sambandið slitni... þá hefur maður minningar. Við gerðum lítið annað en að dettíða, sitjinní skúr hjá Freyju hans Helga og reykja og spila... ðós vör ðe deis. :)

Nýtt verkefni fyrir ykkur, lesendur góðir... grafið upp gömlu vinina ykkar (ekki bókstaflega) og sendiði þeim línu um hvað á daga ykkar hefur drifið... þau eiga eftir að kunna að meta það... ég veit að ég geri það!

Aftur að skýrslugerðinni...

Sætur um jólin með strípur og glóðurauga! 

Haldiði að kallinn hafi ekki bara skellt sér í strípur fyrir jólin... ætlaði að biðja kjérlínguna hans Villa Magg að strípa mig en þau voru að fara í einhverja rómantíska sumarbústaðaferð um helgina... sumarbústaður um hávetur... rómó. Hún strípar mig kannski næst... eða ekki... strípar kannski Villa... held samt ekki... Villi er of mikið rokk :)

Annars er svona lítið af manni að frétta mestmegnis... ég vona að ég sleppi við glóðuraugað um jólin... týpískt. Fór í körfuboltann í dag (ég er farinn að kalla það að rístarta tölvunni, þegar maður leggur sig skotdúr eða gerir eitthvað annað heldur en að læra) og ég fékk haus í andlitið. Algjörlega óviljaverk... að sjálfsögðu... en ég upplifði svona fegurðardrottningar-fílíng í smá stund þegar hnén gáfu sig og tal hljómaði sló mó. Ég settist náttúrulega bara á rassgatið svo að færi nú ekki að detta eins og alvöru prinsessa... (sumir vilja nú meina að þetta hafi verið bara til þess að draga athyglina frá því að ég var ekki að hitta eins og skildi í þriggjastigaskotunum, en látum það liggja á milli hluta). Kinnbeinið á mér, það vinstra (séð frá mér, hægra ef þú horfir framan á mig) hefur einhverja innvortis bólgu sem finnur vonandi ekki ódrepandi þörf til að smæla framan í heiminn um jólin.

En úr hösldeildinni kennir nú ýmissa grasa! Maður leyfir nú nýrómantíkinni að blómstra aðeins áður en Papparazzíarnir fara að smella myndum á forsíðu Séð og heyrt af einum eftirsóttasta piparsveini norðan Suðurheimskautslandsins (þótt víðar væri leitað!) og úngfrúnni góðu... :)

Annars bið ég bara að heilsykkur í bili...

sunnudagur, desember 19, 2004

Próflokadjamm, HOD og Brúðarbandið 

Próflokadjammið var hjá okkur á föstudaginn var. Við skelltum okkur í keilu, bjór og pizzu uppí Keiluhöll. Eftir það hélt ég niðrá Cultura til þess að hlusta á HOD (Helgi, Ómar og Davíð) og þaðan kíkti ég yfir á Grandrokk þar sem að Brúðarbandið var að spila...
Ég spilaði 'my-ultimate-worst' í keilunni... náði c.a. 50 stigum að meðaltali í tveimur leikjum :( Þess ber að geta að Hlynur Björn... 5 ára... skorar að meðaltali 100 stig í leik...
Fullt af góðri mússík og myndirnar tala sínu máli...
Keila:
Uppeldisfræðin... eða hluti a.m.k.:


Hildur brillerar:


Siggi vannidda... það sést líka á 'flying-V' skotstílnum hans... hann er keppnis!:


HOD (Davíð, hljómb. er bróðir Leibba Djazz og DANNA BJÉ!)
Davíð, Ólöf, Helgi:


Daði Birgis úr Jagúar (Skagamaður :):


Sammi úr Jagúar:


Helgi:


Davíð:


Ómar:


Sigurdór (bassal. úr Borgarnesi) Siggi (gítarl.):


Góður bjór og rassinn á Davíð í bakgrunni:


Geggjuð stemning... sést ekki af því að þetta er ekki hreyfimynd:


Í gær fór ég svo á jólahlaðborð í boði Norðuráls... skemmti mér konunglega og sá glænýja hlið á vinnufélögunum! Lenti líka í ógeðslegasta dónaskapnum ever af einni konunni sem var að þjóna til borðs... EKKI FARA Á BARBRÓ Á AKRANESI! Hafðu þetta!!!

fimmtudagur, desember 16, 2004

Óli Atla... besti vinur ríka mannsins... 

17" flatan skjá við tölvuna líka takk... annars stendur hitt enn... Rocket Brothers fæst ekki á Íslandi :( En ég komst að því að heimildarmyndin verður sýnd 12. janúar á RÚV... Leibbi Djazz ætlar að koma til mín... kannski í mat... kannski í einn bjór... allaveganna ætla ég að njóta góðs af forræðishyggju mafíu Íslands það kvöldið.

Búinn í prófinu... hélt að ég hefði dru**að lengst upp á bak... en svo er að öllum líkindum ekki. Skýrslan eftir... skil 22. des. Sofa smá núna, læra í kvöld og nótt... klára fyrir þri!

Mig langar líka í Popppunkt spilið.

Af hverju eru allir hættir að kommenta?
Valla var að tala um þetta hvimleiða vandamál líka um daginn... þetter leiðinlegt og maður sér enga ástæðu til þess að blogga í þessu kommentaleysi...

P.S. Helga þetta er ekkert meint til þín.

þriðjudagur, desember 14, 2004

Ol æ vont for krissmass is jú! 

Svona hljómar línan í mínu uppáhaldsjólalagi ever... ég er alveg að detta í fíling að hlusta á það... búinn að dánlóda því og allt til reiðu.

Ég ákvað að birta jólaóskalistann minn eins og ég var búinn að lofa að gera... ég er aðeins búinn að vera að velta þessu fyrir mér í prófalestrinum... og held að ég sé kominn að niðurstöðu:

Rocket Brothers... Heimildarmynd um dönsku hljómsveitina Kashmir. Ég er að vinna að því að komast að því hvar hægt sé að fá hana hér á landi. Þessi DVD er kominn út fyrir nokkru í Danmörku og á að vera til hér á landi skv. heimasíðu Norrænu kvikmyndahátíðinnar. Er að tjékka á því hvar hann (DVD-diskurinn) fæst og hvort að hann sé með enskum eða íslenskum söbb (e. sub -> subtitle).

Barn að eilífu... Bókin umtalaða eftir Sigmund Erni Rúnarsson. Mig langar til þess að lesa þessa bók, sérstaklega eftir að ég opnaði augun fyrir fötlunarfræðinni og kynntist henni náið.

Kleifarvatn... Arnaldur Indriðason er bara algjör snillingur og mig hlakkar til þess að lesa þessa bók. Ég skemmti mér vel yfir Bettý og kláraði hana á mettíma í tveimur flugum, frá Þýskalandi til Bretlands og frá Bretlandi til Íslands. Ekki lengi að því... minnti mig á Tommyknockers eftir Stephen King... að því leytinu að ég gat ekki farið að sofa á kvöldin án þess að lesa í henni nokkrar bls.

Jóladiskinn með Clay Aiken... Hann er samt ekki kominn til landsins... en hey... kannski 'Sena' (e. Santa) í JúEssEi sendi mér hann... af einskærri góðvild. Ég fíla Klei alveg í botn og mér finnst hann vera frábær söngvari með æðislega rödd. Sá hann reyndar áðan í 'Ðe túnæt sjó' (e. The tonight show) hjá Jay Leno og fór virkilega að velta kynhneigð hans fyrir mér... ekki það að það komi mér eitthvað við. Virkaði soldið Gay... hjá Jay... en ég held samt að hann sé það ekki. Efann er gay... þá er það samt alveg ókey... (ómg, æma pó-ett).

Höfundur Íslands... Bókin hans Hallgríms Helgasonar frá því í fyrra. Eiginlega bara af því að hún fæst á 900kall í Griffli.

Norræn sakamál... Hmm... auglýsingarnar ná til mín...

Scrabble... Spilið sívinsæla... það minnir mig á það... ég stefni á að halda Íslandsmót í Wizardspilun einhvern tíman eftir áramót... Stay tuned!

Pictionary... Partýleikur dauðans... eitthvað annað en drykkjuleikir 4aChange :þ

Karlmennska og jafnréttisuppeldi... Glæný bók eftir Ingólf Á. Jóhannesson sem fjallar um: Á undanförnum árum hefur umræða um stöðu drengja í skólum verið nokkur og þeirri skoðun vaxið fiskur um hrygg að þeir eigi undir högg að sækja. Í þessari bók eru fræðilegar kenningar og rannsóknir nýttar til þess að leggja fram raunhæfar tillögur um jafnréttisuppeldi drengja.
Ingólfur Á. Jóhannesson hefur verið framarlega í jafnréttis-, karlmennsku- og femínistaumræðunni undanfarin ár. Hann kennir meðal annars kynjafræði við háskólann á Akureyri. Ég er svolítið spenntur fyrir þessari bók.

Pabbi... Bók eftir Ingólf V. Gíslason, einn flottasta fræðimann kynja- og karlmennskufræðanna á Íslandi. Hann er með eitt flottasta feminíska sjónarhornið á íslenska samfélagið sem fyrir finnst. Maður sem einblínir á það sem er ekki að virka og hvað okkur vantar. Einfalt... ekkert grenj, ekki gnístan tanna... bara plein 'trúþ' (e. truth). Félagsfræðingur með 'fullkomlega heilbrigða jafnréttissýn'. Flottur gaur... ég er búinn að sjá það úr skrifum hans og skoðunum að mig langar til þess að verða eins og hann þegar ég verð stór... hann er ædolið mitt.

Jack 'n Jones útvíðar gallabuxur... ég er búinn með hinar... rígheld í vonina að rifnar gallabuxur verði aftur kúl... annars verð ég berrassaður...

Svo fyrir þá sem hafa ekkert betra við peningana sína að gera:

Mótorhjól: Fyrsti valkostur, annar valkostur

12 strengja kassagítar með innbyggðum pickup... every boys dream :)

Þá held ég að það sé nokkuð komið í bili... annars verð ég duglegur að henda inn update af öllu sem mér dettur í hug.

sunnudagur, desember 12, 2004

Alveg týpískt!!! 

Uppáhaldseinstefnumiðillinn minn boðar hækkun raforkuverðs í dag... hvar linnir þessu heilhveiti?!? Þetta er ekkert smá pirrandi!

Hvað gengur alþingismönnum til? Ég er farinn að hallast að því að þetta sé með eindæmum heimskt fólk sem við kjósum á þing! Kannski allir nema Steingrímur Joð. Ég er nú kannski ekki sammála öllu sem hann vill koma á hérna, en þetta er eini gaurinn sem þorir að segja sína meiningu... hann fær ómælt ríspekt frá mér fyrir það... það er bara verst að það eru allir hættir að hlusta á hann því að hann er á móti öllu... ÖLLU!
En heimskan ræður ríkjum núna á Alþingi... hækkum hitt... hækkum þetta... það er eins og þeim sé alveg drullusama um okkur alþýðuna af því að það eru ekki kosningar á næsta leyti. En þeim er náttúrulega drullusama um okkur... bara nett ánægð með sinn sjöhundruðþúsundkallámánuði og setja fleiri takmarkanir á ráðstöfunarfé landans. Beyglan (B-G-L-A... BEYGLA (Bubba-stæl)) hún Dagný skaut sig í báða fæturna með því að sitja hjá þegar það var kosið um hækkun skráningagjalda...
Af hverju getum við ekki kosið bara einstaklinga á þing?!? Ég held að það sé skynsamlegasta lausnin... þá losnum við við þessa meirihlutamyndanir sem gera ekki neitt nema að setja einhver leiðinleg lög á og standa ekki við þetta freistandi drasl í kosningarloforðunum!

Ég er alvarlega að spá í að setja saman flokk... Bókalistinn X-N... til þess að berjast fyrir hagsmunum nemenda og þeirra sem bíða lægri hlut í þessu velmegunar-/munaðarvörusamfélagi... ég hugsa að það verði ekki erfitt að fá a.m.k. einn kosinn á þing... Bara til að hafa einhvern nýjann þarna til þess að rífa kjaft með honum Steingrími Joð.

Æji ég veit það svosem ekki... en hey... ég er nú allaveganna þroskaðri heldur en margir þarna að ætla að senda einhvern á námskeið í kurteisi... og/eða lýðræði... er hægt að senda einhvern á námskeið í lýðræði?!?
Eins og ég segi: Heimskan allsráðandi inni á þingi!

En...
Verst að ég á ekki skyldfólk í JúEssEi... af því að ég væri svoleiðis búinn að panta og panta til að láta senda heim... núna þegar dollarinn eriggi neitt neitt.
Ég var tildæmis næstum því búinn að kaupa mér 12 strengja kassagítar með innbyggðum pikkup á 10 þúsund krónur í fyrradag!!! 10 þúsund kall! það er alveg 30 þúsund krónum ódýrara en sá allra ódýrasti hérna heima... og nýr að auki MEÐ tösku (hard-case)!!!

Ég var að spá í það hvort að maður ætti ekki að hrinda af stað www.amazon.is í samvinnu við www.amazon.com... sjá hvort að maður geti ekki stokkað aðeins upp þessu verðlagi hérna?

Hverjir eru með mér í stofnun Bókalistans og www.amazon.is?!?

laugardagur, desember 11, 2004

Algjör snillingur!!! 

Spder-man 2 hlynur éverþ spder-man 11
Spder-man1kútur þúverþur ganisradn20
Delia þúátaverakarasdamn41
5ára 5ára 5ára
Almar þúvr kalinmeþ larnar 65
Erika þú verþureker
5+

HAHAHA!!! ÉG verð nú að koma með þýðinguna á þessu... þetta var skrifað í flýti! :þ

Spider-man 2 Hlynur, ég verð Spiderman 11 ára
Spider-man 1, Knútur þú verður græni-skrattinn 20 ára
Delía, þú átt að vera kærastan mín 41 árs
5 ára, 5 ára, 5 ára
Almar, þú verður karlinn með klærnar 65
Erika, þú verður eker (? Hlynur gleymdi þýðingunni á þessu)

Þetta eru þvílíku gullmolarnir frá honum :)
Nonni frændi kíkti aðeins í gær og hann stakk upp á því að ég myndi kenna honum fingrasetninguna á lyklaborðið og þá gæti Hlynur vélritað fyrir mig BA verkefnið á meðan ég gengi um gólf og segði honum hvað hann ætti að skrifa. Hehe... ekki amaleg hugmynd...

Ég ætti kannski að setja í gang blogg fyrir hann... þar sem að hann getur sett inn pælingar sínar og hugmyndir... hann gæti kannski stórgrætt á því að fara út í jóla- og afmæliskortagerð! En það er alveg dagamunur á honum hvað hann reynir að skrifa (þó svo að það tengist flest Delíu, Knúti og Spider-man) og hvað hann reynir að lesa... hann hefur bara ekki þolinmæði í að lesa eitthvað mikið í einu þannig að ég leyfi þessu bara að koma á sínum hraða... hann heldur sjálfum sér að verki...

En svona aðeins til að brjóta upp hversdagsleikann fyrir jólin... endilega kíkið á þennan link hérna... Athugið að þessi linkur er ekki fyrir viðkvæma :þ

föstudagur, desember 10, 2004

Meira frá Hlyni 

Nonni frændi kom í gærkvöld frá London þannig að ég á núna Lord of the rings, The: The king returns extended útgáfuna (4 DVD).
Ég, Þóra sys, Hannibal og Eygló (líklegast) ætlum að taka L.O.T.R. maraþon núna einhvern tímann í kringum hátíðirnar... L.O.T.R.: Fellowship of the ring, The two towers og The king returns... þetta er svona 10-12 klukkustunda pakki! Sem er bara gaman... algjör snilld að vera búinn að lesa bækurnar því að í extended útgáfunum eru fleiri atriði sem eru beint upp úr bókunum... en meira um það seinna.

Hlynur gerði jólagjafalista í morgun. Hann klippti út myndir af dóti sem hann langar í í jólagjöf... þannig að það auðveldar verkið svolítið fyrir mig... ekki það að það sé erfitt að gefa 5 ára gutta jólagjöf/gjafir.
Svo þegar hann var búinn að því þá settist hann fyrir framan tölvuna, opnaði Word og byrjaði að skrifa! Það er alveg ótrúlegt hvað hann er klár við þetta... ég hef ekkert verið að ýta á hann vegna þess að ég tel að hann verði það fljótur að ná þessu að það sé bara betra fyrir hann að gera það á svipuðum tíma og krakkarnir í bekknum... Ég veit náttúrulega heldur ekki hvernig staðan er í grunnskóla Borgarness... hvort að þau séu með einhver úrræði fyrir skýr börn (eða bara ekki af því að það hefur aldrei komið upp í Borgarnesi) HAHAHAHAHAHAHAHAHA!!! Djók! :þ
(bara áður en allir fara að gera í sig... þá er þessi barnaskapur minn sprottinn út af hinum klassíska-en-ég-veit-ekki-af-hverju-ríg á milli Akraness og Borgarness og ég set þetta eingöngu hér í algjöru gríni...) (ómfg hvað ég ritskoða mig sjálfann mikið! en svona eridda... maður má ekki styggja neinn)

ALLAVEGANNA!!! Hlynur skrifaði þetta... (sjáiði hvað stendur?):
Hlynur
Spier-man
Delia
Kúdr
EVAHLD
ÞESIRVINIR
ÞEEMEGAKMIAMÆLIÞ
MID

sæusd óli og hlynur
(sjáumst Óli og Hlynur)

Áskorun 

Eftirfarandi bréf sendi ég á ennþá-eftirfarandi ímeil... ég er formlega orðinn spammari (spam = ruslpóstur). Ég vona bara að allir stúdentar taki sig til og sendi þetta til allra á ímeil-listanum til þess að flodda (flood = yfirflæða, kaffæra) kerfið hjá viðkomandi aðilum eða póstþjónum... ég er kominn með skítnóg af öllum þessum hækkunum þegar það er orðið hagstæðara að lifa! Til hvers erum við að kjósa þessa bavíana í ríkisstjórn?!?!? Nefnið mér eitt gott sem þau hafa gert þarna seinustu 4 árin!!!

En fyrir alla hina sem eiga ekki yfirvofandi hækkun skólagjalda yfir höfði sér: endilega sendið póst á þetta skítapakk... þau eiga það skilið... ekki skemmir fyrir ef þið hafið raunverulega eitthvað til að kvarta yfir! T.d. hækkun áfengis, tóbaks, yfirvofandi hækkun leikskólagjalda (kemur eftir áramót... TRÖST MÍ), hallærisleg rifrildi á sölum Alþingis, barnaleg skítköst hvort í annað... bara jú neimitt! Þetta er bara brot af heilhveitinu!!!!!

Ágæti viðtakandi,

Ég skora á þig að beita þér fyrir því að fyrirhuguð hækkun
skráningagjalda nái ekki fram að ganga.

Ef þessi hækkun nær fram að ganga þýðir það að skráningagjöld hafa
hækkað um 80% síðan árið 2001 sem er langt umfram eðlilega verðþróun í
landinu. Það er ljóst að með aukinni tækni hefur kostnaður við skráningu
stúdenta lækkað umtalsvert, en stúdentar fá ekki að njóta þess hagræðis.
Með þessari hækkun er seilst í vasa námsmanna til að mæta fjárhagsvanda
skólanna. Ég mótmæli því þessari hækkun.

Virðingafyllst,
Óli Örn Atlason
Uppeldis- og menntunarfræðiskor H.Í.


Sent á:
astamoller@althingi.is, akg@althingi.is, arnbjorg@althingi.is,
aoa@althingi.is, alfheiduri@althingi.is, arnimag@althingi.is,
amm@althingi.is, arj@althingi.is, astamoller@althingi.is,
birgir@althingi.is, birkir@althingi.is, bjarniben@althingi.is,
bgs@althingi.is, bjb@althingi.is, bryndish@althingi.is, dagny@althingi.is,
david@althingi.is, drifah@althingi.is, einarg@althingi.is,
einar@althingi.is, ems@althingi.is, geir@althingi.is, gudjonh@althingi.is,
gak@althingi.is, gudlaugurthor@althingi.is, ghallv@althingi.is,
garni@althingi.is, gudni@althingi.is, go@althingi.is, gunnb@althingi.is,
gunnarorn@althingi.is, halldor@althingi.is, halldorb@althingi.is,
helgih@althingi.is, hjalmara@althingi.is, ja@althingi.is,
johanna@althingi.is, jb@althingi.is, jongun@althingi.is,
jonkr@althingi.is, jbjart@althingi.is, katrinj@althingi.is,
ko@althingi.is, kolbrunh@althingi.is, khg@althingi.is, klm@althingi.is,
ludvik@althingi.is, magnush@althingi.is, ms@althingi.is,
margretf@althingi.is, mordur@althingi.is, petur@althingi.is,
rannveig@althingi.is, sath@althingi.is, skk@althingi.is,
sigurjon@althingi.is, siv@althingi.is, solveigp@althingi.is,
sjs@althingi.is, sturla@althingi.is, valgsv@althingi.is, thkg@althingi.is,
thorarinnsv@althingi.is, tsv@althingi.is, thback@althingi.is,
ogmundur@althingi.is, ossur@althingi.is, isg@reykjavik.is, rektor@unak.is,
magnusb@hvanneyri.is, proppe@khi.is, rektor@thi.is, rektor@hi.is,
postur@mrn.stjr.is, postur@fjr.stjr.is, postur@lan.stjr.is, vefstjori@slbh.is


HANANÚ!!!

fimmtudagur, desember 09, 2004

Emilía í Nælon 

Fórum í gær í heimsókn til ömmusystur Hlyns til að hitta ömmu Kristínu. Við vorum í heimsókn í þrjá tíma eða eitthvað og spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Hlynur náði svo að hitta Emilíu frænku sína úr Nælon og það fór ótrúlega vel á milli þeirra. Emilía er líka svo elskuleg... indæl stúlka. Hún er svo laus við alla yfirborðskennd sem er ótrúlegt vegna þess að henni er að ganga svona vel með Nælon-hópnum. Við feðgarnir kvöddum svo og Hlynur fór með með sér jólasnjókúlu og plakat með stelpunum í Nælon áritað af Emilíu. Ekki amalegt það.
Þær frænkurnar reyndu að hanka Hlyn á stöfum en hann er orðinn svo klár að hann vissi nákvæmlega hvaða staf öll orðin byrjuðu á sem hann var spurður að!
Hlynur gerði líka kort fyrir Emilíu frænku sína sem í stóð:
Emlia er fræmka mn ammakrstn
bergþór
(Emilía er frænka mín amma Kristín
Bergþór)
svo skrifaði hann dagsetninguna utan á og límdi nokkra spiderman límmiða á bréfið sem hann prentaði svo út. Hann er svo klár! 8DSMBR (8. desember)

Annars erum við bara í góðu yfirlæti...

Merkilegt annars... ég ætlaði að láta Nonna frænda kaupa fyrir mig Spider-man 2 í fríhöfninni... hann skrapp út í gær að vinna aðeins hjá Icelandair á Heathrow og kemur heim í dag eða á morgun... en svo komst ég að því að hún er bara 300 kalli ódýrari í Reykjavík heldur en í Fríhöfninni... merkilegt þetta verðlag...

Annars var ég að kommenta á bloggið hjá honum Hannibal þar sem hann var að spá í það hvort að verðlagið færi ekki að lækka vegna góðs gengis krónunnar, lágu gengi dollarans...
Ég sagði þar að ég væri alveg viss um að það myndi allt lækka á Íslandi fyrir jól vegna þess að ég hefði fyrir því öruggar heimildir að það væri farið að FRJÓSA Í HELVÍTI!!!

Tenfour

Æjá og ég henti Tag-boardinu út... það var ekki að gera neitt gagn og sérstaklega ekki þar sem að stafirnir voru farnir í fokk...

mánudagur, desember 06, 2004

Nebbi, prumpdýrið er algjör snilld!!! 

HAHAHAHA, við hlógum svo mikið áðan feðgarnir að ég hélt að við myndum deyja bara í rúminu... táruðumst báðir yfir Nebba, sem er góðlegt fjólublátt prumpdýr sem gefur frá sér einstaka 'slúrp', 'snurf', 'vraff' og 'prump' hljóð. Góðlátleg vera sem lífgar upp á daginn hjá manni þó svo að maður brosi allan hringinn fyrir!

Yndislegur karakter... hvet ykkur til þess að taka 'Tímavillti prófessorinn' með Sval og félögum næst þegar þið rennið á bókasafn... Þessi bók er algjör snilld.


Þessi börn! 

HAHAHA... lenti í geðveikt fyndnu atriði í morgun... við feðgarnir fórum niður á verkstæði til Atla bró til að athuga hvort að Bensinn hans Atla væri laus til láns. Já... DPD er með kvef í altanítornum og Gulli Kjét ætlar að reyna að fixa hann fyrir mig í dag... en ef hann nær því ekki þá er ég í slæmum málum... verð að komast í bæinn í dag. Allaveganna... þegar við komum niðreftir þá er einn af fyrstu mönnunum sem ég sé, Alexander Ermolinsky. Við unnum saman í denn og hann heilsar manni alltaf og er alveg frábær gaur. Ég benti Hlyni á hann og sagði við hann að þetta væri Alexander Ermolinsky og hann væri geðveikt stór og spilaði körfubolta með Skallagrími í Borgarnesi. Þá sagði Hlynur: Pabbi veistu hvað? Nick er líka ótrúlega stór og hann spilar líka körfubolta í Borgarnesi! Svo hefur hann líka lúllað heima af því að það var svo vont veður og hann þurfti að labba heim... það var svo langt heim... og kalt... HAHAHAHA!

Samkvæmt allri fræðinni þá á maður ekki að spyrja börnin um hvað gengur á á 'hinu' heimilinu vegna þess að það getur sest mjög þungt á sálina þeirra... þau upplifa sig þá í þeirri aðstöðu að þau séu að bregðast trúnaði og bera eitthvað á milli sem þau vilja kannski ekki gera. Fyrir utan það þá kemur mér það ekkert við :þ

En mér fannst þetta bara krúttlegt... svo vinkaði Hlynur Alexander Ermolinsky þegar við fórum út og heim til að bíða eftir að DPD væri búinn að lagast af kvefinu.

föstudagur, desember 03, 2004

Tha er thad byrjad a Skonrokki... Var buinn ad gleyma jolalaginu med Slade...

SMSbloggfærslu sendi Rokkarinn (gsm) (3546958701)
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Take your mama out all night... 

Já beibís... nær og fjær... ég er að fara á aukavakt í kvöld... ætla að fara að renna mér upp á Skaga í heiðardalinn... kannski ég fái að krassa hjá múttu í fyrramálið og svo ætla ég að renna eftir Hlyni um 2 leytið á morgun. Hann ætlar að vera hjá mér í 8 daga svo að mamma hans nái að einbeita sér í prófunum. Við ætlum að búa til jólakort og plana jólagjafir... svo kannski rennum við í sund... og eitthvað skemmtilegt. Bið hann jafnvel um að hjálpa mér að skreyta... HAHAHA ég á eina 40 ljósa seríu :þ Hlakka til.

Ég var að komast að einu... Svabbi fór út í morgun og ég hugsaði mér gott til glóðarinnar að láta hann versla fyrir mig Mackintosh's Quality Street þriggjakílóakonfektsdúnk í fríhöbbninni... en þá er dollan bara 500 kalli ódýrari í Krónunni... HVERSU ÖMURLEGT ER ÞAÐ?!? Fínt fyrir mig... en slæmt fyrir hann... það er eins og að fríhöfnin sé bara algjört fríríki varðandi verðlag og tengsl við raunveruleikann... það er samt ágætt að kíkja aðeins á kataloggið hjá þeim til þess að fá nokkra hugmynd um hvað verslanir og heildsalar á Íslandinu góða leggja mikla álagningu ofan á vörurnar.

Merkilegt líka að hugsa til þess að krónan hefur ALDREI verið sterkari... dollarinn hefur ALDREI verið lægri og við höfum ALDREI borgað meira fyrir að lifa...

HVAÐ ER MÁLIÐ? AF HVERJU ER ÞETTA ALVEG Í RUGLINU HÉRNA? AF HVERJU TÖKUM VIÐ OKKUR EKKI SAMAN OG MÓTMÆLUM? ER ÖLLUM SAMA???

Ég skil þetta bara ekki...

fimmtudagur, desember 02, 2004

Jólin 2004... þau ótillitslausustu só far... 

GMG (guðminngóður) er einhver internasjónal 'ökum í veg fyrir, eða reynum að keyra á Óla vika' í gangi??? Skrapp aðeins út úr húsi í dag til þess að kíkja á Svabba... hann er að fara út á morgun... til London... og svo á leiðinni heim þá munaði ekki nema hársbreidd að bíl hefði verið ekið á fullu inn í hliðina á mér! Ég var að keyra Rauðarárstíginn og það kemur bíll út af planinu frá KBbanka við Hlemm (sem ætlar að fara niður Laugarveginn) og keyrði næstum því í hliðina á mér... Þetta þýðir bara eitt... "Jólastressið" er byrjað. Ég hefði verið í 110% rétti og það hefði ekkert gagnast mér að hemla þar sem að ökumaðurinn var ekkert að fylgjast með umferðinni úr þessari átt... þannig að ég keyrði bara áfram... fékk smá fyrir hjartað en ég hugsaði mér gott til glóðarinnar að geta fengið bílinn minn fixaðann... ópeykis.

Þegar ég fór svo út að reykja áðan fór einn gaur sem býr hérna á neðri hæðinni út í bílinn sinn... opnaði hurðina og skellti henni í hliðina á bílnum við hliðina... hann var ekkert að spá í þessu... "Jólastressið" að buga hann...

Það er alveg merkilegt hvað jólin verða ópersónulegri og leiðinlegri með hverju árinu, þannig séð. Heiðrún var að tala um það um daginn að hún saknaði jólasveinanna sem prýddu gluggana í búðunum heima á Akranesinu... jólasveinar sem voru búnir að vera gluggaskreytingar ár eftir ár og maður var farinn að þekkja, brosa til og kinka kolli til þegar maður sá þá. Þetta er allt farið... við byrjum að undirbúa og skreyta fyrir jólin í september, jólalögin koma í október og allir að missa sig yfir Vísareikningnum í nóvember. Fólk með Sirrý fjallar um jólaþunglyndi eða eitthvað annað fræðiheiti á vanlíðan tengda desember og jólunum. Krakkarnir, unglingarnir, unga fólkið, miðaldra fólkið, foreldrarnir, ömmurnar og afarnir, nei, ekki þau, en allt hitt liðið pantar rándýrar jólagjafir og vill að jólin séu lengri til þess að geta legið í fríi... og styttri til þess að þau geti farið og skipt jólagjöfunum sem þau eru óánægð með. Ömmurnar og afarnir eru liggur við eina fólkið sem gleðst á þessum tíma vegna þess að þau fá þá að sjá börnin sín, barnabörnin og barnabarnabörnin í jólafjölskylduboðum, án þess að það séu heimsóknir á hlaupum.

Það er auðvitað voðalega krúttlegt að sjá jólaskreytingar og þessi fallegu ljós í öllum gluggum þegar það er farið að rökkva... en persónulega hef ég útvarpið stillt á Skonrokk til þess að þurfa ekki að hlusta á jólalög... nenni ekki að skoða jólagjafir fyrr en seinnipartinn í des (eftir 17. des) nema af því að systir mín, mágur og dóttir þeirra búa erlendis og við þurfum að fara að senda pakka til þeirra. Því var meira að segja stungið að okkur systkinunum að við ættum bara að hætta að gefa jólagjafir þegar einstaklingur er orðinn 30 ára... mér finnst það bara leim.

Ég vill fá jólalögin eftir að ég er búinn í prófum og kominn í "frí", snjórinn má koma 24. des... eftir hádegi, ég ætla að versla einhverjar krúttlegar jólagjafir og henda með í hvern pakka teiknaðri mynd sem sýnir fram á afbökun jólanna og jólaandans, ég ætla að reyna að láta ekki keyra á mig og setja jólagjafalista á bloggið mitt svo að fólk þurfi ekki að spyrja mig (fyrir þá sem ætla að gefa mér jólagjafir) hvað það eigi nú að gefa mér í jólagjöf.

Annars held ég að það sé kominn tími á fólk að slappa bara aðeins af og hætta að vera svona miklar sveskjur. Reyna að njóta jólanna þó svo að þau séu stutt...

Mamma... rjúpur? ég skal fórna jólagjöfinni til mín frá þér fyrir rjúpur... enítæm.

miðvikudagur, desember 01, 2004

Já... við erum öll lessur... 

Sheeeet... var að horfa á 'The L word', bara af því að ég er smá lessa inn við beinið... en við erum náttúrulega öll smá lessur inn við beinið (sem er gott). Ógeðslega kvikindislegur þáttur... en þættirnir í heild eru samt ótrúlega skemmtilegir. Ég veit það ekki... en manni býður bara við svona ofstækisfólki eins og 'Fay Buckley' í seinasta þætti var. Og hvað er með alla hina þættina á Skjá einum?!? Everybody loves Raymond og The practice sérstaklega... þar er tengdamamman alltaf ömurleg! Hrikalega leiðinleg tu**a sem maður vill bara að hverfi af yfirborði jarðarinnar útaf andstyggilegheitum alltaf hreint...
Sko... ég vill nú ekki meina að hún móðir mín sé svona... hún er nú einu sinni kölluð mamma Rokk og lýsing eins vinar míns var á þá leið: Sko, mamma mín er bara eins og ísskápur við hliðina á mömmu þinni... Köld og lokuð! HAHAHAHA... það eru nú ágætismeðmæli. Ég á tvær fyrrverandi tengdamömmur sem eru algjör snilld... algjör andstæða þessara 'she devils' (lesist skrattakjérlíngar) sem persónur þáttanna eru að túlka. Upplifun mín af tengdamömmum almennt er mjög góð... góðlegar konur sem reyna að gera allt til þess að manni finnist eins og maður sé næstumþvíbarniðþeirra.

Mér sárnaði svolítið að þessi kerling í The L word skuli hafa heitað Fay Buckley vegna þess að í lokin á þættinum spiluðu þau lag eftir Leonard Cohen sem Jeff Buckley sálugi gerði m.a. frægt þó svo að hann hafi dáið 1997. Þetta lag heitir Hallelujah. Páll Rósinkrans gerði líka sæmilega útgáfu af þessu en í höndum Jeff Buckley varð það tímalaust... ómetanlegt.
Upplýsingar um Jeff Buckley eru að finna í þessum link Kíkið á þetta og dánlódiði þessu lagi með honum Jeff Buckley - Hallelujah
(ég var nú reyndar að fara með rangt mál hér... það var Rufus Wainwright sem flytur Hallalujah í Shrek)

En svona til að gleðja mitt litla hjarta þá kíkti ég á bloggið mitt í morgun og þá var staðan á teljaranum hérna við hliðina á 7008... núna rétt rúmlega 11(23:09) er staðan 7116! Sem er ágætt... ég skal vera duglegur að blogga ef þið verðið dugleg að kvitta í kommentin ;)

Annars væri ágætt ef fólk kvittaði í kommentið hérna fyrir neðan til að sjá hverjir eru að kíkja... Upphafsstafir eru nóg frá skápalesurum sem vilja halda ædentitíinu sínu leyndu :D

This page is powered by Blogger. Isn't yours?