mánudagur, mars 01, 2004
Ég er ekki langt frá því...
að trúa því að ég hafi orðið fyrir árás Amors á laugardagskvöldið! Reyndar var þessi ástarengill engin smá smíði!!! Tæpir tveir metrar á hæð... með geðveikan lubba... í leðurjakka... og í staðinn fyrir að nota boga og örvar þá var hann vopnaður sígó! Þannig er mál með vexti að Svabbi vinur minn er náttúrulega algjör engill (það vita þeir sem þekkja hann). Svona lítur hendin á mér út eftir hann:
Amor brenndi mig með sinni sígó... þannig að þetta sat eftir... en það er alveg bara í takt við hvernig kvöldið var þannig að ég er alveg sáttur. Þannig var mál með vexti að ég var að fara að hitta þarna manneskju sem ég hafði hitt einu sinni áður... á balli á Flúðum seinasta sumar. Auðvitað heillaði ég hana upp úr skónnum þá með mínum einstöku danshæfileikum og vorum við að hittast til þess að endurtaka leikinn. Að sjálfsögðu tók ég dansgírinn með mér og allt gekk upp... þ.e.a.s. ég steig ekki á hennar tær (reyndar einhver önnur gella sem sat þarna hugsaði mér þegjandi þörfina þegar ég tróð henni um tær bókstaflega...), datt ekki um koll (náði ekki að flækja löppum mínum saman) og bókaði annað 'dans-deit' í nánustu framtíð... bara allt að gerast. Ótrúlega sáttur við lífið og tilveruna núna og ætla að reyna að tæla mömmu til þess að kenna mér alminnilega tjúttið um næstu helgi (ekki það að ég þurfi á því að halda :þ heldur bara til að vera sjóaðri).
Svo er einn gaur sem á allt gott skilið í dag í tilefni 5 ára afmælis en það er enginn annar en ta-ta-tamm!!! Hlynur Björn Ólason! Birti hér myndir af honum svo að það fari ekkert á milli mála hvaða upprennandi fyrirsæta og 'hjarta-bræðari' er á ferðinni:
Sætur gaur!
Til hamingju með afmælið kútur!!!
að trúa því að ég hafi orðið fyrir árás Amors á laugardagskvöldið! Reyndar var þessi ástarengill engin smá smíði!!! Tæpir tveir metrar á hæð... með geðveikan lubba... í leðurjakka... og í staðinn fyrir að nota boga og örvar þá var hann vopnaður sígó! Þannig er mál með vexti að Svabbi vinur minn er náttúrulega algjör engill (það vita þeir sem þekkja hann). Svona lítur hendin á mér út eftir hann:
Amor brenndi mig með sinni sígó... þannig að þetta sat eftir... en það er alveg bara í takt við hvernig kvöldið var þannig að ég er alveg sáttur. Þannig var mál með vexti að ég var að fara að hitta þarna manneskju sem ég hafði hitt einu sinni áður... á balli á Flúðum seinasta sumar. Auðvitað heillaði ég hana upp úr skónnum þá með mínum einstöku danshæfileikum og vorum við að hittast til þess að endurtaka leikinn. Að sjálfsögðu tók ég dansgírinn með mér og allt gekk upp... þ.e.a.s. ég steig ekki á hennar tær (reyndar einhver önnur gella sem sat þarna hugsaði mér þegjandi þörfina þegar ég tróð henni um tær bókstaflega...), datt ekki um koll (náði ekki að flækja löppum mínum saman) og bókaði annað 'dans-deit' í nánustu framtíð... bara allt að gerast. Ótrúlega sáttur við lífið og tilveruna núna og ætla að reyna að tæla mömmu til þess að kenna mér alminnilega tjúttið um næstu helgi (ekki það að ég þurfi á því að halda :þ heldur bara til að vera sjóaðri).
Svo er einn gaur sem á allt gott skilið í dag í tilefni 5 ára afmælis en það er enginn annar en ta-ta-tamm!!! Hlynur Björn Ólason! Birti hér myndir af honum svo að það fari ekkert á milli mála hvaða upprennandi fyrirsæta og 'hjarta-bræðari' er á ferðinni:
Sætur gaur!
Til hamingju með afmælið kútur!!!