<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, febrúar 14, 2004

Draugar fortíðar, listamaðurinn ég og Vottar jéhóva...

Sé geðveikt eftir því að hafa ekki boðið vottunum inn sem voru að banka hjá mér... „Okkur langar til þess að ræða við þig um lífið á jörðu út frá Biblíunni...“ Nei takk! Hvað fær fólk til þess að afsala sér öllum sínum eigum til trúfélags, taka upp einfalt og tilbreytingarsnautt líf og boða trú á einhverjum sem hefur ekkert gert til að staðfesta tilveru sína? Skrítið að vottarnir skulu nenna þessu... Ég sá eftir að hafa ekki boðið þeim inn og sagt við þær að ég og kærastinn minn (Svabbi liggur sofandi í rúminu mínu) værum hálf sloj eftir að hafa verið að gefa blóð í gær og verið á fylleríi. (Kannski óþarfi... en ætla samt að taka það fram að Svavar er ekki kærastinn minn, við erum ekki gey, gáfum ekki blóð í gær en drukkum samt bjór í gær... maður lærir af reynslunni að fiskisagan flýgur taumlaust og óheft á milli mann eins og sannaðist þegar Leibbi var talinn vera samkynhneigður). Skrýtið að fólk skuli leggja svona mikla ofurtrú á karl sem boðar það að fyrir honum séu allir menn jafnir... nema hommar, lessur og fatlaðir. Guði finnst samkynhneigð vera viðurstyggð og hann er fastur í 'læknisfræðilega líkaninu' í sambandi við fatlaða. Guð gerir ekki upp á milli manna... nema sumra... pff!

Sá draug fortíðarinnar í fyrradag. Mömmu einnar af fyrrverandi kærustum mínum, sem ég var með fyrir mjög mörgum árum síðan (ekki mömmunni samt :þ). Þetta vakti upp gamlar minningar... ekkert slæmar eða góðar eða neitt svoleiðis... heldur bara hvernig það var að vera unglingur og vera að takast á við nýjar og blendnar tilfinningar tengdar ástinni, lífinu og höfnunum.

Ég er búinn að standa undanfarna daga í bréfaskriftum um allt á milli himins og jarðar... Út frá því komst ég að því að það leynist í mér listamaður. Fyrir utan það að hanna húðflúr (ég, Svabbi, Erling, Birkir, Magga, Auður erum öll með tattú eftir mig... hmm... minnti að það væru fleiri) þá uppgötvaði ég að ég er myndlistamaður líka. Ég lít ekki á sjálfann mig sem listamann tengt því að hann tattú... en samt sem áður þá er ég farinn að líta á sjálfann mig sem listamann. Vallatralla var að tala um daginn um fordóma og þá fattaði ég það. Í hvert skipti sem ég hitti manneskju, sé manneskju, heyri af manneskju eða kynnist nýrri manneskju er ég farinn að mála mynd af því sem mér finnst, held og skynja. Ég er ekkert frekar að mála andlitsmynd frekar en eitthvað annað... heldur bara mynd á striga með litum. Ég stóð sjálfann mig að því um daginn að fylgjast með gaur.... ég tek alltaf vel eftir öllum smáatriðum þannig að ég fór að velta þessu aðeins fyrir mér. Ég fylgdist með því hvernig hann labbaði... bar sig líkamlega... hegðaði sér og horfði í kringum sig og fór að mála. Ég málaði ákveðna mynd í kollinum á mér af þessum gaur án þess að þekkja hann nokkuð. Ég er guðs-blessunar-laus við fordómalitina... sem höfðu mikið að segja hjá mér áður fyrr... en núna er ég búinn að parkera þeim að mestu leyti (nema náttúrulega í undantekningartilfellum eins og gagnvart vottunum áðan...) en námið hefur kennt mér að taka þorninn úr augunum og dæma ekki fólk af 'first impressions'. Ég er ótrúlega sáttur við þennan listamann í mér og hvet fólk til þess að prófa þetta. Horfa á einstakling sem þið þekkið, eða ekki, og mála af henni/honum mynd sem ykkur finnst vera rétt. Ekkert festast í andlitsportrettum frekar en eitthvað annað... bara prófa hvaða liti þið tengið við einstaklinginn.
Mála myndir...
Gaman...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?