<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, maí 11, 2004

Mamma Rokk er snillingur!!!

Það hefði enginn annar en mamma getað púllað stöntið sem hún púllaði í dag! :)
Þannig er mál með vexti að vínrauði ræfillinn er búinn að vera til trafala... ekki til traveling... En allaveganna þá lauk (að ég vona) mínum vandræðum í gær með því að ég fjárfesti í nýjum rafgeymi í aumingjann. En ég var náttúrulega ekki á bílnum af því að hann fer lítið í gang þegar það er ekkert rammaggn á geyminum... og að hann hleður ekki altanítorinn hjá mér >:[
Þannig að ég fór rétt rúmlega 11 í gærkvöldi í Nagagesti (lókal húmor... Skaganesti) og fékk lánaðann rafgeymi af því að ég var ekki viss um hvort að hann passaði í þartilgerðarafgeymasætiðundirvélarhúddinu og vildi því ekki borga hann og fá svo innleggsnótu í sjoppu fyrir 12þúskall. Hver vill það svosem :þ Þannig að ég fékk hann lánaðann og ætlaði að redda þessu þannig að ef hann passaði í rafgeymasætið þá myndi Atli bró koma með kortið mitt daginn eftir og borga helvítið (af því að ég var að vinna í allan dag). Svo þegar ég kem heim um 01:30 í nótt eftir að hafa verið að læra í mest spúkí-drauga-sitjúeisjoni ætlaði ég að koma nýja Banner rafgeyminum fyrir. AUÐVITAÐ passaði hann ekki... þannig að nú voru góð ráð dýr. Ég byrjaði á því að hætta að ergja mig áissu og fara að sofa. Svo þegar ég vaknaði í morgun (06:30) þá rakst ég á mömmu og sagði henni að hún þyrfti að fara með rafgeyminn sem var í bílnum hennar í Nagagesti og fá annan þar og borga fyrir þann, koma honum einhvernveginn heim í eða fyrir hádegið til þess að Atli gæti skellt rafgeyminum í til þess að hann kæmist með hann í smurningu í dag. Ekkert mál...
Atli hringdi í mig í hádeginu þegar hann var að plögga geyminn... og viti menn... vínrauði ræfillinn breyttist á svipstundu í Díp pörpúl drekann!!! Tala nú ekki um þegar hann var loksins farinn að spúa almennilegum eldi í stað sóts og drullu eftir olíuskiptin. Svo hringdi ég í Atla aftur þegar hann fór að sækja bílinn og enn og aftur öskraði hann sig í gang... ekkert á hatrinu... heldur stoltið uppmálað!
Allaveganna... til að gera langa sögu stutta... þá hringdi ég í mömmu til þess að þakka henni fyrir að hafa staðið í þessu veseni fyrir mig í morgun og þá segir hún við mig að hún hafi bara fengið mismuninn af geymunum (12þús-9þús=3þús) til baka... heppinn þar. Nema hvað að ég greiddi aldrei fyrir geyminn!!! HAHAHAHA! Ég fékk lánaðann geymi og mamma skilaði honum fyrir mig og fékk ódýrari týpu og 3þúsgall til baka! Þannig að Nagagesti borgaði mér 3þúsgall fyrir að 'kaupa' rafgeymi af þeim sem kostaði 9þús. Geðveikt fyndinn pakki hérna ppl! En vegna þess að ég er svo heiðarlegur og fallega innrættur, vel upp alinn og allt það þá fór ég um leið og ég kom heim úr vinnunni... skilaði 3þúsgallinum og borgaði geyminn... fæ betri stað á himnaríki fyrir vikið... er alveg viss um það.

En ég held að það sé nokkuð ljóst að maður lætur mömmu díla fyrir sig í framtíðinni... maður lætur hana kannski 'borga' skólagjöldin næst... og kemur út með 60þúsgall í plús! Ekki slæm viðskipti þar. Svona verður maður ríkur!

En af mér er annars lítið að frétta... búinn að vera að ergja mig svolítið á því hvað DPD (A.K.A. vínrauði ræfillinn) er búinn að vera leiðinlegur... held að hann sé kominn á gelgjuna... hann er náttúrulega orðinn 13 ára sko... nennir ekki að bursta tennurnar (hlaða geyminn)... nennir ekki að gera heimilisverkin (eiga rafmagn fyrir nauðsynjar eins og ljósin)... og er bara almennt með stæla. Svona er þessi gelgja. Ég er byrjaður að vinna hörðum höndum að fyrstu milljóninni minni (byrjaður á vöktunum inní Norðurál) og er að fara að fara út til að sjá KISS!!! Það kemur kannski lítið viðtal við mig í Rokklandi hjá Óla Palla útvarpsmanni ef ég verð þægur og skemmti mér vel úti í Ástralíu.

Annars hef ég það bara fínt...

Vera svo dugleg að fylgjast með um helgina á blogginu mínu þar sem að ég kem með vísirinn að ferðasögunni með sms-skeytum frá hinum og þessum stöðum í heiminum og mismunandi heimsálfum!!!

Heyri í ykkur

This page is powered by Blogger. Isn't yours?