<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, október 30, 2008

4gra mánaða skoðun... 

Fórum með Helga Júlíus í skoðun í dag og fengum skoðun á hann... það má því keyra hann fram á næsta ár. Pjakkurinn orðinn 7,8 kg og 67 cm!!! Sem er ágætt af því að hann var 4360 g og 54 cm fyrir 4 mánuðum og 6 dögum síðan...

Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir okkur þó svo að Karen hafi verið hörð á því að koma honum uppí 8 kílóin fyrir mánuði síðan en þetta er mjög gott framtak hjá drengnum sem er einungis á brjóstinu.
Það eru næstum breytingar og framfarir á hverjum degi hjá honum en þetta gerist alveg fáránlega hratt. Hann er á réttu róli með allar hreyfingar og getu miðað við aldur þannig að þetta lítur einstaklega vel út.

Set hérna inn nokkrar myndir af drengnum og bræðrunum saman:

HJ byrjaði á bakinu... þessi mynd er tekin 18.10 þannig að hann er ekki orðinn 4gra mánaða þegar tilraunir til viðsnúnings eru farnar að bera þennan árangur!

Hlynur einbeittur á meðan HJ sefur...

HJ með 'Lúlla' sem er víst ótrúlega gott að knúsa/troða í andlitið á sér þegar maður sefur...

'Look Ma'... no hands!' Ekki alveg... en næstum því...

Eins og pabbi sinn? Mamma segir það þannig að það hlýtur að vera sannleikur... mömmur hafa aldrei rangt fyrir sér...

Flottustu bræður í Evrópu!!!


HJ: Heyrðu... var myndatakan ekki búin?!?
HB: Paaaabbi...

HJ: Heyrðu... ég var eitthvað skrýtinn á seinustu mynd... ekki setja hana á netið!
HB: Hahaha... gott á þig litli bróðir!
Lag dagsins er 'He ain't heavy, he's my brother' með The Hollies

This page is powered by Blogger. Isn't yours?