<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, maí 25, 2004

Ferðasagan, Part 2 

Mánudagurinn 17. maí:
Ég vaknaði á mánudagsmorgninum kl. 05:30 eftir 11 tíma svefn... langþráðan... skrifaði ferðasöguna part 1 og fór svo í morgunmat. Ég fékk mér góðan morgunmat niðri í lobbýinu á hótelinu og hélt svo aftur upp á herbergið mitt. Þegar ég kom þangað ákvað ég að taka aðeins til! Það var allt í drasli og miðar og drasl út um allt. Ég nefnilega hef þann ósið að safna öllum miðum og svona drasli... sem minnir mig alltaf á svona ferðir... Ég er líka nett paranoíd gagnvart fólki sem þrífur fyrir mann hótelherbergið... er ekki vel við að þau gramsi í drasli manns. Ég skveraði herbergið og fór í sturtu aftur. Geðveikt næs að fara í sturtu eins oft og manni sýnist þegar maður hefur ekki komist í sturtu í langan tíma. Ég ætlaði að reyna að skoða mig aðeins meira um í Sydney en vildi samt ekki vera að fara of seint út á lestarstöðina uppá að missa af lest eða eitthvað þvíumlíkt. Þannig að ég rölti í áttina að lestarstöðinni og fór á netcafé og skoðaði póstinn minn o.fl. Rakst aðeins á Stebba frænda og Elísabetu á msn og spjallaði aðeins við þau. Svo um 11 hélt ég svo för minni áfram. Ég var í gallabuxum, skyrtu og með bakpokann minn og myndavélina. Hugmyndin var sú að fara og tjékka á hvenær lestin færi að ólympíugarðinum og skjótast svo til baka með myndavélina því að ég vildi ekki tapa henni. Ég vissi að ég gæti ekki farið með hana inn á tónleikana og vissi ekkert hvort að það væri hægt að geyma föt eða bakpoka þarna í ólympíugarðinum á meðan tónleikarnir væru. Vildi ekki taka neina sjénsa.
En hey... þegar ég kom á lestastöðina fékk ég miða fram og tilbaka en með þeim annmarka að seinasta lest færi frá ólympíugarðinum 23:30. Ég spurði hvort að hann vissi hvort að það væri hægt að komast með einhverjum öðrum hætti frá garðinum eftir það og hann hélt að það væri hægt að taka rútur. Strax byrjaður að taka sjénsa... Ég vissi að Kiss kæmu ekki á sviðið fyrr en í fyrsta lagi um 9 og reiknaði fastlega með því að þeir myndu spila í 2 tíma... þannig að mér fannst þetta stefna í að vera tæpt. Skítt með það... taka bara sjénsa... hafa áhyggjur af hinu seinna :)
Ég fór í lestina og ég get svarið það... ég held að ég hafi verið eini farþeginn!!! lest sem rúmar fleiri tugi manns, kannski 1-2hundruð. Lestarferðin tók 15 mínútur... stoppuðum 2svar á leiðinni... og ég var samt inni í Sydney!!! ÓMÆGAD hvað maður fattar ekki hvað þetta er stórt! Samkvæmt lestarkortinu átti ég að vera í miðri Sydney! og það tók ekki nema 3-4 mínútur að labba á lestarstöðina frá hótelinu!!!

Ólympíugarðurinn
Lestin stoppaði á svona endastöð við ólympíugarðinn. Svo labbar maður upp... eins og úr Subway og þá blasir við manni Telestar (minnir mig að hann heitir) leikvangurinn! Þvílíkt stór pakki!!! Það er allt svo stórt þarna!!! Ég fékk kort af svæðinu og labbaði bak við Telestar leikvanginn. Það tók mig 10 mínútur að labba endanna á milli!!! Trísis!!! OG ÞARNA VAR HÚN!!! SUPERDOME HÖLLIN Í ÓLYMPÍUGARÐINUM Í SYDNEY!!!
Það voru eitthvað um 10 manns þarna í biðröð þannig að ég var ekkert að stressa mig. Ég átti eftir að fá að vita hvar ég fengi miðann minn (pantaði hann á netinu og átti að sækja hann þarna rétt fyrir tónleikana) og fá mér eitthvað að borða og svona... Þannig að ég hélt aftur að infosenterinu sem var hjá lestarstöðinni.
Þegar ég kom þangað keypti ég batterý í myndavélina mína og afgreiðslumaðurinn var svo almennilegur að hringja fyrir mig í Ticketek og Superdome höllina til þess að athuga með fatahengi og hvar ég gæti nálgast miðann. Ég átti að geta sótt miðann á tveimur stöðum og Superdome var með fatahengi þar sem að það mátti ekki fara með bakpoka inn á tónleikana. Ég rölti því að hótelinu sem var þarna og ætlaði að fá mér Makkdónalds. Á leiðinni sá ég fyrst maura frá því að ég kom til Ástralíu... þannig að nú var ég búinn að sjá 2 geitunga og nokkra maura... bjóst við fleiri pöddum. Makkdónalds var fínn... var orðinn svangur... og svo fékk ég mér líka Makkflörrí... (ís) og það var ekkert smá sweet þegar þarna er komið við sögu á frekar heitum degi þar sem það var enginn vindur. Ég tók smá labbitúr eftir miðanum eftir leiðbeiningum frá afgreiðslumanninum... en þegar ég kom þangað eftir svona korters labb... þá gat ég ekki sótt miðann þangað. Ég átti víst að sækja miðann í Superdome-ið og miðasalan opnaði ekki fyrr en kl. 17:30... bömmer. Ég labbaði til baka og passaði mig að labba bara rólega og ekkert að vera að stressa mig til þess að ég myndi ekki stikna úr hita.

Biðröðin
Ég var svona 20 mínútur að labba aftur að Superdome-inu og þá var ekkert búið að bætast í röðina... ég reiknaði eiginlega með því að það myndi gerast á meðan ég var í burtu... en fólkið lét ekkert kræla á sér. Það var náttúrulega ógeðslega heitt og enginn vindur... en þetta fólk er vant betra veðri... þannig að ég var sá eini sem kvartaði. Það bættist ekkert fólk í röðina fyrr en um 14:00... ég kom í röðina um 12:30... þannig að ég setti bara upp sólgleraugun til að fá ekki sólsting... og reyndi að koma mér fyrir þannig að ég myndi ekki grillast þarna. Í biðröðinni á undan mér voru krakkar á svipuðum aldri og ég nema þar var ein kona og einn maður og eitt fullorðið par. Konan, sem ég kynntist síðar, heitir Joann (dsjó-enn) og var rúmlega fertugur kennari frá Canberra. Hún var þarna með syni sínum... sem var 16... en var ótrúlega líkur Billy úr Neibörs... gæti trúað því að þetta væri yngri bróðir hans eða frændi hans... en spurði samt ekki... Joann var í svörtum sokkabuxum, gallapilsi, Kiss stuttermabol og gallajakka... eflaust mesta pæja í sínu heimalandi... Hún hélt fyrst að ég væri frá Kanada... en talaði svo alltaf um Finnland sem mitt heimaland... alveg ekki að ná þessu :/ Næst á eftir mér í röðina kom svo John og líklegast bróðir hans... 13-14 ára trommari... fyrirmyndin hans er Peter Criss... ekki amalegt það. John er einn mesti aðdáandi Kiss sem ég hef hitt fyrr og síðar! Það er heill veggur þakinn í herberginu hans með Kiss dúkkum... og hann á Kiss-collectables sem voru gefin út í takmörkuðu magni... fullt af svoleiðis... meira að segja 2 tyggjó-plötur (eins og plötur í laginu... (LP) vínilplötur-með-tónlist-á) sem voru 'gefnar út' í kring um Unmasked plötuna hjá Kiss... 1982 eða 3 að mig minnir! Og tyggjóin voru ennþá í upprunalegum umbúðum. Svo var hann með Kiss karla í skúffu hjá sér sem enginn mátti snerta og allt svona... annars frekar klár og skýr náungi... vissi helling um Ísland... stundum er maður bara harður 'FAN'!!! :)

En nú líður að lokum vaktar í Álveri dauðans... ég held áfram von bráðar með Ferðasöguna, Part 3!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?