<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, maí 09, 2004

Þjóðlegur í morgunsárið...

Jæja... nú er allt að detta á tíma. Ég er með fyrirlestur á fimmtudaginn næstkomandi... þarf að skila ritgerðinni (seinustu) viku seinna... Kiss í Ástralíu eftir rétt tæpa viku... Bara allt að gerast.

Ég er hjá Mömmu Rokk þessa dagana þar sem að ég er byrjaður að vinna. Fór á fyrstu vaktina mína á miðvikudagskvöldið. Það var sama dag og ég komst að því að ef maður hleður rafgeyminn á bílnum sínum nógu lengi, þá kemst maður alla leið frá Ártúnsbrekkunni að Norðuráli á tveimur hleðslum. Rafgeymirinn í DPD (núna betur þekktur sem vínrauði ræfillinn) er ónýtur... þarf að redda því á morgun. :( En allaveganna... þá hlóðum við geyminn í svona korter uppí Ártúnsbrekku... ég var svo heppinn að Dabbi og Dísa nenntu að renna til mín til þess að gefa mér start og hleðslu. Svo til að toppa allt þá voru mamma hans og pabbi á leiðinni uppá Skaga, þannig að ég vissi að ég yrði ekki strandaglópur á leiðinni. Ég hringdi í Villa (pabbi Dabba) rétt áður en ég koma að göngunum og sagði við hann að það liti allt út fyrir það að ég myndi meika göngin, en þar sem að ég væri með OG vodafón gæti ég ekki látið þau vita ef ég yrði strand í göngunum. Hann yrði bara að fylgjast með því ef hann sæi strandaglóp fórnandi höndum og veifandi eins og bavíani í göngunum. Og viti menn... bílinn drap á sér rétt eftir að ég kom inn í göngin... þannig að ég lét mig renna alveg neðst í göngin og beygði þar inn í innskot og beið eftir Villa og Allý. Ég beið í svona korter áður en þau komu, en þau redduðu mér hleðslu sem dugði inn að Álveri. Þetta var alveg geðveikt fyndið.

Allaveganna... eftir fyrstu næturvaktina kom ég heim til múttu... og opnaði ísskápinn til þess að athuga með æti. Ég endaði svo með því að fá mér 'mömmu-spessíjal-kinda-kæfu' og ískalda mjólk... það var geðveikt þjóðlegt og sweeeeeet! Kæfan hennar mömmu er alveg 'one-of-a-kind'!!!! En allaveganna... þá byrja ég lærdóminn að fullri alvöru á morgun svo að ég þufi ekki að hugsa útí neitt á meðan ég er á leiðinni til Ástralíu.

Eins og einn vinnufélagi minn orðaði það: Þú hefur allaveganna rúmlega sólarhring til þess að komast í háloftaklúbbinn... tvisvar...

Ég ætla ekki að gera það að priority vegna þess að það er smáatriði! En meira á morgun...

Lúf ppl!!!

Rokk

This page is powered by Blogger. Isn't yours?