<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, desember 31, 2005

Reiðilestur! 

Ég vona innilega að eigandi silfurgrás Opel með bílnúmerið RZ-778 fái rakettur í rassgatið á sér í kvöld!!! Alveg óþolandi að sjá hvað fólk 'sparar' sér sporin með því að leggja í stæði fyrir fatlaða. Þessi ömurlegi bíleigandi lagði í fatlaða stæðið og á meðan kom fullorðinn maður sem var að bagsla við að reyna að koma bílnum sínum örlítið inn á bláa litinn, vippa út hjólastólnum sínum og komast í hann. Svo þegar hann var loksins kominn í hjólastólinn þá ætlaði hann ekki að komast framhjá bílunum sem var lagt svo þétt í kringum fatlaða stæðið. Ég stóð þarna og horfði á, það er rétt... ég er ekki viss um að hann hefði þegið hjálp mína. Ég veit að ég hefði ekki þegið hjálp frá neinum af því að það syði það á mér. En ég fylgdist með dágóða stund til þess að sjá hvort að bíleigandinn myndi koma því að það hefði svo verið mér að mæta. Ég hugsa að ég fari nú ekki til helvítis fyrir að lykla bílinn ekki... en hefðu verið aðeins færri á ferð þá væri ég með silfurgrátt kurl í úlpuvasanum mínum... nánar tiltekið þar sem ég geymi bíllykilinn!

Nýársheitið mitt að þessu sinni er að lykla bíla sem leggja í stæði merkt fötluðum og 'by god' ætla ég að standa við það. Þannig að hugsið um það þegar þið leggið í stæði merkt fötluðum og þið ætlið bara 'aðeins að skjótast inn... verða bara 2 mínútur' því að það er aldrei að vita nema ég sé nálægt!

Annars óska ég ykkur gleðilegs nýs árs og vona að þið hafið það sem allra best á nýju ári.

Ég er þakklátur fyrir árið sem er að líða, ég er búinn að hafa 'good times' og 'bad times' allt með fólki sem mér þykir vænt um og er kært og ég vona að stundirnar verði fleiri á komandi ári. Ég las Andrésblað um daginn þar sem Andrés var ekki búinn að gera neitt merkilegt á árinu og hann ætlaði að nota seinasta daginn á árinu til þess að afreka allt sem hann langaði til að hafa afrekað á líðandi ári. Hann lagði sig allan fram en það klikkaði hjá honum að sjálfsögðu. En Jóakim frændi, Andrésína, Mikki, Rip, Rap og Rup voru öll sammála um að hann hefði afrekað mikið á árinu... hann hefði alltaf komið þeim öllum til að hlægja. Mórall sögunnar er að sjálfsögðu sá að það þarf ekki að hafa verið eitthvað merkilegt sem maður afrekaði... heldur bara að vera sáttur við sjálfan sig og sín afrek.

Ég lít kannski yfir farinn veg fyrir ykkur eftir áramót en annars er ég ekki mikið að horfa til baka... horfi bjartsýnn fram á veg og vona innilega að ég fái tækifæri til að bitrast yfir einhverju á nýju ári :þ

Passiði bara krakkana í kvöld fyrir öllum rakettunum, sjálf ykkur og reynið að skjóta rakettum í silfurgráan Opel með númerinu RZ-778.

Lag dagsins er 'Keeping the dream alive' með 'Freiheit' sem ég hélt að Paul McCartney hefði átt... silly me?

föstudagur, desember 30, 2005

Flottur gaur 

Já, það er liðin ár og öld síðan ég bloggaði seinast... Fyrir þá sem ekki lesa bloggið hennar Karenar þá gaf ég henni sérsmíðað hálsmen eftir hönnun sem ég gerði. Ég teiknaði upp mynd sem Óttar gullsmiður í MEBA - Kringlunni breytti fyrir mig í silfurhálsmen. Geðveikt kúl!!! Svo gaf ég henni líka orginalinn innrammaðan.

En af mér er bara gott... ég er búinn að éta eins og mófó... fó sjó...

Ég fékk alveg ótrúlega margar gjafir að þessu sinni og helmingurinn var innpakkað í kassa frá Karen! Ég fékk úlpu, slopp, skyrtur, boli og svo til að toppa allt þá vann ég möndlugjöfina sem var Kvikmyndaspilið. Þannig að ég var alsettum gjöfum þegar ég fór heim á jóladag. Ég renndi eftir Karen á jóladag og hún kom heim til mömmu í hangikejétið. Amma Lilla sýndi allar sínar bitrustu hliðar og það var skemmtilegt...

Við kíktum svo við hjá Betu tengdó um kvöldið og notuðum svo restina af kvöldinu í vídjógláp. Við hlógum eins og brjálæðingar að 'The 40 year old virgin' og dóum næstum því eftir að hafa horft á 'War of the worlds' sem er líklegasta ein leiðinlegasta mynd síðari tíma!!!

Hlynur kom svo til mín 27. des og við erum búnir að skemmta okkur vel. Hann opnaði alla pakkana sem biðu eftir honum þá og það voru margar frábærar gjafir undir trénu eins og Pleisteisjon Portabúl, púsl, bíll merktur Hlyni, bók, peysa, sokkar, vekjaraklukka og margt fleira!

Jonni ætlar að kíkja á okkur í dag og við ætlum að renna með honum uppí Tónabúð þar sem hann ætlar að fjárfesta í banjói... hann er víst alveg djúpt sokkinn ofan í 'Bluegrass' mússík og verður ekki rórri fyrr en hann breytist í redneck með Washburn banjó um hálsinn!

Annars kíkti ég inn á heimasvæðið mitt hjá Háskólanum bara til þess að komast að því að ég er búinn að fá út úr prófinu! Kallinn fékk 7,5 sem er reyndar aðeins lægra en ég hafði reiknað með en ég græt þessa einkunn ekki. Þetta þýðir það að ég þarf einungis að fá 7,5 í einkunn úr BA-ritgerðinni og þá er ég útskrifaður úr BA-námi uppeldis- og menntunarfræðinnar með fyrstu einkunn!!! FLOTTUR GAUR!!!

En fyrir þá sem vilja þá skellti ég inn mynd af meninu hérna. Hvernig finnst ykkur?!?

Lag dagsins er 'Do you want to' með 'Franz Ferdinad' sem er algjör snilld.

laugardagur, desember 24, 2005

Elsku... 

allir! Gleðileg jól og farsælt komandi ár! Takk æðislega fyrir samverustundir og samskipti á árinu sem er að líða. Ég óska ykkur gleðilegra jóla og vona að þið hafið það gott yfir hátíðarnar.

Ég ætla ekki að tilgreina nein nöfn að þessu sinni þar sem ég vill ekki gleyma neinum, þó svo að það myndi líklegast ekki gerast... tæknilega séð allaveganna.

En ég hef ákveðið að gefa til líknarmála þetta árið í stað þess að senda jólakort. Ég er að hugsa um að hafa þetta fyrir reglu héðan af en ég er alls ekki að afþakka jólakort frá ykkur... mér finnst þetta bara vera sniðugara því að ef þið vitið ekki hversu vænt mér þykir um ykkur þá eigið þið jólakort hvort eð er ekki skilið! :þ

Að öllu gríni slepptu þá vill ég heldur láta gott af mér leiða og þannig að aðrir njóti þess.

En ég þakka aftur fyrir samverustundir á líðandi ári og líðandi árum og vonast til þess að eiga fleiri skemmtilegar samverustundir með ykkur elsku vinir, vandamenn og aðrir skápalesarar.

Endilega kvittið fyrir ykkur með kommenti.

Gleðileg rokk-jól

föstudagur, desember 23, 2005

Allt í jólakuski!!! 

Ég er ekki frá því að ég sé kominn í smá jólaskap... og ekki seinna vænna... það er komin Þorláksmessa og allt að gerast! Það er ekkert nema jólapakkar og jólakusk hérna heima hjá mér... ég held að það hafi aldrei verið svona jólakusklegt! :)
Ég er búinn að pakka öllu inn og afrekaði það að klára næstum því 3 rúllur einn!!!
Svo þegar ég var að pakka inn pakkanum til Karenar þá kom allt í einu lag á Winampið í tölvunni: Mariah Carey - All I Want For Christmas Is You og ég er ekki frá því að jólaskapið hafi læðst aftan að mér því ég var farinn að dilla mér með og syngja hástöfum þó svo að ég vissi að nágranninn frá Heilhveiti væri heima!

Ég er semsagt búinn að vera heví duglegur í dag, byrjaði á því í morgun að fara uppá Þjóðarbókhlöðu og vinna aðeins í ritgerðinni og svo að pakka inn... núna er ég að fara að sækja Karen í vinnuna og við ætlum að kíkja svo til Höllu frænku og Palla. Þau verða með opið hús fyrir familíuna eins og í fyrra og mig langar til að kíkja örstutt. Lóa, vinkona Karenar ætlar að kíkja svo í heimsókn á okkur í kvöld ásamt Þresti, manninum hennar og gott ef Nonni frændi og Þóra sys kíki ekki bara líka... ef fleiri vilja kíkja þá er það bara í góðu lagi :)

Annars er ágætt að vera dottinn í jólagírinn og virkilega farinn að hlakka til að borða góðan mat og opna góðar og dýrar gjafir!!! HAHAHA... segi svona.

Ég gróf smá lambakjöt til þess að hafa í gærkvöldi og í kvöld og ég hlakka til að bragða á því! Graflaxsósan hennar mömmu fylgir að sjálfsögðu þannig að það verður lostætiskvöld í kvöld.

Hlynur hefur það gott í Danmörku og hlakkar til jólanna... hann hló bara að því þegar ég spurði hann hvort að hann svæfi eitthvað á nóttunni út af spenningi... en svoleiðis er þetta bara þegar maður er krakki... og Karen :þ

Lag dagsins er All I Want For Christmas Is You með Maríu Carey...

fimmtudagur, desember 22, 2005

Urðun á úrgangi! 

Það er deginum ljósara hvað salan á Dívídí-inu hennar Sylvíu Nóttar gengur vel. BT auglýsir frítt eintak með hverju sjónvarpi sem keypt er. Sem þýðir bara eitt: BT sjá fram á það að sitja uppi með rusl og vilja urða það! Ég get ekki ímyndað mér að nokkur vilji sjá þennan viðbjóð inná heimilið frekar en úldið smjér. Ekki nóg með það heldur get ég vel ímyndað mér að það eigi hreinlega eftir að fæla viðskiptavini frá að sjá þetta kvikindi inní búðunum. En eins og með illa fengið kjöt er réttast að urða það í stað þess að gefa það þurfandi... af því að það er enginn svo þurfandi. Blindir öðlast sýn til þess að losna úr þeim kringumstæðum að hafa þessa draslrödd í eyrunum. Haltir munu ganga til þess að geta hraðað sér í burtu. Þannig að það er spurning hvort að það væri ekki réttast að gefa öllum öryrkjum og þeim sem lifa á félagslega kerfinu þetta í jólagjöf til þess að sigta út þá sem eru að svindla á ríkinu? Því að þeir sem geta hjálp sér veitt, gera það, og hinir sitja eftir í volæði og þurfa virkilega á aðstoð hins opinbera að halda. Ég sé þetta alveg fyrir mér... rúmfastan fullorðinn karlmann grátandi uppi í rúminu sínu. Jésús... eða kannski ekki svo góð hugmynd. En ég veit það að ef mér væri virkilega illa við einhvern fengi hann eintak af þessu 'low-end' skítaþáttagerð í jólagjöf. En slíkt myndi ég aldrei gera, því ég veit að þá biði mín 'heit' staða í Helvíti og sjálfur Satan yrði ekkert meira en skúringarkejéllíng við hliðina á mér!

þriðjudagur, desember 20, 2005

Rassskelltur!!! 

HAHAHA... við Svabbi fórum í pool í gær og svei mér ef Svavar hafi ekki verið rassskelltur af mér í fyrsta skipti! Ég tók hann 12 - 7 í samtals 19 leikjum og geri aðrir betur. Þetta er vel að merkja í fyrsta skipti sem ég hef betur í heildina þegar við tökum fleiri en 1 leik í einu. Auðvitað var Svabbi með afsakanir á reiðum höndum og púllaði: 'Það er nú ekki oft sem maður eignast barn' afsökunina sem er að mínu mati mjög góð og gild afsökun. Ég meina, hvernig útskýrir maður annars það að ég hafi alltaf tapað fyrir honum áður? Nú erum við semsagt búnir að stytta út það sem hefur gert mig óheppinn í pooli áður þannig að nú er þetta 'all_skillz' hjá okkur héðanífrá.

Ég er búinn að trylla Karen svo rosalega með jólagjöfinni að hún er orðin alveg tjúlluð af eftirvæntingu. Ég hefði kannski ekki átt að ganga svona langt með tryllinginn svo að maður uppskeri ekki: „Er þetta allt og sumt?!?!?“ þegar hún er loksins búin að opna pakkann! En ég held að hún verði ekki svikin :)

Það var samt ótrúlega gaman að hverfa aðeins úr raunveruleikanum í gær með Svabba. Við töluðum ekkert alltof mikið saman og ég er farinn að njóta þess ótrúlega að þegja stundum bara með vinum mínum. Annar góður vinur minn kenndi mér það. Maður sér það bara með þeim sem skipta mann miklu máli að það er nærveran sem skiptir máli, ekki gæðin (Ólismi). Annars er Svabbi búinn að vera mér mikil hjálp við að finna sjálfan mig og það er alveg ótrúlegt hvað við þekkjum hvorn annan vel. Þegar Svabbahelgarnar voru og hétu þá kom það oftar en ekki fyrir að við kláruðum setningar fyrir hvorn annan og jafnvel þurftum stundum ekkert að segja án þess að hinn vissi hvað væri í gangi. Fjársjóður....

Hlynur beibígaur var hjá okkur um helgina og hann naut þess að leika sér með umbúðirnar af jólakuskinu sem fór á jólatréð, mun meira heldur en að skreyta tréð sjálft. Hann var orðinn alveg vitlaus af spenningi og ég skil hann svo vel... mikið að gerast hjá honum greyinu. Hann flaug í dag til Danmerkur þar sem hann mun eyða jólunum með mömmu sinni, Sigfúsi, Hildi og Ara frænda. Hann kemur svo til okkar 27. des og þá verða litlu jólin hjá okkur. Það var alveg ótrúlegt að Askasleikir setti ákkúrat það í skóinn sem Hlyn langaði mest í! Hálf spúkí, af því að ég vaknaði á laugardagsmorguninn við það að ég heyrði einhvern umgang og velti mér svo á hliðina í rúminu þannig að ég snéri út á gólf og þar stóð Hlynur og hélt á einhverju með svona nývaknaður-en-með-kreisí-æs-lúkk við hliðina á rúminu!!! Mér dauðbrá og eftir á að hyggja þá hefði þetta geta verið atriði úr einhverri hryllingsmynd... en hann var bara ótrúlega 'stunned' yfir því að Stúfur (eða Stúrinn) hafði komið ósk hans á framfæri við Askasleiki. Gott sambandið á milli þeirra bræðra :)

Lag dagsins er 'Make me smile (come up and see me)' með 'Suzi Quatro' sem mér hefur ekki ennþá tekist að komast yfir með ólöglegum hætti...

sunnudagur, desember 18, 2005

Ertiggjað djóka!!! 

ÞETTA er kannski málið í jólapakkann?

eða þetta?

Merkilegt... það er hægt að skoða ýmislegt skemmtilegt á ebay...

laugardagur, desember 17, 2005

Einnota jól og Bítlarnir... 

Fengum skemmtilega heimsókn í kvöld... frá fimmta bítilnum!!! Ótrúlega skemmtileg tilviljun vegna þess að Karen var einmitt að segja okkur feðgunum frá því þegar lítil Maríubjalla leyndist með jólatrénu sem foreldrar hennar keyptu þegar hún var c.a. 10 ára. Hlynur skellti sér í sturtu og svo þegar ég kom inn til þess að olíubera hann eftir baðið (lengi lifi Weleda-vörurnar!!!) sá ég 'fimmta bítilinn' á veggnum. Það var ekkert eftir nema að mynda bítilinn og googla hann svo bara til þess að vera viss um að þetta væri ekki einhver djöfull! Þetta er víst voðalega venjuleg ladybug þannig að það er von á mikilli hamingju og gæfu á okkar heimili :) Hún flaug stuttan spöl og lenti á mér og Karen blóðroðnaði í framan því þetta á víst að tákna það, í návist konu, að þetta sé maðurinn sem kemur til með að eiga hana, gera hana að heiðvirðri konu!
Það verður að vísu ekki trúlofunarhringur í jólapakkanum hennar Karenar þessi jólin, en ég á eftir að koma með update eftir jólin... held að ég hafi komið sjálfum mér nokkuð mikið á óvart að þessu sinni varðandi jólagjöf... en það er allt önnur saga...

Við þeystumst út um allan bæ í dag og keyptum okkur lifandi jólatré og jólakusk á það. Jólakusk; seríUR, kúlur og fleira kusk kostaði okkur c.a. 2000 kall... þannig að jólatréð, kuskið á það og fóturinn kostuðu rétt rúmar 4000 krónur... þannig að það verður ekkert eytt tíma í það að tína draslið af eftir hátíðirnar... þessu verður bara hent!!! Ergo -> Einnota jól. Svona á þetta að vera... í staðinn fyrir að fylla kassa af þessu drasli og geyma þetta allt árið, þá endurnýjar maður bara að ári og þá veit maður betur hvað maður vill og hvað mann langar til að prófa. Hálf hallærislegt að standa og reyna að muna hvernig perur maður á að kaupa til að fixa gömlu seríuna og hvort að það hafi verið rauð eða græn pera sem mann vantar þegar 4 perur í poka kosta álíka mikið og ný sería...

Auk þess þá þarf maður ekki að eyða klukkutíma í að láta 100 ljósa seríu passa ofan í kassann aftur... því að það tekst ekki nema að klippa af allar snúrurnar!

Lag dagsins í dag er: Jólakusk...

Jólakusk, jólakusk, alls staðar...

Bjallan í allri sinni dýrð...


Fimmti bítillinn er/var ekki fyrirferðarmikill...






Einnota jólatréð... sem þó er lifandi og skrauti skreytt þessa stundina...


Þið sjáið kannski glitta í pakka þarna undir trénu... þetta er ekki lengi að gerast... og von á fleirum! ;)

föstudagur, desember 16, 2005

Ég vissi það alltaf... 

að Hlynur væri jólasveinn. Hann ber nafnið Nammisníkir svo með rentu að það hálfa væri nóg. Ég var að grínast um það á blogginu hjá Karen að við feðgarnir værum jólasveinar; Nammisníkir og Flotturgaur. Ég ber jólasveinanafnið Flotturgaur reyndar líka með rentu... af því að ég er flottur gaur en við feðgarnir fórum ásamt Ágústi Smára til Sýslumannsins í Reykjavík á jólaskemmtun. Karen beið þar eftir okkur og við héldum rakleitt upp á aðra hæð þar sem jólatréð stóð á miðju gólfi og ömmur og mömmur gengu og dönsuðu í kringum jólatréð með börnin í fanginu eða við hlið sér á meðan þau sungu öll jólalög í kór. Jólasveinarnir komu svo askvaðandi, að mér sýndist, frá Miklubrautinni, Stúfur í hjólbörum og Stekkjastaur að keyra hjólbörurnar.
Stúfur, sem ég er eiginlega farinn að kalla Stúrinn eftir þessa heimsókn, var fallega bitur út í mömmu sína. Grýla var víst eitthvað að 'siða' þá bræður til með teppabankara og Stúfur var svo sár að hann rændi bankaranum frá henni og ætlaði aldrei að skila honum aftur. Hann var svo bitur yfir þessarri rassskellingu að ég hreinlega stóð þarna agndofa yfir meistaratúlkun á þessu bitra hlutskipti hans í lífinu! Það kom líka í ljós þegar krakkarnir tóku eftir því að Stekkjastaur var ekki með staurfætur að hann hafði farið í bæklunaraðgerð og fengið nýja hnjáliði. Merkilegt nokk... ég velti því reyndar fyrir mér hvort að Tryggingastofnun Ríkisins greiddi þá aðgerða niður alla, eða að hluta og einnig hvort að þeir bræður væru í einhverju sjúkrasamlagi eða með sjúkra- og/eða slysatryggingu. Þarf maður þá ekki að borga skatta? eða í það minnsta að telja fram? Ég lagði nú ekki í það að spyrja en þeir hljóta að hafa fixað þetta einhvern veginn... ég myndi allaveganna ekki leggja í það að skemmta fyrir framan allt starfsfólk sýslumannsembættis og vera með eitthvað óhreint í pokahorninu... ekki nóg með alla lögfræðingana sem vinna þarna heldur væri líka hægt að taka fjárnám, eignarnám og ég-veit-ekki-hvað-nám á mann áður en maður gæti sagt: „Og hvað heitir þú, óþekka barn?“

Kom mér reyndar á óvart hvað allir krakkarnir kunna þessi lög vel og kom mér líka ótrúlega skemmtilega á óvart hvað bekkjasystkin Hlyns stóðu sig vel í dag á jólaskemmtuninni sem var haldin í bekknum hans. Þetta eru ótrúlega krúttleg börn sem stóðu sig eins og hetjur fyrir framan þrjá eða fjóra fulla bekki af foreldrum. Þau kunnu vísur alveg fram og til baka og sumum þeirra var mest í mun að koma þeim frá sér á eins stuttum tíma og hægt var!:

Segjavilégsöguafsveinunumþeim,
sembrugðusérhérforðumábæinaheim.

Þeiruppiáfjöllumsáust,einsogmargurveit,
ílangrihalarófuáleiðniðurísveit.

En það var bara krúttlegt.

Hlynur fékk semsagt nammi frá Stekkjastaur, og var meira að segja að verða svolítið súr því að hann fékk ekki slikkerí frá honum alveg strax. Svo púllaði hann Nammisníki á Stúf rétt áður en þeir kumpánar fóru. Það ríkti samt mikil kátína þegar Hlynur spurði bræðurna hátt og skýrt: „Hvar er jólakvikindið[kötturinn]?“ -„Hvar heyrðir þú þetta???“ þrumaði Stúfur á hann en það var fátt um svör og Hlynur læddist í burtu, líklegast að plotta það hvernig hann kæmist yfir meira gotterí!

Lag dagsins er: Út með jólaköttinn sem Laddi gerði ódauðlegt. Þegar maður heyrir þetta lag af vínyl, þá eru komin jól.

þriðjudagur, desember 13, 2005

Movie Quote of the Day 


Inigo Montoya: That Vizzini, he sure can *fuss*.
Fezzik: Fuss, fuss... I think he like to scream at *us*.
Inigo Montoya: Probably he means no *harm*.
Fezzik: He's really very short on *charm*.
Inigo Montoya: You have a great gift for rhyme.
Fezzik: Yes, yes, some of the time.
Vizzini: Enough of that.
Inigo Montoya: Fezzik, are there rocks ahead?
Fezzik: If there are, we all be dead.
Vizzini: No more rhymes now, I mean it.
Fezzik: Anybody want a peanut?
Vizzini: DYEEAAHHHHHH.

The Princess Bride -- 1987 (þessa mynd sá ég fyrst í barnaammæli hjá Steina Hannesar Þorsteins... ég er búinn að sjá hana mjög oft síðan þá...
Lög dagsins eru lögin úr The Princess Bride... Mark Knopfler (úr Dire Straits) samdi tónlistina...

Krúsí... 

Þrældómur er ekki bara mennskt fyrirbæri:


Nýjasta heimildamyndin hans Moore?


Friðarviðræður Wild-West-style... Minnir mig á Led Zeppelin plötuna 'How the West was won':

mánudagur, desember 12, 2005

Þriðji í hlaðborðsáti... 

var í gær hjá okkur kærustuparinu. Úff... þetta verða erfið jól held ég, ég er búinn að passa mig að borða ekkert sem verður á boðstólnum um jólin þetta árið þannig að 'so much food, so little time' á vel við.
Við fórum á jólahlaðborð á Hótel Borg á þarseinasta föstudag og það var vægast sagt skrautlegt. Við þurftum að bíða í rúma 2 tíma eftir því að KOMAST AÐ hlaðborðinu, maður var ekki af rétta kyninu til þess að fá afgreiðslu á barnum, barþjónninn kunni ekki á posann, kona datt Á hlaðborðið og þurfti að skipta út hluta af því, önnur dó brennivínsdauða fram á borðið sem hún sat við eftir að hafa rænt öllum snöfsunum í seilingarfjarlægð af sínu borði, ældi út um allt og var borin út 'kartöflu-poka-style', kona fyrir aftan mig varð svo drukkin að ég beið eftir að fá diskinn hennar yfir bakið á mér (sem gerðist reyndar ekki, stór plús við kvöldið). Þarna voru fulltrúar eldri borgara... eða réttara sagt: Fyrstu borgara (í lífinu), fulltrúi skeggjaðra kvenna og fulltrúi biturra framreiðslumanna. Ég fékk þó fríkeypis bjór fyrir biðlundina og ég held að ég geti með sanni sagt að það sé eitt lélegasta tímakaup sem ég hef komist í kynni við... eða c.a. 100 krónur á tímann miðað við heildsöluverð. Ég fékk meira að segja meira á tímann þegar ég vann fyrir ekki neitt einu sinni... Semsagt vægast sagt skrautlegt kvöld. Það var reyndar huggulegt að hafa Margrét Eir í eigin persónu að syngja yfir borðhaldinu... það var það skásta við kvöldið held ég.

Með tilheyrandi hálsbólgu skellti ég mér í prófið á fimmtudaginn sem gekk alveg ágætlega held ég, c.a. 8-9 í einkunn... það á reyndar eftir að koma í ljós síðar... en sökum líkamlegs krankleika ákvað ég að taka því rólega á föstudaginn. Nonni frændi kom á fimmtudagskvöldið og fixaði tölvuna mína af því að hún tók upp á því á miðvikudaginn að deyja hægum og kvalarfullum dauðdaga (fyrir mig). Föstudagurinn fór í 'opperation recouperating' eða að endurheimta fyrri lífskrafta. Við púlluðum 'all_nighter' og vöknuðum ekki fyrr en um 11 á laugardeginum... útsofin í fyrsta skipti í mánuð og geri aðrir betur!

Renndum svo uppá Skaga til þess að vera viðstödd jólahlaðborð nr. 2 á vegum D-vaktarinnar hjá Norðuráli. Það var haldið á Breiðinni og var hún móðir mín, blessunin, búin að vara okkur við því að borðhaldið hafi gengið hálf brösulega helgina áður. Það gekk nú reyndar snuðrulaust fyrir sig og það var tær snilld að bragða á kengúrukjötinu sem var búið að grafa og það kom einstaklega vel út með fennelinu sem spilaði lykilhlutverk í graf-kryddinu. Það var náttúrulega ekki við öðru að búast að þetta væri snilld þar sem að Gunni HÓ var annar kokkanna sem sá um jólahlaðborðið... hann er með eindæmum fær í eldhúsinu (sem ég hef kynnst að eigin raun) og alveg frábært að komast í svona kræsingar. Mamma er alltaf voðalega stolt af honum þó svo að hún hafi nú gefið honum 3 í einkunn eitthvert skiptið og það er kannski þessvegna sem hann er svona góður kokkur... af því að hann er alltaf að reyna að bæta þá einkunn sem hann fékk :þ
Hann á samt sem áður eftir að prófa graflaxinn hjá mömmu og ég veit að hann verður ekki svikinn af honum. En uppskriftin hjá mömmu er heimsklassauppskrift og ég held að ég hafi ekki fengið mér graflax annars staðar sjálfviljugur síðan í útskriftarveislu á síðustu öld! HANANÚ!

Við forðuðum okkur yfir á Café Mörk sem heitir nú Litla Pólland og þar mætti manni skrýtið safn af körlum með skrýtnar hormottur, fátækan tískusmekk og einstaklega örvæntingarfullar tilraunir til þess að komast yfir kvenfólk. Ég hef sjaldan lent í því að jafn dónalega hafi verið horft á förunaut minn sem er reyndar bara skiljanlegt þar sem að frk. Ulrich er alveg einstaklega sexý gella. Hún sló hormotturnar af sér eins og mýflugur á sólríkum degi og var alveg laus við bit.

En fyrir utan nokkra sæta og skemmtilega einstaklinga (og okkur auðvitað) sem við þekktum og þekktu okkur þá var þarna greinilega árshátíð ljóta fólksins. Uppskeruhátíðin verður líklegast ekki haldin í bráð þar sem að þeir sem sá ekki, uppskera ekki. Survival-of-the-fittest.com :þ

Í gærkvöld var svo jólahlaðborð í boði Iceland Spa & Fitness sem var haldið á Cafe Operu; downtown Reykjavik. Þetta var skemmtilegt kvöld með skemmtilegum stelpum og orð kvöldsins er án efa: skonsa. But that's for me to know and for you to find out. Karen greyið var samt mjög óheppin með eftirrétt eins og kvöldið áður, en það er aldrei að vita hvað bíður hennar í kvöld þegar hún kemur heim að loknum lögnum og erfiðum vinnudegi ;)

Lag dagsins í dag er 'The ballad of Lucy Jordan' með Marianne Faithful. Flott lag, flott rödd.

sunnudagur, desember 11, 2005

Bitri backstabber! 

Heyrði skemmtilega sögu í gær. Hitti kunningja minn sem sagði mér frá samtali sem hann átti við mjög bitran backstabber. Mér finnst þetta ótrúlega fyndið af því að þessi bitra sem ég er að 'púlla' hérna á blogginu mínu er svo mikið grín að hún hljómar eins og krúttlegt ævintýri í samanburði við bitruna hjá backstabbernum. Þetta er ótrúlega fyndið af því að ég er búinn að gera miklu meira heldur en af mér er ætlast fyrir þennan backstabber og þetta eru þakkirnar. En svona er þetta stundum í lífinu... að fólk þarf að níða annað fólk á bak við það til þess að hefja sjálft sig upp. Þetta er nú reyndar ekki í fyrsta skipti sem ég heyri þetta um mig frá þessum backstabber, né um annað fólk þannig að þetta er komið langt frá því að vera einhver random tilviljun.

Það fyndnasta við þetta var að kunningi minn var alveg viss í sinni sök í þessu samtali þannig að sannleikurinn kom í ljós þegar haldið var áfram að sverta og svívirða nafnið mitt með lygum og drasli. Við hlógum að þessu saman og gerðum eins og margir aðrir... vorkenndum. Svona fólk finnur sig kannski seinna meir í lífinu knúið til þess að biðjast afsökunnar en stundum ekki. Og af tvennu illu þá held ég að það verði skárra fyrir þennan backstabber að taka þetta með sér í gröfina án þess að fatta að nokkuð rangt hafi verið gjört, frekar heldur en að taka þetta með sér í gröfina og hafa aldrei púllað afsökunarbeiðnina af því að skömmin hafi verið svo mikil.

Þetta er frekar harðyrt hjá mér, ég veit, en ef ég á eitthvað ekki skilið í lífinu þá er það 'trash-talk' þaðan. Ég hef ekki hugmynd hvort að þessi einstaklingur lesi bloggið mitt, en ég er hreinlega vongóður um að svo sé því þá kannski hrindir það einhverjum hugrenningum af stað frekar heldur en að auka á bitruna.

Mér finnst samt fyndið hvað þetta kemur alltaf fljótt til mín sem segir bara það hversu mikla 'trú' fólk setur í það sem það heyrir. Alltaf leiðinlegt að heyra eitthvað um sjálfan sig sem stenst ekki og sérstaklega þegar einhver bitra er í gangi sem maður veit ekki af hverju er til staðar. Fyrir utan það hvað þetta er lýjandi fyrir sálartetrið að vanda sig við að bitrast út í einhvern.

Lag dagsins er 'I'm so bitter' með 'The wankers'.

miðvikudagur, desember 07, 2005

Hjálpi mér allir heilagir... 

ég verð netlaus í c.a. dag og ég er að farast úr stressi yfir því :þ

Allaveganna... ef þið voruð ekki búin að tuffa... þá er tækifærið núna.

Don't give me evils!!! 

Leit á Kvikindið áðan og hann gaf mér 'evils' eins og Vicky Pollard er alltaf að tala um... Hann er svo geðveikt skítugur greyið að það hálfa væri nóg.
Nenni ekki að blogga frekar en fyrri daginn núna og nenni ekki heldur að læra, EN þar sem ég er ótrúlega klár gaur ætla ég að læra samt vel og vandlega fyrir prófið á morgun. Ég get ekki farið að missa niður 9,1 meðaleinkunnina mína útaf einhverju drasli... ójá, prófveikindin er komin... ótrúlega fyndið af því að ég var að segja við Eyrúnu (sem á inni hjá mér einn greiða) að ég myndi líklegast sleppa við prófflensuna að þessu sinni þar sem ég væri ekkert kvíðinn fyrir prófið.

Hello sickness my I old friend,
you've come to talk to me again.
(með lagi Símons og Garfönk-meistarans)

Eníhú................. (löng bið) .........

Þetta var nú ánægjulegt... KBbanki var að hringja í mig og þau eru að bæta kjör mín hjá bankanum mínum! Lægri innlánsvexti og lægri vexti á yfirdráttarheimild... Helga mín, þú lætur mig bara vita ;)
Ánægjulegt, vissulega og svo þar að auki þá bíður mín gjöf og allt uppá Skaga í KBbanka.

Við Karen vorum einmitt að ræða þetta um daginn að nú eru allir bankarnir að keppast við að bjóða bestu kjörin og aldrei fær maður neitt fyrir að vera tryggur... ég er búinn að vera með mín viðskipti hjá KBbanka frá því að ég var krakki fyrir utan einhver 2 ár þegar ég var í UK-17 hjá Íslandsbanka. Þetta er svona líka með OgVoddafokk... að þeir geti ekki gert manni almennilegan díl... eða síma með afslætti þegar maður þarf að endurnýja... bara svona til að halda viðskiptavinum... ótrúlega spez.

En allaveganna... nú er ég ótrúlega glaður... og langar til að eyða pening... hahaha... djók... en er farinn að læra... endilega 'tuffiði' í kommentin hjá mér :)

Set hérna mynd af Kvikindinu 'giving me evils':


Lag dagsins er 'Piece of shit car, but my bank loves me' með 'The Shareholders' sem er hvítflibbaband frá BNA, nánar tiltekið Veggstræti (Wall street).

fimmtudagur, desember 01, 2005

Must see... 

http://dopey.de/pics/suicidebunny/

Sejetturinn! 


Ofar mínum skilningi? 

Ég var að fá einkunn úr SPSS-hlutanum sem ég skrifaði um, bitur, um daginn... ég er ekki svo bitur eftir að hafa fengið þessa einkunn... þar sem að hún var 9,5 TAKK OG BLESS! Það þýðir að ég er kominn með 8,67 fyrir 15% og 9,5 fyrir önnur 15% og þá er bara 70% lokapróf eftir. En það er deginum ljósara, á þessari einkunn, að skilningur minn á efninu er ekki mikill... EÐA þá að ég skil þetta svo vel að það er farið að vefjast fyrir mér!

Það er nóg fyrir mig, tæknilega séð, að fá 4,75 á lokaprófinu en þar sem metnaður minn er í botni eftir þessar frábæru einkunnir og sæmilegan skilning á efninu ætla ég að setja markið á 9. Ég held að það sé raunhæf krafa... auk þess verð ég ekki svekktur ef ég fæ ekki nema 9 úr því ;)

En ég held að ég verði að taka undir orð Nínu frænku sem sagði við mömmu Rokk um daginn að henni hefði gengið svo vel af því að hún væri með svo góða kennara! Ekkert henni sjálfri að þakka :þ
Jón Gunnar Bernburg er náttúrulega snillingur og ég hugsa að hann hafi bjargað mörgum mannslífum með snilldarkennslu.

Eníhú... lag dagsins í dag er Beautiful day með ÞérLíka (eða betur þekktir sem U2). Skil samt ekki af hverju ÞérLíka/Þúlíka hefur ekki fest við hljómsveitina U2 í daglegu tali þar sem ofuráhersla Íslendinga til að þýða allt er í algleymingi... Sjá t.d. Bítlarnir, sem er btw kolröng þýðing á orðinu The Beatles (Bjöllurnar)... en svo verður náttúrulega líka að minnast á vangetu til þess að þýða orð sem eru flókin, eins og bachelor...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?