<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, janúar 25, 2004

Ákvað að senda frá mér nokkrar línur úr sveitasælunni...

Við feðgarnir og Þóra eru stödd á Reynigrundinni... hjá mömmu og erum að fara að fá læri í morgun-/hádegismat.

Það er allt fullt af kössum núna á Reynigrundinni því að mamma er að flytja. Hún er búin að selja húsið og er að bíða eftir svari við tilboði sem hún gerði í annað hús. Þetta fer semsagt að bresta á.

Þetta var styðsta 'pabba-helgi' í manna minnum... sótti Hlyn klukkan 3 á föstudaginn og var kominn heim um 6 leitið... Hlynur stökk í sturtu eftir að við vorum búnir að borða lasanja frá því deginum áður (sem er 'bæ ðe vei' langbest þá). Svo var lesið og farið að sofa.
Laugardagurinn fór í að sofa út og klína 'nammi-dags-namminu' í rúmið. Svo fórum við á The haunted Mansion. Ég var reyndar svolítið hræddur um að myndin væri ekki alveg fyrir Hlyns aldur þó svo að hún sé stimpluð sem fjölskyldumynd og sé ekki bönnuð. Hlynur harkaði þau atriði af sér sem voru hrikaleg og honum verður held ég ekki meint af volkinu. Ég myndi samt mæla með því að börn yngri en 6 ára færu ekki á þessa mynd, hvort heldur í fylgd með foreldrum eða ekki...

Svo í dag sváfum við til 10. Við sváfum næstum því jafnlengi því að Hlynur er orðinn nokkuð fær í því að svæfa mig :þ og erum semsagt komnir uppá Skaga til múttu/ömmu og erum svo á leiðinni uppí sveit (alvöru sveit... Borgarfjörð) þar sem að Hlynur er að fara í ammæli hjá frænku sinni, henni Alexöndru Rós.

Jæja... nóg í bili...
Kíp in töts

This page is powered by Blogger. Isn't yours?