<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, febrúar 02, 2004

Tötsí móments...
Tók mig til og lokkaði Þóru sys með mér í bíó í gær á myndina Big Fish. Mér fannst hún vera ótrúlega góð... þetta er svona mynd sem verður pínu langdregin, en þegar hún er búin er hún ekki langdregin... skiljiði? Hvet alla til þess að fara á hana. Ég er ekki frá því að það hafi læðst fram eitt eða tvö tár þegar nálgaðist endan og ég var ótrúlega sáttur við stórkostlegan leik Ewan McGregors og Albert Finneys. Þessi mynd skilur helling eftir.

Svo hefur mig núna í þónokkuð langan tíma langað til þess að kíkja á myndina I am Sam. Þetta er mynd sem ég á á DVD og sá seinast í byrjun árs 2002. Það er skemmst frá því að segja að ég hef fræðst ótrúlega mikið um seinfæra foreldra í náminu mínu og var heilmikil umfjöllun um þau í Fötlunarfræði. Ég lá uppí rúmi í gær í fötunum, með sæng ofan á mér og grét úr mér augun! Veit ekki hvað kom yfir mig... Fyrir það fyrsta þá á Sean Penn þvílíkan stórleik í þessari mynd sem Sam, Dakota Fanning er alveg æðisleg og nær að tjá allan tilfinningaskalann og myndin sýnir það að greindarvísitala hefur ekkert með færni einstaklinga til þess að elska. Það er virkilega langt síðan að nokkur mynd hefur hrifið mig svona rosalega... Núna veit maður svo mikið um seinfæra foreldra; almenningsálit, lagalegan rétt og ströggl og stöðu að þessi mynd varð fyrir vikið 10 sinnum hjartfólgnari!

Ég ætla að koma með eina uppskrift fyrir ykkur:
Þriðjudags-, miðvikudags- eða fimmtudagskvöld skulið þið taka frá fyrir ykkur (hvort sem þið eruð ein eða ekki).
Fara út á næstu leigu og taka I am Sam.
Stíga útúr þeim daglega karakter sem þið eruð í (móðir, faðir, nemi, fyrirvinna o.s.frv.) og vera bara einstaklingar.
Koma ykkur fyrir fyrir framan sjónvarpið (með einhverjum eða án) með teppi, í kúristellingum eða ekki (eftir því hvort þið séuð ein eða ekki).
Rauðvín og ostar myndi passa ótrúlega vel inn í annars frekar rómantískt kvöld sem er í vændum en það er samt ekki endilega stemningarskapandi.
Njóta þess að horfa á alveg hreint æðislega hjartnæma mynd.

Ég er að hugsa um að horfa aftur á hana á fimmtudagskvöldið... og ekki spillti það nú fyrir mér ef það væri einhver hjá mér í þetta skipti... látum það liggja á milli hluta í augnablikinu...

Góða skemmtun...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?