<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, janúar 29, 2004

First things first...
Fór á Pabbakvöldið eins og það var kallað... þarna var mikið af fólki, konur, karlar og kynslóðabilið var mikið... sem var skemmtilegt... það kom svona meiri grundvöllur fyrir víðtækari pælingar en ella.

Fyrstur í pontu var Ævar... útvarpsmaður, faðir, afi og spekúlant. Hann rakti ævi sína í nokkuð grófum dráttum... engar geðveikt djúpar pælingar þar. Talaði reyndar um 'mikilvægiskomplexa' karlsins, eða það að finnast þeir þurfa að ná frægð og frama í hinu opinbera og einkalífi. Vildi að karlar öxluðu þá ábyrgð sem þeim bæri í sambandi við sambúð, barneignir og uppeldi. Satt og rétt.

Annar var Bóas... nemi við H.Í., stjúpfaðir og starfsmaður ÍTR. Hann rakti líka ævi sína í grófum... og spjallaði helling um fósturdóttur sína, uppeldispælingar og fjölskyldudag. Mér fannst svolítið sniðugt hjá honum að hann lét ganga myndir af fósturdóttur sinni um salinn og er greinilega mjög stoltur af henni.

Þriðji ræðumaður var Garðar Baldursson... formaður Félags ábyrgra feðra og hann missti það bara... missti það bara alveg. Ég ræddi við Þorgerði Einarsdóttur á leiðinni út og var að segja við hana að ég hefði haft fyrirfram ákveðnar skoðanir á þessu félagi og framsaga og framsetning þessa manns staðfesti þessa trú og skoðun mína á þessu félagi. Hann býr greinilega við einhverja sára reynslu, sem hann er að reyna að 'rectify-a' með þessu félagi og það er bara ekki að ganga hjá honum. Það vottaði fyrir miklum biturleika í því sem hann hafði að segja og byggir hann þetta á sinni reynslu og þeirra þúsund einstaklinga sem hann hefur rætt við frá því að félagið hóf störf.
Félag ábyrgra feðra eða stofnað 1997 og hefur það að markmiði að efla tengsl feðra (fráskyldra) við börn þeirra. Þeir hafa neyðarsíma sem hægt er að hringja í þegar skíturinn lendir í viftunni... ég veit nú ekki hvernig þetta er hjá þeim... en ég ætla að leyfa mér að fyrirfram ákveða að þetta sé einhvers konar vinalína. Það sem er nýtt hjá þeim núna er að þeir eru farnir að bjóða ráðgjafaþjónustu og þá hvernig best sé að snúa sér í málum tengdum forsjá og forræði barna við skilnað foreldra.
Garðar sagði að fráskildir feður á Íslandi væru 12.000, börn þessara 12.000 væru 21.000 og mæður sem þyggja meðlag væru 15.000. Þetta er svolítið mikið... finnst manni... en þetta er raunveruleikinn. Can't we just all get along?
Þeir hjá Ábyrgum feðrum sendu erindi til Jafnréttisstofu varðandi þá staðreynd að konur taki alltaf börnin með sér við skilnað. Þá flytja þær út og taka þau með sér og svo er alltaf rosalega erfitt fyrir feðurna að fá að sjá börnin sín aftur. Hann fékk þau svör tilbaka að mæðrum væri bara eðlislægt að annast börn og þess vegna væri eðlilegt að þær tækju börnin með sér. Mér finnst þetta svolítið fyndið. Því að ef að Jafnréttisstofa er farin að beita fyrir sér eðlishyggju... þá er hún laglega búin að skjóta sig í fótinn... og ég á bágt með að trúa að þetta hafi verið hið raunverulega svar... nema til þess að losna við kallinn... en aftur á móti getur verið að þetta sé það sem Garðar og fél. túlka út úr svarinu á sinn bitra hátt.
Að vísu verða feður oft undir í þessum deilum en það má ekki eingöngu rekja til þess að allir opinberir starfsmenn sem koma að þessum málum, s.s. úrskurðun um forsjármál séu þeir sömu og sjá um framkvæmdirnar í þessum málum, þ.e. starfsmenn sýslumanns, félagsráðgjafar og sálfræðingar o.fl. séu eingöngu konur, eins og Garðar vill meina... Greinilega einhver bitur reynsla að baki.

Meira á morgun!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?