<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, apríl 19, 2004

Sweet soothing Thule!

Jæja... þá er allt komið!

Þann 14. maí næstkomandi legg ég af stað í rétt tæplega 19.000 km leiðangur til þess að sjá Kiss. Ég fer alla leiðina til Ástralíu... að hluta til af því að það er geggjuð hugmynd :þ

Ég flýg frá Keflavík til London... ferðafélagarnir á þeirri leið verða Valla og Addi kallinn hennar... (sry fanniggi bloggið þitt Addi).
Ég lendi á Stansted flugvelli og þarf að hlaupa niður til að ná StanstedExpress niðrí 'dántán' London, nánar tiltekið á Liverpool Street station. Þaðan tek ég tjúbið (lesist tube) á Paddington Street station þar sem ég tek HeathrowExpress út að Terminal 4 á Heathrow flugvelli. Þetta verður tæpt... en ég hef trú á því að æðri máttarvöld aðstoði mig þarna... (Krossa fingur pípol!).

Frá Heathrow í London flýg ég svo til Bangkok í Tælandi þar sem British Airways ætla að stoppa fyrir mig svo að ég geti fengið mér sígó. Það tekur 11 og hálfan tíma að fljúga þangað... þannig að sígó verður kærkomin 'on the second leg of the race' (Mamma... þetta er alveg eins og að ég sé að taka þátt í 'The Amazing Race'!!!). Ég ætti nú að ná hálfum sígarettupakka þarna því að við stoppum 3 tíma.

Frá Bankok flýg ég svo útúrreyktur af Marlboro lights (sem eru heilsuspillandi (svo ég verði ekki kærður)) til Sydney... sem er ekki höfuðborg Ástralíu og sem tekur mig rétt tæpa 9 tíma að fljúga. Þá fer mig nú að langa í sígó aftur... en ég mæti þar rétt tæplega 7 um morguninn á sunnudeginum 16. maí. Þá verð ég búinn að vera í flugvél í 3+11.5+9=23.5 klukkustundir.

Þegar ég kem til Ástralíu verð ég að redda mér einhvernveginn niðrí 'dántán' Sydney þar sem að hótelið mitt bíður mín. Þetta hótel er útbúið með líkamsræktarstöð... sána... heilsulind... o.fl. og BAR!

Þarna á hótelinu ætla ég aðeins að sprella... kíkjí sturtu og spa og eitthvað svona... svo ætla ég að taka útsýnisflug yfir aðalflóann í Sydney og smella nokkrum myndum af Óperuhúsinu í Sydney og borginni sjálfri og svona.

Þegar ég er búinn að þessu ætla ég að kíkja aðeins á Darling-höfnina (sem er víst voðalega fræg) og í Hyde Park og svo fer ég líklegast og fæ mér einn kaldann áður en ég leggst í rekkju hinumegin á hnettinum...

Ég hafði nú ekki hugsað mér að leggjast til hinstu hvílu þar sem að daginn eftir verð ég að leita að miðasölunni til þess að geta sótt miðann á Kiss!!! Ég er búinn að kaupa hann 'onlæn' þannig að ég þarf bara að taka með mér Júrókortið og einhver önnur skilríki til þess að fá miðann afhendann. Þegar ég er búinn að fá miðann í hendurnar fer ég fyrir utan Superdome-ið í Sydney um miðjan dag, mánudaginn 17. maí, sem er í Ólympíuhverfinu og planta mér einhversstaðar þannig að ég komist snemma inn til þess að berja goðin augum!!! :D

Ég ætla á næstu dögum að senda Gene Simmons úr Kiss tölvupóst og segja honum frá þessu ferðalagi mínu og að biðja hann um að hafa augun opin fyrir vitleysing sem verður alveg við sviðið og er að reyna að henda til hans íslenska fánanum til þess að minna hann á litlu (stórhjörtuðu) þjóðina á hjara veraldar... og hvetja hann og liðsmenn hans til að kíkja aftur til Íslands.

Daginn eftir þessa tónleika, þriðjudaginn 18. maí, ætla ég að brosa allan daginn, fara snemma út á flugvöll, skella mér um borð British Airways og sofa. Þegar ég kem svo heim miðvikudaginn 19. maí með Icelandexpress ætla ég að bruna uppá Skaga til mömmu... ekki segja orð... bara brosa... og sofa.

Ég er að verða búinn að upplifa þessa ferð mína núna um 100 sinnum í kollinum... og það er ALLTAF jafn gaman!!! :D

Æll kíp jú pósted!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?