<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, febrúar 27, 2006

Hann á útskrift í dag... 

Útskriftarveislan og partýið voru alveg æðisleg skemmtun í alla staði. Fékk eiginlega alla fjölskylduna í kaffiveislu og eiginlega alla af mínum bestu vinum í partýið um kvöldið. Til að gera langa sögu stutta þá var ég einhvern tímann búinn að reifa hugmyndir Jonna um nám mitt á sínum tíma hérna á blogginu. Jonni stóð fast í þeirri trú að ég væri að læra að vera kona... einfaldlega af því að ég væri í uppeldis- og menntunarfræði. Þessi umræða spratt reyndar upp í kringum byrjun náms míns þegar ég sat kúrs í kynjafræðinni og var að tileinka mér feminískt sjónarmið. Í partýinu fékk ég svo rós og rauðvín frá Jonna og Villa, rauðvínið fyrir karlinn í mér og rósina fyrir konuna í mér. Svo kom aðalgjöfin frá þeim: lag! Frumsamið lag eftir þá félaga sem þeir fluttu fyrir mig og aðra gesti partýsins. Lagið er svona:
Hann á útskrift í dag,
hann á útskrift í dag,
hann Óli á útskrift,
hann á útskrift í dag.

Hann er kona í dag,
hann er kona í dag,
hann Óli er kona,
hann er kona í dag.

Æðislegur pakki!!! Gráti næst þakkaði ég kærlega fyrir mig og allir hlógu.
En ég fékk ótrúlega mikið af æðislegum pökkum; grill, inneign hjá IcelandExpress, inneign hjá Tónastöðinni, You-likeh-deh-pepfper-stauk o.fl. En mest þótti mér vænt um að sjá allt þetta fólk og að þau skulu hafa fagnað með mér þessum áfanga í lífinu!

Það er skemmst frá því að segja að ég 'lagði' mig snemma Í partýinu og næstum því 2 bjórkútar kláruðust ofan í 20 manns!!! Það var mikið sungið, spjallað og einnig rifist og grátið... þetta var semsagt keppnis-partý!

En lífið heldur áfram og við skötuhjúin erum næstum því búin að koma okkur fyrir á nýjum stað.

Ég er ótrúlega hamingjusamur og þakklátur í dag, þreyttur og lúinn... flutningur á verkefni á morgun, próf á fimmtudaginn og allt að gerast... ég ætla samt að reyna að koma öllu því sem þarf að gera í dag í verk í dag... svo þarf maður að byrja að læra fyrir próf.

Takk fyrir mig allir og lifið heil. Lag dagsins er Thank you með Led Zeppelin

laugardagur, febrúar 25, 2006

Uppeldis- og menntunarfræðingur! 

Já, kæru lesendur, tók við plagginu áðan fyrir framan Frú Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands og Herra Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands. Hlynur og Karen voru að sjálfsögðu viðstödd mér til trausts og halds.
Í dag fagna ég.

Lag dagsins er bara random af því að ég er ekki með neitt on the top of my head ákkúrat núna.

Í dag beibí... Í dag... 

útskrifast ég sem uppeldis- og menntunarfræðingur!!! Flooooottttttur gaur!!! Ég er með smá fiðrildi í maganum verð ég að viðurkenna. Ég fékk útskriftargjöf í gærkvöldi frá kærustunni minni. Hún hafði stolið minnislyklinum mínum, farið með ritgerðina mína og látið binda hana inn, svona keppnis, þannig að ritgerðin mín er eins og bók! MY FIRST BOOK!!! :þ Ótrúlega flott gjöf. Ég er ótrúlega uppi með mér yfir þessu eintaki og það verður notað til þess að kynna ritgerðina í kaffinu á morgun og svona.

Mamm'erenn í eld'úsinu eikkvað a fástvið mat... Mamma krúttí hringdi í mig á fimmtudaginn... í einhverjum panik yfir kaffinu/veislunni sem verður haldin á Jörundarholtinu seinna í dag. Við skiptum með okkur veisluföngunum, þ.e. mamma sér um allar kræsingarnar, skaffar húsið og ég kem þangað með hálfa ættina, brauðrétti og sting svo af! Flottur gaur... Ég er samt ótrúlega ánægður að hún sé til í að hafa þetta hjá sér og eins og Karen myndi orða það þá fær hún bókað plús í kladdan hjá Guði fyrir vikið. Ég er samt ótrúlega auðmjúkur gagnvart þessari útskrift... það er kannski vegna þess að ég er ennþá í námi og ekki hættur í skólanum. Mér finnst þessi áfangi ótrúlega mínimalískur en það sekkur kannski betur inn þegar ég tek við plagginu í dag. Ég er allur með hugann við M.Ed. námið mitt núna, kominn með góða hugmynd að verkefni og allur að spennast upp út af stressi fyrir það :þ segi svona... ég hlakka ótrúlega til þegar ég klára masterinn... þá ætla ég að hafa MEGA-veislu og hafa hljónst og svona (sem ég verð náttúrulega í...). En það kemur seinna.

Hlynur er alveg klikkað flottur með hanakambinn og við feðgarnir verðum flottir saman á morgun. Guðný Guðbjörns, kennari, var einmitt að ræða um það um daginn í tíma að það væri núna samfélagslega viðurkennt fyrir karlmenn að klæðast bleiku; bleikri skyrtu, bleiku bindi, bleikum bol o.s.frv. á þeim forsendum að þeir karlmenn væri með 'sterka kynímynd' og það er gaman að hugsa til þess að Hlynur sér allt í bleiku núna, ég verð í bleiku á morgun og sonurinn með hanakamb. Hlynur valdi klósettbursta í Húsasmiðjunni hjá Svabba í dag - bleikan, og svo bað hann mig um að kaupa fyrir sig nýtt handklæði - bleikt, af því að handklæðið 'hans' væri orðið svo slitið eftir þurrkarann. Þess til gamans má geta að ég spurði Hlyn í dag, í algjöru sakleysi, hvað karlmennska væri.
É: Hlynur, hvað er karlmennska?
H: Uhh... menn?
É: Já, hvernig menn?
H: Kvenmenn?

Ég beit í vörina á mér til þess að hlægja ekki.
Við fórum svo í Ikea og keyptum nýtt rúm fyrir pönkarann litla. Hann er nú eiginlega með aðeins of dýran smekk fyrir mig þessi drengur (eins og er) en komst loks að niðurstöðu með rúm og var ótrúlega miður sín þegar hann hélt að rúmið kæmi ekki fyrr en að hann væri sofnaður. Hann var reyndar alveg kominn á það að það væri algjör snilld að sofa í sófanum af því að það væri svo notalegt að hafa sófann, stofuna og sjónvarpið út af fyrir sig í fyrramálið. Rúmið var sent heim og kom um 8 þannig að við náðum að skella fótunum undir, fara í sturtu og príla uppí nýja rúmið fyrir 9 þannig að það var allt í góðum gír. Hann sefur svo núna eins og engill, á sínu græna. Þetta er nefnilega kosturinn við að vera kominn í 'stærra'... en það er ákvæðin fjölskyldustemning hérna hjá okkur á Eggertsgötunni... með þrjár broskallablöðrur í glugganum í mismunandi stærð (til þess að tákna hvert okkar) og tvö rúm í sitthvorum hlutanum í svefnherberginu. Þetta er bara eins og það var þegar torfþökin voru ennþá í tísku, þó svo að margt annað hafi breyst síðan þá :þ

Allaveganna... þá vill ég benda glöggum lesendum á að þessi póstur er skrifaður eftir miðnætti aðfararnótt laugardagsins 25. feb. og þess vegna er hann ýmist í þátíð, nútíð eða framtíð... þið skiljið... ég nenni bara ekki að breyta þessu að svo stöddu.

En ég held að þetta sé nóg fyrir ykkur í bili. Ég er líka frekar aumur í puttunum og höndunum eftir öll þrifin undanfarna daga. Þóra systir hjálpaði mér eiginlega ein með mestalla flutningana yfir og ég verð nú bara að segja að þrautsegja og styrkur hennar kemur mér endalaust á óvart. Hún þreif eiginlega nýju íbúðina ein síns liðs (já, það þurfti að þrífa hana eftir að eigandinn skilaði henni af því að það var ótrúlega crappy gert) og svo bar hún c.a. helminginn á móti mér yfir. Karen létti svo verkið þegar hún kom úr vinnunni og Nonni kom svo að loknu prófi og tók 3 ferðir :) Margar hendur vinna stórt verk í færri handtökum (Ólismi). Allaveganna. Ég bið að heilsa ykkur og bið ykkur vel að lifa í framtíðinni með einn enn brjálæðinginn til þess að 'hræra' í börnunum ykkar ;)
Rokkarinn kveður í bili, takk fyrir þolinmæðina.

Lag dagsins er It Ain't Over 'til It's Over með Lenny Kravitz og ég stimpla mig inn á morgun til að láta ykkur vita þegar ég er kominn með pappírinn í hendurnar ;)

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Dagur verstu þjónustu... 

er GREINILEGA í dag!!! Ekki nóg með að ég hafi þurft að keyra út á Akranes í '27 metrum á sekúndu Norð-Austanátt og 42metrarásekúnduívindkviðum' þá lenti ég í allra verstu þjónustu ever í KBbanka á Akranesi. Þeim verður að sjálfsögðu fyrirgefið svo lengi sem að þetta kemur aldrei fyrir aftur... En EUROCARD!!! OMFG!!! Ætti frekar að heita CRAPPYCARD eða PUNK-ASS-BITCH-CRAPPYCARD!!! Ég ætla svoleiðis að segja minni þjónustu upp hjá þeim og hætta þar af leiðandi að styrkja Montoya áfram í Formúlunni. Mér hefur bara aldrei verið mætt með svona miklum hroka og dónaskap frá einu fyrirtæki og ég ætla svoleiðis... svoleiðis... að hætta viðskiptum mínum þar og blogga á hverjum degi (í að minnsta kosti mánuð) um hvað þetta er mikið drasl fyrirtæki!!! Visa-beibí... here I come! :) Betra að vera með Visa-endalaust heldur en Burocrap!!! Shit hvað ég er fokkins brjálaður. Allavegann... ég fór með bílinn í smurningu hjá Smur og viðgerðarþjónustan ehf, Hyrjarhöfða 8, 110 Reykjavík og ég er ekki frá því að ég hafi fengið ódýrustu smurninguna í Reykjavík 'since the beginning of time'... Fer þangað aftur.

Eníhú... Lag dagsins er Eurocard sucks ass með draslbandinu Pass

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Veirusýking... 

man... ég hélt að ég væri ótrúlega heppinn af því að ég var ekki búinn að veikjast þegar ég skilaði af mér ritgerðinni. En það er þannig hjá mér að kroppurinn heldur sér gangandi þangað til eftir próf eða einhvern álíka stress-mikinn 'faktor' og fer svo á 'suspend' þegar það er yfirstigið og ég ligg í veikindum í eina til þrjár vikur á eftir. Þessu er ekkert öðruvísi farið í þetta skiptið nema hvað að ég er eiginlega búinn að liggja síðan ég fékk einkunnina á föstudaginn. Ég fór til læknis í dag og komst að því að þetta er veirusýking þannig að ég verð bara að bíða hana af mér. Það kom ekki einu sinni til umræðu um að ég fengi sýklalyf... en ég held að þetta sé að hjaðna. Búinn að vera DEATH veikur og sjaldan langað eins mikið til að halda heilsunni. En Karen er búin að vera mér til halds og trausts í veikindunum og liggja sjálf. Hún er búin að stjana við mig eins og ég væri við grafarbakkann... það er kannski það sem liggur að baki?!? Á bágt með því að trúa því samt þar sem að ég var að komast að því að sumartekjurnar mínar frá því í fyrra skertu námslánin mín um rúmlega fjórðung!!! Haldiði að það sé?!?!?!? Bara af því að ég get og nenni að vinna fyrir mér þá er mér refsað. Maður hefði haldið að það fólk sem þjénar mest yfir sumarið ætti í litlum vandræðum með að vinna sér inn tekjur til þess að borga af lánunum síðar meir en NEI!!! Auðvitað ætti maður að hafa þeim mun meiri tekjuafgang fyrir skólaárið þegar maður er kominn í hærri tekjur... en þegar maður er með stórhættulegt áhugamál eins og gítar- og magnarasöfnun þá er ekki til eitthvað sem kallast 'tekjuafgangur' :þ
Næsti 'draumagítarinn' er Amerískur Fender Telecaster, nánar tiltekið 60 ára afmælisútgáfa. Klikkað flottur eins og sést á myndinni...

En þessi er á litlar 100 krónur þannig að hann verður að bíða aðeins. Þeir verða seldir til loka þess árs þannig að það er eins gott að maður safni sér í sumar eða fái feitan tjékka frá skattinum...
Allaveganna... mig langaði bara til að láta ykkur vita að ég er á lífi þó að lífsmarkið sé ekki mikið þessa dagana en mér leiðist ekki þegar frk. Ulrich er líka heima. Við erum hálfnuð í gegnum DVD-safnið (í stafrófsröð) þannig að það er bara gaman hjá okkur. Ég læt betur í mér heyra þegar ég verð kominn almennilega á ról.
Until we meet again!

Lag dagsins er Sick of excuses með Dead Sea Apple

föstudagur, febrúar 10, 2006

Rokkarinn Ulrich, uppeldis- og menntunarfræðingur... 

jább... einkunnirnar komnar í hús. Fékk 8 fyrir BA-ritgerðina og 8 fyrir sérefnisritgerðina þannig að ég útskrifast með fyrstu einkunn úr uppeldis- og menntunarfræðinni við Háskóla Íslands þann 25. febrúar næstkomandi! Ekkert smá ánægður að þetta er loksins yfirstaðið og ég get farið að einbeita mér að mastersnáminu mínu.
Ég vill meina að þessi BA gráða sé sambærileg brúna beltinu í karate þannig að það svarta er í sjónmáli :)

Með bestu kveðju,
Óli Örn Atlason,
uppeldis- og menntunarfræðingur

LIFI ROKKIÐ!!!

Ekkert 

ennþá...

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Tomorrow, tomorrow, I'll get it tomorrow... 

hljómaði 'lagið' úr Annie... kannski ekki alveg eins en hey... en ég fæ einkunn fyrir BA-ritgerðina mína á morgun. Ég var að komast að þessu og ég er að fara á/úr límíngunum ef það er hægt... Nú er ég bókstaflega að springa... en ég þarf að bíða allaveganna fram til hádegis. Það verður gaman að fá loksins að vita hvort að ég sé í fullu MA-námi eður ei. Staðan er allaveganna sú að ef ég fæ lægra en 7 fyrir BA ritgerðina þá get ég ekki haldið áfram í MA-náminu af því að þá verð ég ekki lengur með fyrstu einkunn... en svona er þetta bara... you win some you lose some. Fer að sækja Hlyn í hádeginu á morgun þannig að ég verð vonandi kominn með tölur fyrir 12. Ef ekki þá hendi ég þeim inn um leið og ég sé þær.
Komah svoh... krossa fingur og hughreysta! Allir... líka skápalesarar!!!

Við fáum líka nýju íbúðina afhenta 21. febrúar... þannig að þá verðum við komin með 58 fermetra í staðin fyrir 36... sem er nokkuð mikill munur... + geymslu þannig að nú þarf ég að gera upp við mig hvort ég vilji hafa gítarana uppí hjá mér eða Karen. HAHAHAHA... djók... auðvitað vel ég gítarana... eða hvað??? Ég segi svona. Til þess að fyrirbyggja allan misskilning þá vel ég að sjálfsögðu Karen til að hafa uppí hjá mér og kannski ég nái að hafa 3 í íbúðinni og restina niðrí geymslu...

Næla dauðans... 

4 störf sem að ég hef unnið
Trésmiður, álkall, forvarnarfulltrúi og pizzubakari

4 bíómyndir sem ég get ekki hætt að horfa á
Kill Bill, So I married an axe murderer, Tommy Boy, I am Sam

4 staðir sem ég hef búið
Akranes, Borgarfjörður, Reykjavík

4 sjónvarpsþættir sem ég elska að horfa á
The O.C., Little Britain, Threshold, How clean is your house?

4 staðir ég hef verið í fríi á
Benedorm, Florida, Sydney, London

4 vefsíður sem ég skoða daglega
www.rokkidlifir.blogspot.com, www.karenulrich.blogspot.com, www.hugi.is/hljodfaeri, www.hi.is

4 besti maturinn
Rjúpur, Kjúklingabringur Óla'style, Humar, Graflax

4 staðir sem ég vildi vera á núna
Á tónleikum með Pink Floyd, á Woodstock '69, sólarströnd með Hlyni og Karen, í USA með Hlyni og Karen að versla hljóðfæri :)

4 bloggarar sem ég næli
Helga, Þóra, Mamma og Dúdda. Komah svohhh!!!

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Búinn!!! 

Sótti ritgerðina áðan, sjóðheita úr prentun. Búinn að skila og byrjaður að bíða. Fer á skrifstofu Stúdentagarða á eftir til þess að fá að vita hvenær við megum flytja. Sjibbýýýý!!!!!

mánudagur, febrúar 06, 2006

She's out of our haaaaaaaaaaands... 

svo ég vitni nú í Monsters Inc. en Mike Wazowski söng þetta í lokin þegar leikrit þeirra Sully var sett upp. Það er virkilega góð mynd og heppnaðist meira að segja að þýða hana... en enska útgáfan er 10 sinnum betri.
Ritgerðin er semsagt farin úr mínum höndum í prentun og verður sótt í fyrramálið og skilað sjóðandi heitri. Þá hefst biðin og fyrri hlutinn núna semsagt.

Ég sef svefni hinna réttlátu seinna... en ég er virkilega farinn að hlakka til að fá Hlyn núna. Loksins get ég farið að sinna honum 101% án þess að vera að hugsa um eitthvað annað. Það er ótrúlegt hvað það stelur frá manni orku að vera með eitthvað annað á heilanum. Þannig að það verður quality-time um helgina næstu... kannski í seinasta skiptið sem hann kemur í Eggertsgötu 16/204... hver veit? Ég veit eftir nokkra daga.

Lag dagsins er ennþá I got you (I feel good) með James Brown.

Þáttaskil/Lokaskil 

Jæja... klukkan er að nálgast óðfluga 5 á mánudagsmorgni. Ég er búinn að sitja sæmilega sveittur yfir ritgerðinni í nótt til þess að fara yfir stafsetningu og málfar. Ég er náttúrulega ekki fullkominn... en ritgerðin er það :þ hvað varðar stafsetningu og málfar að minnsta kosti. Svo verður restin bara að koma í ljós. Ég er búinn að gera minniháttar breytingar á ritgerðinni frá því fyrir helgi og nú er bara að krossa fingurna og vona að ég fái einkunn á næstunni. Ég ætla að trítla með usb-minnislykilinn minn út í Háskólafjölritun klukkan 9 og panta mér 3 eintök af ritgerðinni. Guðný Guðbjörnsdóttir leiðbeinandi minn fær eitt eintak, Þjóðarbókhlaðan eitt og einu ætla ég að halda eftir handa sjálfum mér.

Annars var helgin MJÖG skemmtileg en erfið. Helgin byrjaði á föstudag með því að fylla bílinn af gíturum, gítardóti og fötum til skiptana. Við vorum rétt búnir að stilla upp áður en við byrjuðum að spila. Við erum semsagt tríóið Nó-Pí; Óli Atla (ég) á gítar/söngur, Villi Magg á djembe/söngur og Tobbi á bassa. Villi var veikur á föstudaginn og söng því ekki með mér að þessu sinni en að staðaldri raddar hann í nær flestum lögum. Tobbi gerði dúettinn að tríói sem að mínu mati er alveg frábær viðbót. Við spiluðum í 3 tíma fyrir fullu húsi á Café Mörk og dansgólfið var fullt rúmlega seinasta klukkutímann með tilheyrandi 'dans-á-nótnastandinn', 'míkrafónn-í-tennurnar' og 'strákar-þið-eruð-æðislegir, getið-þið-spilað-blús?' stemningu. Þetta var mjög gaman og það var gaman að heyra að eldra fólkið sem var þarna (50+) fannst þetta einmitt vera eitthvað sem þurfti. Við erum náttúrulega að spila mikið gamalt rokk og ról sem að flestir hverjir (sem hafa aldur til að sækja pöbb) hafa heyrt áður. Sveittir og þreyttir vorum við búnir að róta um 4 leytið og þá var stokkið út í næstu sjoppu til að fá sér hammara með ananas! Mmmmmmm!!!

Laugardagurinn byrjaði svo að fullri alvöru um þrjú leytið þegar hljómsveit Tónlistarklúbbs Norðuráls: 'Vaktin' byrjaði að róta fyrir giggið um kvöldið. Sviðið uppí Miðgarði er svo skemmtilegt að það er með svona ramma sem étur upp allt sánd af sviðinu þannig að það bitnaði svolítið á okkur að vera ekki með nægilegt mónítor sánd uppá sviðinu... en fokkitt... það komst allt til skila. Við spiluðum ekki mjög lengi og var ég bara guðslifandifeginnaðkomastloksinsuppírúm. Við kærustuparið vorum komin uppí rúm um 3 og næstum því í seinasta lagi af því að við fórum í skírn í gær þar sem Ingþór Jón fékk lögformlegt invi'tasjón í kristið samfélag. Svabbi og Þórey, stoltir foreldrar, voru með flotta veislu sem við stoppuðum í í stutta stund til þess að bera litla kút augum og samgleðjast þeim með nafngiftina.

Helginni lauk svo með pítsusukki, kjúklingavængjum og kóki (bara til að toppa allt), smá vídejóglápi og ritgerðarvinnslu. Ég vill sérstaklega taka það fram að The Dukes of Hazzard kom mér þægilega á óvart og ég held að ég hafi bara ekki hlegið svona mikið af einni kvikmynd í langan tíma! En ég hef náttúrulega kannski ekki mikið verið að horfa á þannig tegund af kvikmyndum upp á síðkastið... The Hostel, The Island, The Cronicles of Narnia... Gaman samt að horfa á þessa vitleysu. Ég mæli alveg með henni.

En beibís... ég ætla að loka öðru auganum í nokkra tíma og sofa svefni hinna réttlátu þegar ég er búinn að skila ritgerðinni. Svo þarf maður bara að fara pakka bráðum :) Kvíður samt fyrir því að fara í svona stórt rými :/ af því að geymslan sem við fáum er í kjallaranum. Allur geymslumaturinn minn er svo ómissandi... spurning um að hafa bara drasl-/geymsluhorn í stofunni? :þ HAHAHA... neinei, ég púlla bara 'Allt-í-drasli' á þetta og hendi þessu sem er orðið gamalt. Ef ég get...

Lag dagsins í dag er I got you (I feel good) með meistara James Brown.

föstudagur, febrúar 03, 2006

Ekkert flókið... 

Mæta bara á Mörkina í kvöld!!!!!!!!

Nó-Pí bloggið

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Hér er hreinlega allt að gerast!!!!! 

Ég get svarið það... ég held að mpqqsan hérna við hliðin á mér sé gengin út! Þó ég vilji ekki bendla skort hennar af 'innilegheitum' við einstakling af gagnstæðu kyni (eða sama kyni for that matter) við skapstyggð hennar þá vona ég innilega að þetta verði til þess að hún fari nú að átta sig á því að hún býr í fjölbýli og hreinlega ekki hægt að ætlast til þess að það ríki jafn mikill friður í því umhverfi eins og að búa í einbýlishúsi uppí sveit í órafjarlægð frá næstu byggð. Sökudólgurinn virðist hins vegar vera af gagnstæðu kyni (hennar) og kann ekki með nokkru móti að láta bílinn sinn passa innan hvítu línanna sem eru hérna fyrir neðan á götunni... En honum verður fyrirgefið allar syndir og fær plús í kladdann hjá Guði ef hann tollir með henni og nær að gera hana að betri mannsveskju. Nóg um það.

Það stendur til að flytja okkur skötuhjúin á milli húsa hér, í stærri íbúð og þar af leiðandi mun 'fjölskylduvænni'. Það kemur reyndar betur í ljós á morgun en áætlaður flutningstími er einhvern tíman á næstu þremur vikum! Þannig að það er allt að gerast! Maður grætur það ekki að fá auka 20 fermetra til þess að þrífa!

Ritgerðin er næstum því klár. Ég er með hana til seinustu yfirferðar og skila henni af mér á morgun. Þá ætti einkunn að liggja fyrir á næstu dögum... vonandi fyrir helgi. Ég ætla að pressa svolítið á Guðnýju að gefa mér a.m.k. hugmynd að einkunn og mun ég þá fagna eins og meiníjakk um helgina ef ég er í raun útskrifaður úr uppeldisfræðinni með BA-gráðu.

Rannsóknarverkefni mitt á Mastersstiginu er að skýrast því það er ekki seinna vænna að byrja á því núna þó svo að ég skila því ekki inn fyrr en eftir eitt og hálft ár.

Ég, Villi og Tobbi (nýr meðlimur) í Nó-Pí munum spila á Mörkinni á föstudaginn og hafa stífar æfingar staðið yfir. Lokarennsli okkar er í kvöld þó svo að við tökum kannski létta upphitun á föstudagskvöldið en við spilum ekki fyrr en 12. Við spilum í 3 tíma eða frá 00-03 og það má búast við alveg geggjaðri stemmningu á Café Mörk uppá Akranesi.

Hljónst Tónlistarklúbbs Norðuráls heldur svo uppi stemmara á Þorrablóti D-vaktar á laugardagskvöldið næstkomandi. Ég á reyndar eftir að bera tillögu að nafni við alla hljómsveitarmeðlimi en mér datt í hug: The Álvers-brothers band með skírskotun í suðurríkja-blús-band Allman bræðranna. Það verður gaman að sjá hvort að þessi hljómsveit verður nafnleysa fram í hið óendanlega. Einnig verður gaman að sjá hvort að Hlynur söngvari verður með okkur en ef hann verður ekki með okkur þá lendir það alfarið á mér að vera í front með gítar og vókals. Það er nú kannski ekki alveg alslæmt en ég lít ekki á mig sem aðalsöngvara þessarar hljómsveitar. Hlynur, beibí, koddu og syngdu með okkur.

Ég læt ykkur betur vita hvernig þetta allt fer. Ég mun að sjálfsögðu láta ykkur vita á morgun þegar ég er búinn að skila ritgerðinni minni: Sameiginleg forsjá og reynsla feðra af sameiginlegri umsjá og þegar ég er kominn með nánari upplýsingar um íbúðarmálin.

Lifið heil og sé ykkur á föstudaginn á Mörkinni!!! (skoða blogg Nó-Pí)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?