<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, janúar 28, 2004

Femínískar pælingar?

Ég ætla að skella mér á Grand Rokk í kvöld á fund hjá karlahópi Femínistafélagsins...
Las um það í tölvupósti

miðvikudaginn 28. janúar kl. 20.

Nú er komið að Pabbakvöldi, en þar verða:
Ingólfur V. Gíslason, félagsfræðingur, sem fjallar um stöðu feðra á Íslandi Bóas Hallgrímssom, pabbi og námsmaður, og Ævar Kjartansson, pabbi, afi og útvarpsmaður, sem fjalla um reynslu sína af föðurhlutverkinu Formenn Félags ábyrgra feðra og Félags einstæðra foreldra, sem kynna félögin og segja frá því sem brennur á félagsfólki.

Fundarstýra verður Þorgerður Einarsdóttir, lektor í kynjafræðum við HÍ.

Gert er ráð fyrir umræðum og spurningum úr sal að erindum loknum. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

Það sem ég las í Fréttablaðinu hljómaði eins og karlar ætluðu að hittast þarna og væla saman af því að það er svo mikið álag á þeim... að vera fyrirvinna OG pabbi... búhú...

Ég ætla að fara og hrista aðeins upp í þessu liði... þeir ættu að drullast til þess að búa einir í nokkurn tíma... og þá vissu þeir kannski hvernig það er að vera kvenmaður... Hugsa um heimili, börn, bókhald og fjármál... þetta er ekkert grín! hefur aldrei verið það...

Er ekki að segja að konur hafi hugsað um þetta allt saman... heldur ekki að karlar hafi aldrei hugsað um heimili eða neitt... en það eru bara svo margir sem eru farnir að kvarta byggt á þeim rökum að þeir vinni svo langan vinnudag og af því að þeir eru fyrirvinnur... þetter bara búllshitt...

Egó karlmanna leyfir þeim ekki að vera EKKI fyrirvinna... rannsóknir sýna að þar sem að konan hefur hærri tekjur en karlinn, eða meiri menntun... er það yfirleitt ávísun á heimilisofbeldi!
Karlar eru kegglingar! Bara málið er að þeir eru kegglingar sem geta sjaldnast gert fleira en tvennt í einu!!!

Pósta það sem kemur fram og mínar pælingar í kvöld!
Rokk

This page is powered by Blogger. Isn't yours?