<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, október 02, 2008

Hvernig á að spara... 

Það eru margar leiðir til þess að spara í okkar daglega lífi nú á þessum allra síðustu og verstu...
Krónan er orðinn okkar stærsti og fallegasti foss og það sem betra er að fossinn sést núna hvaðan sem er úr heiminum. Við erum með flesta þingmenn miðað við höfðatölu í alheiminum og sú staðreynd magnar aðgerðarleysið á alveg fáránlegan hátt. Við erum með pólitíska eineltara í hátt settum stöðum og falsspámann sem engin tekur mark á en tekur samt ekki 'hintinu' og heldur bara áfram að láta vitleysuna vella úr sér. Þegar krónan fellur á svona tignarlegan hátt hverfa peningarnir í bensínið (sem virðist hækka oft á dag) og matarkörfuna. Það er því ráð að taka með sér smjörpappír út í búð (til að setja í botninn á körfunni svo að vörurnar hrynji ekki niður um þessi ógnarstóru göt að því er virðist) og tau-innkaupa-höldupoka (það getur vel verið að vörurnar tolli betur í þeim heldur en þessum götóttu innkaupapokum sem skila manni ekki heim 'öllum' vörunum sem maður hélt að maður hefði eytt öllum peningunum í).

Þegar við erum svo tekin ósmurt á bensínstöðinni og 'búðinni' þá hækkar hitaveitan... líklegast af því að það var svo heitt í sumar og af því að fólk er farið að nýta flíkurnar betur í hallærinu. Svo til þess að toppa allt saman þá ætlar Strætó bs (sem ég held að standi fyrir Búll-Sjitt) að hækka verðskránna hjá sér. Bara til þess að það svíði aðeins meira að fólk hafi ekki efni á að keyra einkabílinn.

En ég er með eitt gott ráð... Bláa kortið (gildir í 9 mánuði) hjá Strætó Búll-Sjitt kostar 30.500 og á eflaust eftir að hækka með breyttri verðskrá. Þá er bara um að gera að gera sér ferð uppí Borgarholtsskóla og skrá sig í dagnám þar. Skólagjald á bóknámsbraut gerir 12.100 krónur og maður fær strætókort frítt með!!!
Ég held að það græði allir á þessu nema Strætó Búll-Sjitt af því að skólinn fær auknar tekjur, gæði menntunar í BHS aukast (hægt að bæta aðstöðu, efni og kennarakost fyrir peninginn) auk þess að almúginn fær strætókort á skít og ekki neitt! Svo er bara hægt að flakka á milli skólanna eftir að maður hefur verið rekinn úr skóla fyrir slaka mætingu sem hugsanlega fyrnist á einhverjum árum. Þannig er hægt að koma sér niður á fyrirtækjum á borð við Strætó Búll-Sjitt fyrir að breyta leiðarkerfinu í sífellu og af algjör tilgangsleysi og Borginni fyrir að vera svona vitlaus að vera með 4 borgarstjóra á launum... af hverju megum við ekki græða líka?!?

Á næstunni koma einnig póstar um það hvernig eigi að leika grátt fyrirtæki á borð við orkuveitur, símafyrirtæki og stjórnvöld.
Lag dagsins er Taking back what's mine með The Society

This page is powered by Blogger. Isn't yours?