<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Þokkalega fyndið! :þ

Atli bró renndi með mér á sunnudagskvöldið uppí Borganes að skila Hlyni. Það er nú skemmst frá því að segja að við stoppuðum í sjoppu á leiðinni útúr 'bænum' (þorpinu frekar að mínu mati...) og Atli stökk inn að kaupa kók fyrir okkur. Svo kemur hann til baka brosandi út að eyrum með Sprite-rúðupiss. HAHAHA hann var eins og lítill krakki á jólunum :þ Ég spurði hann hvað hann hefði verið að spá í að kaupa sér blátt Sprite... hann var farinn að efast um ákvörðun sína og spurði hvort að ég væri búinn að prófa þetta. Nei sagði ég en þóttist nú vita það að þetta væri alveg sama Sprætið... bara með svona rúðupiss-effekt. Við lögðum af stað frá Organesi og Atli tók fyrsta sopann. Jæja... var þetta ekki alveg eins? Nei sagði Atli (huh?) „Það er miklu skemmtilegra að drekka þetta.“ HAHAHA Atli snillingur! Yfirleitt er verið að tala um magn eða gæði... neinei... Atli sér skemmtanagildið í þessu! Það er gott að geta séð góðu hlutina í lífinu... þó svo að stundum séu þeir eins og rúðupiss í útliti :þ

Annað fyndið var að Leibbi kom til mín þarseinustu helgi og drakk bjór með mér (skuldar mér... mundu það!). Það er nú skemmst frá því að segja að við fórum að spila á gítara (vorum alls 5 talsins með 3 gítara og fullt af góðu skapi). Gerðum nágrannakegglinguna brjálaða (vonandi) þó svo að hún hafi ekki barið á veggi eins og henni hættir til þegar einhver hljóð heyrast eftir 8 á kvöldin... sama hversu lítið... og sama hvaðan... bílíf mí!!! Leibbi fer að tala um einhverja stillingu á gítarnum og í miðju lagi fer'ann að 'stilla' gítarinn minn. Rétt áður en við förum í viðlagið segi ég við Leibba að ég drepi hann ef hann slíti fyrir mér streng... og viti menn, rottur og mýs... DOING!!! D-strengurinn slitnaði við mikla viðhöfn og fögnuð vistaddra (að mér undanskildum) en ég átti svosem von á þessu þannig að ég var ekkert að drepa hann. Ekki í þetta skipti... þó svo að menn hafi látið lífið fyrir minna. En Leibbi lofaði að splæsa á mig setti (strengja-) áður en þessi öld væri á enda þannig að ég tók það gott og gilt og ákvað að þyrma lífi hans. Svo kíktum við feðgarnir á þá bræðurna Doktor Leibba og Dallamússík og haldiði að í stað þess að kaupa fyrir mig strengi í gítarinn þá verslaði Dr. Leibbi þennan líka þvílíkt flotta KISS-bol!!! Ekkert smá ánægður með það!!! Fyrsti KISS-bolurinn minn (að mig minnir). Þessi mynd príðir bolinn að framan og aftan nema að á bakinu er hún í svarthvítu. GEGT KÚL!!!

Annað fyndið atriði að mútta og félagar í Og útlagarnir rústuðu bikarkeppninni í Línudönsum á sunnudaginn... tóku gullið með þéttri kántrí-línu og brosi! GJ það!!! Hlynur minn fór svo á kostum á meðan beðið var eftir verðlaunaafhendingunni með því að dansa einn á öllu gólfinu með kántrí-tónlist í bakgrunninum! Hann var að dansa kúrekadansa og var að bræða öll hjörtu þarna inni... náði af honum nokkrum myndum sem ég hendi inn á morgun... svo fæ ég vonandi vídeó-klippið frá Eygló og Þorgils sem náðu þessu á digital vél og camcorder. Algjör snillingur... og svo þegar hann var búinn þá fór hann bara og talaði við dómnefndina sem sagði við hann að hann væri svo góður að hann þyrfti ekki að fá númer (eins og krakkarnir í samkvæmisdönsunum voru að fá)! Hlynur rokkar feitt!!!

Gaman og fyndið :þ

This page is powered by Blogger. Isn't yours?