<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, febrúar 27, 2004

Grenj... grenj... Nú er það offissíjal... teljarinn minn vill bara ekki vera svona ofarlega þannig að ég setti hann bara neðst hérna í sædbarið (sidebar). Hann kann bara ágætlega við sig svona í bakgrunninum þar sem að ég er búinn að sjá hann í hvert skipti sem ég hef leitað að honum eftir að ég færði hann... einhversstaðar verða vondir að vera!

Af mér er nú lítið annars... þessa seinustu daga og viku hefur allt verið á öðrum enda í mínu lífi... fyrir þá sem vilja heyra... en það er að komast smá lag og ró á líf mitt. Tala nú ekki um núna þegar ég er að leggjast í veikindi og svona rétt fyrir Daddy-daycare prógrammið mitt... vona að ég verði hress á morgun.

Það sem er búið að vera hell...
Bloggið -> jæja... þið vitið nú allt um það... óþarfi að tíunda það frekar...
Skólinn -> mikill lærdómur sem ég hef ekki komist yfir
Árshátíðin -> búinn að ganga frá flestum lausum endum klikkiði hér til að hlusta á trailerinn sem ég bjó til (verður að vera kveikt á hátölurum).
Veikindi -> aldrei til yndisauka... alltaf til trafala
Íbúðin -> búinn að losa mig við rotturnar... þá eru kakkalakkarnir bara eftir...
Sálin -> hefur ekki fengið að hvíla sig nóg... sef of lítið...
Tölvið -> hægri shift takkinn er að gefa sig á lyklaborðinu...

Það sem er búið að vera kúl...
Bloggið -> er hætt að vera bögg... farið að vera blogg aftur...
Skólinn -> sem betur fer er ekki skyldumæting og eining fyrir mætingu... hjúkkitt!
Árshátíðin -> lausir endar... hvað er það?
Vikan -> er að verða búin... say no more...

Ég ætla að fara að leggja mig núna svo ég verði 'up-and-running' á morgun... er að fara að passa í fyrramálið... svo þarf ég að fara með bílinn í tjékk útaf 'Check engine' ljósinu sem logar alltaf í mælaborðinu og ganginum bílnum... ég er farinn að halda að rokkbílinn 'Díp pörpúl drekinn' haldi að hann sé lifandi og sé með andadrátt. Gangurinn í honum er allaveganna þannig... eins og andadráttur... læt fixa það á morgun. Það er svona með þessa bíla sem eru með sál... og rassahitara... :þ

bæjó í bili...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?