<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, mars 06, 2004

Hey! svo er annað...

Held að mér hafi tekist að eyðileggja marengsinn sem ég var að baka fyrir morgundaginn... :( hann var aðeins of lengi inni í obbninum af því að ég var að blogga á Dúndurfréttasíðuna. Fór á algjöra snilldartónleika í gær á Gauknum! Þeir bara batna og batna þessir gaurar... það er alveg fáránlegt. Gleymdi samt að hringja í Geira bróðir hennar Sólborgar vinkonu minnar, til þess að taka hann með eins og ég var búinn að lofa... þoliggjað svíkja loforð... eigum við að fara út í pælingar í sambandi við siðferðiskennd, gildi og siðferðisþroska? Hélt ekki...

Plataði Hlyn minn BIG TIME í dag! :þ Ég keypti á hann geðveikt flottan íþróttagalla í Next í Kringlunni í fyrradag (fimmtudag) og 2 nærboli með hauskúbum og eldi og einhverju svona gauradóti... sry all... það er bara ótrúlega erfitt að breyta þessum hefðbundnu gildum og skráðum/óskráðum reglum samfélags okkar um kynhlutverk, félagsmótanir kynjanna o.þ.h. en ég er samt meðvitaður... svo keypti ég líka eitthvað svona máli-dót fyrir hann... skundaði heim með hann í aftursætinu, sendi hann í geimsókn til Fóu Feykirófu (Þóru sys) vegna þess að ég sagðist eiga eftir að pakka inn pakkanum hans. Hann var ótrúlega uppi með sér þegar hann vissi að hann ætti jafnvel eftir að fá fleiri pakka heldur en hann fékk í ammælisveislunni sinni á afmælisdeginum (1. mars). En ég er að fara að henda pappír utan um kassann af Ukulele-inu í þessum töluðu orðum og skrifa á ammæliskortið. Var eimmitt að hugsa um það í dag þegar ég keypti kortið hvað ég ætti að skrifa... hérna kemur hugmynd sem mér fannst geðveikt sniðug... en hugsa samt að ég noti ekki :þ :

Elsku eini Hlynur minn!
Innilega til hamingju með 5 ára afmælið! Vona að þú dafnir og getir notað þessa gjöf þér til framdráttar seinna meir í lífinu.
Þinn að eilífu...
Pabbi

HAHAHAHAHA fannst þetta geðveikt sniðugt með lokaorðin... þinn að eilífu! Snaraði þessu svo snögglega fyrir kímnis-sakir yfir á enskuna...

Until death do us part...
Daddy-daycare

Geðveikt fyndið... hehe!

Allaveganna... þá tókst svampbotninn alveg 'perfektó'... ef eitthvað annað kemur í ljós við smökkun á morgun, þá getur sú eða sá bara borðað einhversstaðar annarsstaðar! PERMANENTLY!!!

Svo er bara að rífa sig upp í fyrramálið... við ætlum í sund með Leibba og svo að kíkja í Kolaportið til að sjá hvort við finnum ekki Kiss-bol á Hlyn!!! JEEEE!!!

L(eight)er

This page is powered by Blogger. Isn't yours?