<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, febrúar 20, 2004

Djúpar pælingar...

Sko... ætli fólk sjái það á öðrum að þeir séu að velta því fyrir sér hvort að líf þessarar manneskju hafi orðið eins og það hafi séð það fyrir sér eða vænt að það yrði?

Ég var að spá í þessu áðan þegar ég var að mála mynd af einni konu. Tók bara það sem ég sá: þreytuleg að sjá, of víðar buxur, ekki alveg tískufötin í dag, tvö börn, jeppi sem er nokkra ára og var að versla í Bónus... eins og ég... Velti fyrir mér alveg hellings 'senaríós' hvernig stæði á því að ÉG sæi hana svona. Ég get sagt ykkur það að það var ekki mikið um mikla, né sterka liti á þessari mynd :( Ég fór því að velta því fyrir mér hvort að hún væri á þeim stað í lífinu sem hana langaði til þess að vera, þegar hún hugsaði um það fyrir mörgum árum. Svo þegar við horfðumst í augu í smástund fór ég að spá í því hvort að hún sæi að ég væri að velta lífi hennar fyrir mér og mála af henni mynd. Ætli hún hafi séð það?

Djúpar pælingar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?