<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, mars 06, 2004

Bónuspælíngin ógurlega...

Fór að spá í því í dag á meðan ég beið eftir Þóru sys að versla í Bónus... Sá nebblilega eina gamla kegglíngu og eitt úngtt par vera skoða strimilinn á leiðinni út úr Bónus. Hvað er málið með það??? Er það mikið um að fólk sé að klikka á kassanum eða sé hreinlega að svindla á fólki með því að láta það borga fyrir eitthvað og svo þegar það er farið að 'skila' því í kassann og hirða peninginn? Þetta er bara svona pælíng... bear with me... Svo þegar það er komið heim þá kemur það í ljós að fólkið gleymdi kannski pela af rjóma í búðinni sem það var búið að borga fyrir. M'key... setjum upp dæmi. Kegglíngin sem ég sá í dag tekur eftir því þegar hún er að rífa uppúr pokunum að það vantar pelann af rjómanum sem hún var búin að borga fyrir. M'key... hún ákveður að hún vilji ekki að Baugar eða Álftagerðisbræður/feðgar eða whatever, græði svona á henni þannig að hún ákveður að reyna eftir öllum mætti að endurheimta pelann. Til þess að tryggja það að starfsfólk Bónuss trúi henni þarf hún helst að mæta í sömu búð, sama dag eða daginn eftir. M'key... þannig að hún ákveður að gera sér ferð til þess að endurheimta pelann... Segjum sem svo að hún fari samdægurs... þá þyrfti hún (gróflega/lauslega reiknað) að eiga heima innan við 3 kílómetra frá þessari Bónusbúð sem hún verslaði í. Því ef hún á heima lengra í burtu þá er ferðakostnaður hennar kominn yfir það sem pelinn kostaði hana! M'key... þetter frekar einfalt dæmi fyrir þá sem nenniggjað reikna... ef hún á heima í þriggja-klikks-fjarlægð, þá kostar það hana 6 auka kílómetra að renna eftir pelanum. Ef hún á meðalbíl þá eyðir hann að meðaltali 10 lítrum á hundraði, plús það að ef bíllinn er orðinn kaldur þegar hún uppgötvar missinn þá eyðir hann eilítið meira fyrsta spölinn (jafnvel allan) sem kemur út sem aukinn bensínkostnaður... samt sem áður... hvernig sem litið er á þetta þá er fólk að tapa á því að versla í Bónus nema að það búi alveg við búð eða fari 'í leiðinni' á einhvern annan áfangastað. Meikar sens ekki satt? Þessar pælingar mínar...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?