<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, febrúar 07, 2004

Yndislegasta barn í heiminum!!!
Ef ég á ekki yndislegast barn í heiminum þá veit ég ekki hvað!!! Við feðgarnir fengum okkur kakósúpu og tvíbökur í kvöldmatinn af því að ég nenntiggjað elda eftir bisí dag.
Kláruðum verkefnið í dag ég og Gulli... flott verkefni... það er reyndar orðið eitthvað vandamál með mig að skrifa stutt verkefni... skiluðum 7 bls. (innifalið forsíða og viðauki) sem áttu að vera 2+ bls.... Jón Torfi ekki dæma okkur of hart!
Dagurinn byrjaði með 'Father-and-son-daddy-daycare' sem gekk bara fínt. Hlynur minn er svo mikill sjarmör að Aðalheiður Ósk elti hann á röndum allan tímann... :þ
Við feðgarnir renndum svo til tannsa (Hlynur var að fara í eftirlit) og hann stóð sig eins og hetja (sem er reyndar ekkert skrýtið af því að ef maður ýtir ekkert undir það að tannsi sé eitthvað issjú þá er það ekkert mál...). Hann fékk flotta bandaríska orustuflugvél í verðlaun... pantaði reyndar að fá sér hring næst og svo þar á eftir græna drekaflugu... Svo þegar ég er að borga þá segir tannsi og aðstoðarmaður að ég geti farið með bleika afritið til Tryggingastofnunar Ríkisins og fengið hluta endurgreiddan þar. Hmm... kom mér á óvart... hélt að það væri bara endurgreiðsla fyrir börn sem eru á grunnskólaaldri. Við fórum þangað í bakaleiðinni og það kemur í ljós að Hlynur er búinn að fá endurgreitt fyrir þess þjónustu á þessu tímabili (hann fór til tannsa í júlí í fyrra...), mér var svosem alveg sama... reiknaði ekki með að fá endurgreitt 'in the first place' þannig að ég var ekkert svekktur. Samt finnst mér 6000 kall svolítið mikið fyrir eftirlit og flúor hjá 4gra ára barni... en tennurnar eru í lagi og það er fyrir mestu.
Svo komum við heim og ég kláraði verkefnið, 'eldaði' kakósúpu og svo fórum við að kíkja á imbann.
Ég var frekar þreyttur í dag vegna næstum tveggja-tíma-símavændis sem ég stóð í í gærkvöldi :þ þannig að ég dottaði aðeins yfir imbanum... Haldiði að púkinn skríði ekki uppí rúmið til mín með teppi og breiði yfir mig!!! Þetta er svo fallega innrætt barn að það fyllir mig stolti alla daga!!!
Við lásum svo Gralla Gorm og stafaseiðinn mikla eftir hana Bergljótu Arnalds og svo sefur hann sínu værasta núna. Sætur strákur.
Það er kominn vinningshafi í gestaleiknum mínum... :)
Tæp vika í ródtrippið okkar útí buskann...
L8er

This page is powered by Blogger. Isn't yours?