<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, mars 16, 2004

O, it's such a perfect day... I'm glad I spent it with you...

Alveg fullkominn dagur í dag. Ég vaknaði eldsnemma til þess að fá mér sígó og að leggjast aftur svo upp í heitt rúmið. Blasir ekki við mér þessi yndislega þoka!!! Var ég ekki búinn að segja ykkur frá því hvað mér finnst fallegt? Allaveganna þá finnst mér það alveg geðveikt þegar það kemur þoka... henni fylgir alltaf svo mikil dulúð... og svona 'mistík'. Ég og Gulli erum að gera verkefni um barnaskóla Hjallastefnunnar og haldiði að ég hafi ekki bara fengið mér ágætisgöngutúr í þokunni. Þokkalega sáttur við það... gekk á nokkra leikskóla til þess að fá álit kennara og leiðbeinanda á stefnunni.

Ég var að hugsa það á leiðinni heim að í þoku þá er eins og tíminn standi kyrr. Ég var umvafinn þoku, á leið sem ég kunni alveg... þ.e. vissi hvert ég væri að fara en samt er eins og í þokunni að áfangastaðurinn geti breyst frá því sem áður var ákveðið... Annað hvort svona Bermúda-træ'angúl þeingí eða bara að það gæti eitthvað á leiðinni breytt því hvert maður væri að fara. Mér finnst geðveikt gaman að pæla...
En með að tíminn standi kyrr þá fannst mér það þegar ég var umvafinn þokunni og heyrði í flugvél koma inn til lendingar (bý rétt hjá Reykjavíkurflugvelli...). Alltaf þegar maður heyrir í þeim koma svona nálægt sér þá sér maður þær... yfirleitt... en nú sá ég ekki neitt... leit upp og engin flugvél. Svo labbaði ég aðeins meira og þá fjarlægðist hljóðið... og það var eins og að flugvélin hefði verið kyrr í loftinu í smá tíma og ég hefði bara fjarlægst hana með því að labba frá henni... Mistík...

Svo til þess að kóróna annars frábæran dag þá sá ég líka ólétta konu. Þetta er ótrúlega falleg sýn svona í þokunni... þetta sameinar bæði dulúð, mistík og uppsprettu nýs lífs! Ein fallegasta sýn í langan tíma... ákkúrat í dag...

Þetta er góður dagur.

svo er ein mynd af ykkar einlæga frá árshátíðinni góðu... það koma inn fleiri myndir í dag... á heimasíðu Padeiu

This page is powered by Blogger. Isn't yours?