<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, október 24, 2008

Ísl-enska... 

Sá Motion boys í Kastljósinu áðan og það skapar íslenskum hljómsveitum kannski meiri sérstöðu að syngja á okkar skóla-oxford-ensku með miklum íslenskum hreim... ég veit það ekki en mér finnst það ekki eins pró og að syngja á ensku án þess að reyna að íslenska hana. Við erum náttúrulega með mjög harðan íslenskan hreim á ensku en mér finnst það ekki heillandi... en það er bara ég. Ég velti þessu fyrir mér vegna þess að Birgir Ísleifur heillaði mig mjög mikið með sínum söng í Byltunni þar sem þeir sungu á íslensku. En hvað er ég svosem að velta mér uppúr þessu... ég fíla yfirleitt ekki íslenskar hljómsveitir... eða hlusta lítið á þær... hvernig sem maður lítur á þetta.

Þetta minnir mig alltaf á þegar ég var í vist hjá Höllu frænku og Jóni í gamla gamla daga... þá átti Jón samtal við einhverja útlendinga og ég gleymi líklegast aldrei hluta úr setningu: „... we've been doing calculations“ sem hljómaði einhvern veginn svona: Víf binn dúíng kalkjúleisjons... en það er önnur saga.

Svo var ég að specca Journey to the Center of the Earth þar sem Anita Briem lék aðalkvenhlutverkið... og ég verð að segja fyrir mína parta að hún var töluvert betri í The Evidence þar sem hún lék bara lítið hlutverk... en það er náttúrulega bara mín skoðun... ég held að hún sé ekki komin í þetta kaliber að vera leikkona í stórum 'Hollywood' myndum. Ekki það að JttCotE sé einhver stórhollywoodmynd. Leiðinlegt þegar við fáum svona landkynningu eins og þarna og staðreyndir um Ísland skipta engu máli... eníhú... ég er svosem ekkert að kvarta... það er alltaf jákvætt að við séum ekki sýnd sem hryðjuverkamenn.

En yfir í málefni líðandi stundar... satt best að segja er ég kominn með mjög mikla leið á fréttaflutningi undanfarna daga, stöðugum fréttaflutningi af engu, hvernig Geir kemst undan því að svara því sem allir eru að spyrja um og hvað þingmenn vita í raun ekkert í sinn haus!
Klofning inná þingi af því að fólk er óánægt með Davíð, vanhæfni stjórnmálamanna yfir höfuð að vita ekkert hvernig eigi að gera þetta og svo snillingar, prófessorar, viðskiptafræðingar, hagfræðingar og allir aðrir eru að koma með einhverjar líklegar lausnir og svo fer þingið í allt aðra átt. Þetta er bara svo heimskulegt allt saman að það er alveg óþolandi.

En ég hef sagt það áður og ég skal bara setja það hérna svo þið hafið það skriflegt og svo að ég geti seinna sagt: „Sko! Sagði ég ekki?!?“

1. Þingmönnum og öðrum ráðamönnum er alveg skítsama um okkur.
2. Hér eiga vextir eftir að hækka
3. Verðbólgan á eftir að rjúka upp úr öllu valdi (meira en það sem komið er)
4. Davíð á ekki eftir að verða settur af

Ég fer út á svolítið hálan ís í þessari yfirlýsingu... en bíðiði bara... ég held að það sé líklegt að við þjóðin eigi eftir að borga brúsann með einum eða öðrum hætti... hvort heldur í því formi að ráðstöfunartekjur verði að engu vegna þess að verðlag eigi eftir að rjúka upp eða að vextir eigi eftir að hækka á okkur öll þó svo að okkur verði lofað að það sé bara tímabundið.

Þessir grasasnar sem sitja í þessari ríkisstjórn, sem ég KAUS EKKI BTW, eru ekki starfi sínu vaxin og það sést best á því að þau geta ekki unnið saman að lausn, eru ennþá í sandkassaleik þar sem þau eru að skíta yfir hvert annað yfir því hvað einhver sagði eða einhver sagði að ætti að gera og eru svo með andsvar við hvort öðru fram eftir degi!

Fyrir hvað er þetta fólk að fá laun?!? Drulla yfir aðra og verja sjálft sig fram eftir degi?!? Um eitthvað sem skiptir engu helvítis máli núna!!!

Reynið að drullast til þess að sinna vinnunni ykkar eða hafa hreðjar til þess að segja af ykkur ef þið getið það ekki!

Lag dagsins er Enginn lúxus, engin orð með Byltunni

This page is powered by Blogger. Isn't yours?