<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, janúar 29, 2004

Í annan stað...
Seinasti ræðumaður kvöldsins var Ingólfur V. Gíslason sem er félagsfræðingur, þriggja barna faðir og pró-femínisti. Talan hans var frekar merkileg og kom inná statistík sem manni var alveg hulin. Hann ræddi um þrjá áherslupunkta:
1. Vinnumarkaðsvæðing mæðra Frá því um 1971 fara konur að taka meira þátt í atvinnulífi. Sú þróun sem varð var að giftar konur héldu út af heimilunum og inn á vinnumarkaðinn. Í kjölfarið (um 1970) ríkur fjöldi dagvistarheimila upp og fjöldi þeirra barna (0-5 ára) eykst jafnt og þétt sem eru á leikskólum.
2. Samfélagsvæðing barnauppeldis Hlutfall barna sem dvelja 7 klukkustundir eða meira á leikskóla er sem hér segir:
1981 2001
7% 42%

3. Fjölskylduvæðing feðra Föðurhlutverkið hefur breyst mikið í tímanna rás og má sjá þar ákveðna þróun sem er á réttri leið.
Ingólfur kom með tölur sem sýna heimilisstörf danskra karla og kvenna í mælieiningunni klukkustundir/viku. Ég ætla að láta tölurnar tala sýnu máli:
1964 - 1975 - 1987 - 2001
2,03 - 7,5 - 10,06 - 16,2
30,03 - 24,5 - 21,21 - 23,1
Á þessum tölum má sjá breytingum hjá körlunum... en Ingólfur benti snilldarlega á (við mikinn hlátur viðstaddra) að þarna gætti ákveðinnar skekkju vegna aukinnar þátttöku karla í eldhúsinu þar sem mikil aukning hafi verið á námskeið í indverskri matarlist þar sem að karlar stæðu nú tímunum saman við pottana inni í eldhúsi og hrærðu karrí og fleiri kryddjurtir útí matinn til þess að gera hann perfecto! Það er spurning hvort að það teljist til þátttöku inná heimilinu eða hreinlega til hobbíiðkunar :þ

Á tímabilinu 1960 - 1970 var föðurhlutverkið hefðbundin föðurímynd:
Efnahagsleg gæði (feður sem skaffarar)
Verlaun og refsing (setja mörkin)

Á tímabilinu 1970 - 1980/'85 er faðirinn meira sem þátttakandi:
Samskipti
Aðgengilegur
Hjálpar mömmu


og núverandi tímabil 1990 - er föðurhlutverkið skapandi föðurímynd:
Umhyggja
Ábyrgð
Sjálfsköpun

Mér fannst þetta mjög merkilegt hjá kallinum... því mér finnst hann hafa skemmtilegt sjónarmið og pælingar hans eru jafnréttisígrundaðar út frá þeirri merkingu að hann er vel að sér í femínisma og karlmaður.

Einnig kom upp heilmikil umræða um feðraorlofið og ég benti á að ótrúlega mikið væri um það að karlmenn noti þetta feðraorlof til annars heldur en að sinna ungabarni, konu og heimili (eins og þeir réttilega ættu að vera að gera). Til eru dæmi um að feður nýti þetta orlof til þess að fara að vinna svart... Þó svo að ég sé alls ekki á móti svartri vinnu þá vill ég meina að á þessum forsendum ættu þeir að láta það eiga sig að skerða sinn tíma frá fjölskyldu og nýfæddu barni með svartri vinnu. Nýjast dæmið í þessum efnum er að feður ætli að taka fæðingarorlofið sitt í sumar þegar EM (heimsmeistarakeppnin í fótbolta) er. Þetta er þöngulhugsanaháttur hjá karlmönnum finnst mér (fyrir utan það að skilja ekki hvað er svona merkilegt við þetta helv#%& tuðruspark, þar sem allir hrynja niður dauðir vegna notkunar á ólöglegum lyfjum eða einhverju... dópistar og aumingjar) vegna þess að þeir eru að skera á þann tíma sem er þeim og barninu mikilvægastur... tímabil geðtengslanna...
En vissulega eru karlar/feður farnir að taka meira þátt í uppeldi... en spurning hvað þeir taka mikinn þátt í öllu saman... það verður alltaf ráðgáta og misjafnt eftir hverjum faðir fyrir sig.

Mér finnst bara ótrúlega svekkjandi (þó að ég sé 'fráskilinn' faðir og nýt nærveru sonar míns ekki næstum því eins mikið og ég vildi) að gengið sé alltaf út frá því að mæðurnar séu slæmi aðilinn í þessum málum. Þetta eru tilfinningar sem að stjórna þessum samskiptum (fyrst allavegana til að byrja með) og það er erfitt að ráða við sumar þessar tilfinningar sem koma í kjölfar skilnaða s.s. reiði, biturleiki, vanmátt o.fl.
Ég lít á þetta svona og tel að það séu til eins margir mismunandi foreldrar eins og þeir eru margir.
Mæður sem neita feðrum að umgangast börnin sín (hver sem ástæðan er)
Feður sem neita mæðrum að umgangast börnin sín (örugglega lítið hlutfall... en örugglega til)
Feður sem vilja ekki hafa afskipti af börnum sínum
Feður sem eru sáttir við aðra hverja helgi og láta það bara gott heita

Hvað finnst ykkur um þetta allt saman??? Endilega kommenta á þetta...

og svona í blálokin...
Eruð þið til í að hugsa ykkar gang núna og ræða málin ef þið eruð ósátt? Það er barninu/börnunum fyrir bestu að samskiptin séu góð...
Gefa hinum aðilanum færi á að útskýra sínar pælingar... hann/hún gæti haft eitthvað gott til málanna að leggja
Leyfa börnunum að umgangast foreldra sína til jafns... það er lögbundinn réttur þeirra...
Vera vinir og hætta þessu rugli af því að það dregur miklu meiri orku frá ykkur og börnunum heldur en þið haldið...
Vera börnunum ykkar góð fyrirmynd og fordæmi.

Hinn íslenski Dr. Phil... Rokkarinn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?