<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Merkilegt!

Ég fór í gær á Hittið á vegum Femínistafélags Íslands. Karlahópurinn hjá Femínistafélaginu sá að þessu sinni um hittið sem haldið var á Sólon. Að þessu sinni var verið að ræða um nýju Barnalögin. Svala Ólafsdóttir skrifaði grein sem birtist í Morgunblaðinu 28. desember síðastliðinn og ber heitið „Réttindi barna skerpt“. Þar rekur hún sögu barnalaganna og tekur fyrir helstu breytingarnar sem tóku gildi með þessum nýju barnalögum.
Það sem kom mér ótrúlega á óvart var að þarna á Sólon voru konur í miklum meirihluta. Einnig kom mér rosalega á óvart að þarna var kvenmaður sem var ótrúlega vel að sér í lögunum (af einskærum áhuga, komst ég að). Svo líka að hún tók algjörlega upp hanskann fyrir karla (eða feður... vegna þess að þeir eru yfirleitt forsjárlausu aðilarnir þegar fólk skilur, slítur samvistum o.s.frv.). Ég segi forsjárlausu aðilar þó svo að þeir geti haft sameiginlega forsjá.

Til þess að fyrirbyggja allan misskilning þá þýðir sameiginleg forsjá það á mannamáli að fólk geti komist að samkomulagi um allt sem snertir barnið án þess að þriðji aðilinn komi þar við sögu (dómari, sýslumaður o.s.frv.)... Hreinlega það að fólk geti rætt saman um það sé barni fyrir bestu og haft það allt að leiðarljósi.

Samt eru ótrúlegir gallar á þessum lögum því það vantar alveg mannlega þáttinn inn í þetta. Þetta eru góð og gild lög en stundum henta þau ekki öllum tilvikum... því að ekki er nú allt fólk eins og fólk er flest! (Háfleygur). Veit ekki hvort að það sé til nokkurs að tíunda þessi lög eitthvað sérstaklega... linkurinn er á þau hérna fyrir ofan og ég hvet fólk til þess að renna yfir þau. Þetta er ekki mikil lesning svosem. Það er líka galli á þeim að forsjárlausi aðilinn (46. gr., 2. mgr. í VIII. kafla) þarf að bera allan kostnað „Foreldri sem barn býr ekki hjá á í senn rétt og ber skylda til að rækja umgengni og samneyti við barn sitt. Skal það foreldri greiða kostnað vegna umgengninnar nema annað sé ákveðið með samningi, sbr. 3. mgr., eða úrskurði, sbr. 1. mgr. 47. gr.“ Þetta er nákvæmlega það sem að sameiginleg forsjá á að redda... því að fólk komist að samkomulagi... en samkvæmt þessum lögum þarf aðilinn sem að hefur forsjá yfir barninu ekki að komast að samkomulagi um eitt eða neitt... „Það er þá bara þitt mál ef þú vilt ekki hitta barnið/börnin þín“ (setning er sviðsett...). Þó að það sé smásmugulegt að tala um kostnað við að hitta barnið sitt þá er það staðreynd að fyrir fólk sem býr ekki í sömu bæjarfélögum (hvað þá sitthvorum landshlutum) að það getur verið kostnaðarsamt að þurfa alltaf að sækja og skila... Eins og Perla (konan sem vissi svo mikið um lögin) benti á þá undirstrikar þessi grein þetta fyrirvinnuhugtak sem við erum öll að reyna að breyta... Ég minnist þess að maður, búsettur á Hvammstanga (eða eitthvað álíka) skrifaði bréf í Morgunblaðið þar sem hann tók saman kostnaðinn af því að sækja börnin sín aðra hverja helgi til Reykjavíkur, þar sem barnsmóðir hans bjó ásamt börnunum. Hann tók þetta saman á ársgrundvelli og þetta var alveg fáránleg upphæð... fyrir utan tímann sem að þau 3 þurfa að eyða saman í bíl aðra hverja helgi...
Þetta var bara svona það helsta...

Þoliggi:
Mig þegar ég nenniggjað taka til!
Hvað "nemar" eiga marga bíla...
Hvað þessir "nemar" kunna ekki að leggja þessum bílum sínum!!! (sérstaklega gaurinn sem á heima fyrir neðan mig... 'að-leggja-í-bílastæði-skillið' hans er álíka og bavíana! og þá er ég ekki að gera lítið úr bavíananum)
Að vaska upp...

Fíla:
Karmellur (get it? :þ)
Að vera pabbi
Föstudagsmorgna í dagpabbahlutverkinu!
Námið
Rokk

This page is powered by Blogger. Isn't yours?