<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, mars 22, 2008

Hún á ammælí dag... hún á ammælí dag... hún á AAAMMMæl'ún mamma! 

Hún á ammælí dag! Móðir mín elskuleg er 57 ára í dag. Hún er stödd erlendis en tímamismunurinn er ekki það mikill að hún eigi ekki ammæli í dag :)
Innilega til hamingju með daginn mamma!


miðvikudagur, mars 12, 2008

Nýja lúkkið... 

Karen leyfir mér ekki að selja beibíið okkar á Ebay til að eiga fyrir miðum á Eika Hauks, Ken Hensley og Dúndurfréttir og ég gat ekki alveg farið að rífa úr mér líffærin. Þar að auki var ekki neinn tilbúinn til þess að lána mér líffæri svo að ég ákvað að fara bara í smá 'home-improvement'... Fyrst byrjaði ég á því að losa augun en þau voru einskins virði... þannig að ég skellti þeim aftur í. Þegar tognar svona á taugunum á bakvið augun þá kemur það í ljós að það er hægt að breyta augnlitnum! Dr. Mengel eyddi víst miklum tíma í að reyna þetta með ýmsum aðferðum en án viðunnandi niðurstöðum. Þið sjáið þetta betur hér:
........
.......
......
.....
....
...
..
.



En þegar maður er búinn að rífa eitt og annað af... og reyna að koma því aftur á þá getur útkoman verið skrautleg. Eins og sést á þessari mynd:
........
.......
......
.....
....
...
...
..
.



Nei, að öllu gríni slepptu þá virðast miðarnir ekki komnir í sölu ennþá... ég bíð bara... með allar klær úti. Það er samt skemmtilegt að segja frá því að þetta blogg fór upprunalega í gang til þess að reyna að smala fólki á tónleika með Uriah Heep og Deep Purple í kóngsins Köben fyrir 5 árum síðan... síðan þá hef ég séð þau bönd saman í Laugardagshöllinni (eins og Hlynur kallar Laugardalinn í gríni) og það toppar náttúrulega allt held ég að sjá þetta tríó saman (átt er við að Dúndurfréttir séu þá eitt...).

Af öðru þá er alveg merkilegt hvað krakkar geta verið kaldir í dag. Mannorðsmorð á netinu er þeim svo léttvægilegt að þeim finnst það bara fyndið. Bara spurning hvenær maður lendir í því sjálfur? Svo er það nú eitt að stela mynd sem maður á ekki... en annað að nota það í einhverjum drasl tilgangi. Segi ég með myndir að ofan og neðan... en ég er náttúrulega fullorðinn og það gilda ekki sömu reglur... auk þess verð ég að vera tilbúinn til þess að taka afleiðingum gjörða minna en ekki foreldrar mínir. Mamma reddarissu ekki fyrir mig?!? Hversu lengi getur maður púllað að maður sé óviti?

Lifi rokkið... lag dagsins er Marker in the Sand með Pearl Jam sem ég losna ekki við af heilanum.
Textinn:
Marker in the Sand
There is a Marker, No one sees it cause of sand
That has covered over, All the messages it kept
From misunderstanding, What Original Truth was
And now expanding In a faith, but not in love...

What went wrong?
Walking tightrope high Over moral ground.
Seeing visions of Falling up somehow.
Oh do come down
With the living, let What is living love.
So unforgiving, yet, Needing forgiveness first...

God, what do you say?

Those undecided, Needn't have faith to be free.
And those misguided, There was a plan for them to be...
Now you got both sides Claiming 'killing in god's name'.
But god is nowhere To be found, conveniently...

What goes on?
Walking tightrope high Over moral ground.
Walk the bridges be- -fore you burn them down!
Do come round
With the living, let What is living love.
Unforgiving, yet, Needing forgiveness first...

God, what do you say?
God, what do you say?

I feel a sickness... A sickness coming over me
Like watching freedom Being sucked straight out to sea
And the solution? Well, from me far would it be
But the delusion Is feeling dangerous to me

What goes wrong?
Walking tightrope high Over moral ground.
Seeing visions of Falling up somehow.
Oh, do come down With the living, let
What is living love, Unforgiving...yet
Needing forgiveness first?
God, what do you say?
God, what do you say?

What do you say?

Calling out, calling out
Calling out, calling out


Vísun í biblíuna og ádeila á... ja, ádeila á alveg heilan helling...
Tónleikaútgáfa á Youtube... Tjékkiði áissu...

þriðjudagur, mars 04, 2008

Að grafa undan valdi annarra... 

er skemmtilegur leikur... og greinilega vinsæll. En að grafa undan valdi annarra á víxl er enn vinsælli leikur.

Keypti miða á Eric Clapton í gær... forsala beibí... þá er bara spurning hvernig ég redda mér miðum á Eika Hauks, Ken Hensley og Dúndurfréttir... er einhver með milta á lausu?

laugardagur, mars 01, 2008

Afmælisgaur! 

Hlynur Björn Ólason er 9 ára í dag. Í tilefni dagsins var haldið upp á daginn með pompi og prakt! Fjöldi gesta kíktu við í dag og tættu í sig brauðrétt, camouflage-köku, súkkulaðiklessukökur og fleira. Hlynur fékk helling af gjöfum; Legó-starwars, camouflage-úlpu, buxur, skó og fleira. Gestirnir voru svo í kvöldmat líka en afmælisdrengurinn vildi fá læri í afmælismatinn... sumir voru nú reyndar enn fullir af hermannaköku en lengi má bæta við ;)

Hérna eru myndir af Hlyni afmælisgaur sem mældist heilir 138 cm á hæð í morgun... ekki nema 12 sentimetrar í að mega sitja löglega frammí í bíl :þ


Að blása upp blöðru er góð skemmtun... nema stundum.
Pabbi er nú enginn Jói Fel en með mismiklu af grænum matarlit er hægt að gera kraftaverk :þ

Það er gott að skella sér í hlýja úlpu þegar maður er búinn að vera að hamast úti í snjónum og kuldanum.

Lag dagsins er að sjálfsögðu Birthday með The Beatles

This page is powered by Blogger. Isn't yours?