<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, mars 04, 2004

Engir Gremlins... afmælisveisla um helgina... þreyta... sælens off ðe lembs... lausir endar...

Man... ætlaði að taka á leigu Gremlins 2 þó svo að hún fái bara 5.8 á IMDB. Langaði ótrúlega til að sofna yfir henni... En ekki í kvöld... né aðra daga! Hehe...
Mamma ætlar að sækj'ann Hlyn fyrir mig á föstudaginn og koma með hann í bæinn... svo förum við að versla í matinn og í kökurnar sem við ætlum að baka. Ég er búinn að kaupa afmælisgjöf fyrir Hlyn en ætla að bæta við hana eins og einni peysu og bók... held ég... Ég fór í Tónastöðina og keypti Ukulele fyrir Hlyn. Steini Hannesar, Þorsteins afgreiddi mig... alltaf gaman að sjá Stóní eða Steina plöntu eins og hann var kallaður eftir að hann lék plöntuna í uppfærslu FVA á Litlu hryllingsbúðinni.
Ég er geðveikt þreyttur núna eftir annasaman dag og ætla að skríða uppí rúm og sofna yfir 'Ðö sælens off ðe lembs' sem er snilldarmynd bæ ðe vei...

Æji... nenniggi meira núna... heyri í ykkur...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?