<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, janúar 30, 2004

og ennfremur...

Það kom mér ótrúlega á óvart á þessari samkundu hjá Karlahópi Femínistafélagsins að ég punktaði nokkur atriði til þess að kommenta á hjá framsögumönnum (sem kom mér ekkert á óvart... ég þarf allta að vera kommenta eitthvað :þ) var það að ég tók alveg upp hanskan fyrir mæður og þá sérstaklega fráskildar.
Ég bý við frekar súrar aðstæður í þessu máli... þ.e. að reynsla mín hefur verið alveg frá því að vera bitur yfir í að vera mjög sanngjörn. En mér fannst ég vera knúinn til þess að taka málstað kvenna og þá sérstaklega einstæðra mæðra og ganga svolítið út frá sanngjörnum punkti (bara kommon sens...). Mér fannst bara ósanngjarnt að þarna skyldi ekki koma fram sjónarmið þeirra og sérstaklega eftir að Garðar hjá Ábyrgum feðrum var búinn að blasta og skjóta sig og þetta félag hans í fótinn (numerous times...).

Fyndið að hugsa til þess að Jonni vinur minn spurði mig að því... sko... þegar ég tók Innganginn að Kynjafræðinni í háskólanum og var fyrst að læra um femínisma, jafnréttispælingar og karlaveldi varð mér ótrúlega mikið í mun að tileinka mér þetta sjónarmið og pælingar og ræddi þessar hugmyndir og skilning minn á þeim við næstum alla sem ég hitti og þekkti. Þegar ég og Jonni sátum svo yfir bjór heima og vorum að ræða þessi mál þá spurði hann mig hvort að ég væri að 'læra að vera hommi'! HAHAHA mér fannst það mjög fyndið... því þó að Jonni sé kannski svona týpa sem vill vera 'liberal' og kýs líklegast Samfylkinguna... þá er kollurinn hans ALVEG hægrisinnaður... svona einn af þessum sjálfstæðismönnum... sem vita bara ekki betur.
Svo þegar ég tók Kenningarnar í Kynjafræðinni... þá var Jonni alveg viss í sinni sök... nú var ég að 'læra að vera kellíng' HAHAHAHAHA Jonni er frábær og ég elska hann (ekkert svona hommahomma, né varla eitthvað svona karlakarla... hann er bara æskuvinur minn sem mér þykir mjög vænt um).

Jæja... nú styttist í að ég fari að dagpabbast aftur... eftir nokkra tíma verð ég kominn með taubleyju á öxlina, varnarlaust og óöruggt barn á arminn og farinn að malla hafragraut úr pakka. Hlakka til... þetter gaman og heldur manni í æfingu eins og Helga systir kommentaði á :þ Býst við því að vera aðeins meira á þeytingi með Aðalheiði Ósk núna en seinast... ekki til að reyna að pikka upp stelpur... bara af því að það er svo mikið að gera í dag.

L8er

This page is powered by Blogger. Isn't yours?