<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, maí 21, 2004

Ferðasagan, part 1 

Föstudagurinn 14. maí:
Lögðum af stað út á flugvöll kl. 12:00. Bjór og pizza í fríhöfninni áður en við lögðum af stað með flugi AEU151 til London Stansted. Flugið var kl. 15:00 og við fórum ótrúlega seint út að hliðinu en vorum samt ekki tæp :þ
Ég svaf í klst á leiðinni til London með Icelandexpress.
Lentum rétt fyrir 19:00 (18:00 ísl.tími) að staðartíma og ég hefði náð því að stökkva niður í StanstedExpress og taka lestina niður í bæ og þaðan út á Heathrow flugvöll.
Þegar ég kom út var bílstjórinn minn búinn að hringja í mig og sagðist vera að leggja bílnum. Þá var ég kominn með hausverk út af vöðvabólgu í hálsinum. Eftir smá stund sá ég svo gaur með hvítt spjald sem á stóð: OLI ORN ATLASON. Það var léttir og pínu stemning :) Ég labbaði til hans og heilsaði honum og hann tók töskuna mína. Hann sagðist heita Keith en bar það fram KíF og F-ið geðveikt greinilegt :þ hehe.
Ég fékk að sitja frammí hjá honum og það er alltaf jafn fáránlegt í Englandi að sitja í bíl, farþegamegin... það er bara ekki rétt!
Ég bað sérstaklega um reykbíl þegar ég pantaði og það var heví sweet að geta reykt á leiðinni frá Stansted til Heathrow.
KíF bauð mér sígó eftir að við vorum lagðir af stað, einhverjar Silhouettes... en ég held að það hafi verið vegna þess að hann hafi aldrei reykt Marlboro lights og langaði að prófa mínar. KíF var ótrúlega fyndinn í útliti og með sítt að aftan... grannur gaur með hammararassgat. KíF sagði mér að hann hefði búið í Sydney í Ástralíu í 6 mánuði og hafi viljað búa þar áfram (ég skildi það vel eftir að ég var kominn þangað) en hafi flutt aftur útaf konunni sinni. Hún vildi ekki búa þarna.

Hann sagði að hann hefði þvælst þarna til að byrja með í nokkrar vikur með hljómsveit (sem ég man ekki hvað heitir). Það hafi verið svo mikið sukk að hann hafi reykt drasl sem hann hafði aldrei áður reykt og drukkið drasl sem hann hefði aldrei drukkið áður. Það voru 10 ár síðan en hann hélt að þetta væri ennþá svona :þ

Ég komst til Heathrow á klst og skemmti mér mjög vel á leiðinni spjallandi við KíF... hann var fyndinn gaur og hress.

Á Heathrow lenti ég svo í hellings basli! Var kominn þangað kl. 20:00 (19:00 ísl) og ætlaði strax að fara og tjékka mig inn. Flugmiðinn minn týndist í póstinum með 'The Royal Mail' í Englandi þannig að þeir ætluðu bara að 'rí-issjúa' miðanum og að hann biði bara eftir mér á Heathrow.
Ég fór náttúrulega í biðröðina hjá tsjékk-inninu og þegar kom að mér þá þurfti ég að fara eitthvað annað til að ná í miðann... Man... Labbaði eftir miðanum og svo fór ég aftur að tsjékk-inninu og þar gengur ekkert að tsjékka mig inn af því að ég er ekki með VISA (ekki kreditkortið) einhverja vegabréfsáritun sem leyfir mér að fara út fyrir ESB eða EFTA eða eitthvað kjaftæði. Það tók þessar elskur á Heathrow frá BA (British Airways) rúmlega klst að redda því fyrir mig þannig að ég var í góðum höndum svosem. Ég þurfti reyndar að borga 25 pund fyrir en það var nú lagi svo lengi sem að ég komst áfram.

Flug BA009 til Sydney, með viðkomu í Bangkok fór svo á réttum tíma kl. 22:00 að staðartíma (21:00 ísl).

Flugvélin var ekkert smá stór og ég sat í 35G frá London til Bangkok og aftur frá Bangkok til Sydney. Þessi vél var alveg eins og flugvélamappið í cs (fyrir þá sem vita hvað það er) og geðveikt þægileg. Þess má einnig geta að vélin rúmaði 432 farþega! Það var lítið sjónvarpstæki í hauspúðanum fyrir framan mann við hvert sæti og 18 sjónvarpsstöðvar!!! 10 af þeim voru með bíómyndum og ég horfði á 'The big bounce', 'The last samurai', Kill Bill vol.1', 'LOTR (Lord of the rings)-Return of the king', 'There's something about Mary' og 'The house of sand and fog' frá London til Sydney. Þetta var nú ágætt verð ég að segja!

Laugardagurinn 15. maí:
Flugið var 11 klst til Bangkok og frekar þægilegt flug. Vídíjó, góður flugvélamatur (já, það er satt!) - Karrý kjúklingur og maður getur drukkið eins og maður vill af vatni, djúsi, gosi, rauðvíni, hvítvíni og sterku á leiðinni!!! Ég fann ekkert fyrir reykleysinu og fékk mér aðeins eitt nikótíntyggjó undir restina á fluginu til Bangkok.
Við lentum í Bangkok, Tælandi um 15:30 staðartíma (08:30 ísl, lau) í 35°C. Sem betur fer var alskýjað!!! Ég svitnaði þó ekki neitt rosalega vegna þess að það var aðeins kaldara í flugstöðinni heldur en úti. En ómægad hvað þetta er mikill hiti!!! og rakinn í loftinu er verstur! Maður var allur orðinn rakur á húðinni áður en maður byrjaði að svitna!!!
Þarna vorum við í tæpa 3 tíma áður en flug BA009 hélt áfram til Sydney. Flug BA009 hélt svo frá Bangkok, Tælandi kl. 18:15 að staðartíma (11:15 ísl.).

Sunnudagurinn 16. maí:
Við lentum í Sydney rétt rúmlega 06:00 á sunnudagsmorgninum. Þá var klukkan 20:00 á íslandi og júróvisíjon að byrja eða byrjað. Ég skaust og bloggaði aðeins áður en ég fór frá flugvellinum.

Ég tók bara leigara frá flugvellinum að hótelinu, sem er á geðveikum stað í hjarta Sydney-borgar og borgaði ekki nema 25 AU$ (Ástralska dollara) sem er kannski 14-1500kall fyrir næstum hálftíma ferð!
Maður getur ekki tsjékkað sig inn fyrr en kl. 14:00 á hótelið og þurfti ég því að bíða í a.m.k. 7 tíma eftir því. Ég skildi því töskuna mína eftir og tók bara síma, veski, sígó og myndavélina og kannaði næsta nágrenni. Mig langaði til þess að fara og fá mér hammara og franskar einhversstaðar inni og fá mér bjór en gaurinn í lobbýinu á hótelinu reiknaði ekki með því að ég gæti gert það á sama stað á þessum tíma dags (7 eða 8 á sunnudagsmorgni). Ég labbaði á Oxford street sem er 5 mínútna gangur. Þar voru nokkrir pöbbar, næturklúbbar og dansstaðir, auk nokkra bakaría opnir. Djammið var ennþá á fullu og leðurhommastemning. Leigubílstjórinn sagði að þetta væri svona gay-stemning á þessari götu og ég komst mjög fljótt að því. Samkynhneigðir voru í meirihluta og mest af þeim var í einhverskonar leðurmúnderingu. Ég gekk götuna á enda til að sjá hvort ég fengi einhversstaðar borgara og bjór en gafst upp. Ég sátt eitt leðurhommapar og annar var allaveganna eitthvað heyrnarskertur því hann var með tæki í báðum eyrum og talaði við kærasta sinn með táknmáli.
Ég fékk mér svo Hungry Jack's double bacon whooper sem var alltílæ. Hungry Jack's er greinilega Burger king þarna því að lógóið og heitið á réttunum er það sama en þetta heitir bara ekki Burger king.

Þaðan fór ég rakleitt, kortlaus að Hyde Park sem er ótrúlega stór og flottur almenningsgarður. Þaðan kíkti ég á St. Mary's dómkirkjuna en fór samt ekki inn. Frá dómkirkjunni fór ég aftur í garðinn og stoppaði á kaffihúsi og fékk mér 2 öllara :) Þá tók ég fyrst eftir því að sólin fór í öfuga átt! Þarna fyrir neðan miðbaug fer sólin rangsælis. Þaðan ákvað ég að kíkja svo niður á Darling harbour og fór rétt áður en ég kom þangað smá rúnt með svona Monorail sem fer lítinn hring þarna í kring. Þaðan rölti ég niður á höfnina og fékk mér 2 öllara í viðbót :)

Ég ákvað að fara á sædýrasafnið sem er á höfninni og sé alls ekki eftir því! Geðveikt flott og ótrúlega vandað allt þar. Ég tók myndir eins og brjálæðingur og er meira að segja búínn að eyða einhverjum 20-30 sem tókust ekki vel!

Eftir sædýrasafnið tók ég rúnt um höfnina með Matilda Rocket Express og sá óperuhúsið í Sydney. Það kom mér geðveikt á óvart hvað það er lítið!!! En það er flott! Ég stökk úr í Rose Bay til að athuga hvort ég kæmist í útýnisflug fyrir Sydney-flóann en það var allt bókað og ég komst ekki :( en ég náði góðri mynd af pelíkana (Nigel úr Finding Nemo :þ ).
Ég hélt svo aftur á Darling höfnina þar sem ég lagði loks af stað uppá hótel. Ég tók samt smá dítúr (detour) og kíkti um borð í Vampire og Onslow. Vampire er tundurspillir og Onslow er kafbátur. Töluvert minni en maður sér í bíómyndum en var með 68 manna áhöfn! ÚFF!!! :/
Þaðan fór ég í Sky-turninn og tók myndir í allar áttir yfir Sydney og hún er endalaus!!! Ekkert smá stór!

Svo kom ég upp á hótelherbergi... Þetta þvílíkt flotta hótelherbergi!!! Ekkert smá SWEEEEET! 2 gallar við það reyndar: ekki hægt að opna gluggana og rúmið aðeins of stíft... en hey! Þetta var geðveikt næs!

Ég stökk niður í 7/11 (sevenellven) sem er í 5 skrefa fjarlægð og keypti mér samloku og kók (600 ml). Geðveikt fyndið... maður getur keypt litla kók í plasti 33 cl, svo 60 cl, 1.25 dl og eitthvað svona... alveg þvílíkt rugl einingar! Hehehe
Borðaði, fór í langþráða sturtu og svo að sofa. Svaf í 11 tíma og naut þess bara! Vaknaði mánudagsmorgun kl. 05:30 að staðartíma (19:30 ísl. sun.) og fór í morgunmat niðri í lobbýi kl. 06:30 (20:30 ísl.).

Eftir morgunmat ætlaði ég að skoða mig aðeins meira um.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?