<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, október 02, 2008

Vísir að upptöku Evru?!? 

Menntamálaráðherra fór hamförum í fjölmiðlum í dag... Fabúlasjón og Túrbulans... (þess ber að geta að fabúla er til í íslenskri orðabók og menntamálaráðherra klárlega að vísa til þess orðs... en þetta hljómar samt óneytanlega eins og tilhneigin Georg W. Bush forseta BNA til að bæta '-ificate' eða '-ify' fyrir aftan orð... alveg random).
Guð minn almáttugur!!! Þetta er menntamálaráðherra okkar sem barðist fyrir því að íslenska titla á kvikmyndum til þess að vernda íslenska tungu og svo slettir hún í hverju einasta viðtali! Þetta er bara klárt dæmi um vanhæfni og kúgaða konu innan Sjálfstæðisflokksins að reyna að vera fínni en hún er... bara verst að hún er ekki að nota einhver fræðiheiti... sem eru að minnsta kosti viðurkennd innan samfélags menntafólks... eins og póst-módernismi, hegemónía og þar fram eftir götunum. Örvæntingarfull tilraun til þess að reyna að vera 'posh', að mínu mati.

Hvernig stendur á því að fólk kýs Sjálfstæðisflokkinn? Ég held að ég sé alveg að missa mig yfir í að vera siðblindur á þeim forsendum að geta ekki sett mig í spor þessa fólks sem kýs þetta fólk til þess að stjórna þjóðinni. En það hafa svosem verið teikn á lofti um að Þorgerður líti ekki á sjálfa sig sem hluta af 'skítugum almúganum' eins og dæmið frá því á listahátíðinni gaf sterklega til kynna.

En eitt má hún eiga... að þora að segja Dabba kóng vera farinn út fyrir sitt verksvið... en það er kannski greinilegt dæmi um að loftið sé farið úr 'hárinu' eða 'mojo-inu' hans Dabba... En það er kannski þess vegna sem mann grunar að það sé verið að fara skoða Evruna ítarlegar... Menntamálaráðherra að æfa sig í útlenskum orðum, Sjálfstæðismenn farnir að hafna Kónginum og hann því líklegast á leiðinni út úr starfinu sem beið hans alltaf í arf eftir að þingmennsku lyki.
Hvað heldur þú?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?