<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, júní 12, 2004

Ehemm... 

HEY!!! Hvað syngur í ykkur?!? Ég er búinn að vera í smá pásu... ég nenni varla að blogga þegar ég er að vinna og ég var að vinna núna mán, þri, mið og fim. Á fimmtudagskvöldið var Keilumót D-vaktar haldið í Keilusal Akraness. Það er nú skemmst frá því að segja að ykkar einlægi vann ekki að þessu sinni... þó svo að stutt hafi verið í sigurinn. Ég ákvað bara að spila á aflinu og heimskunni og það var miklu skemmtilegra heldur en að vera að taka snúninga og eitthvað svona BS! Þetta dróg hópinn ótrúlega saman... merkilegt hvað það gerir það alltaf :) Sissó vaktstjóri vann þetta eins og allt annað... :( Hann vinnur alltaf hjólreiðakeppnirnar... svo núna keilumótið... en það er náttúrulega bara svo að hann reki okkur ekki :þ Það er alltaf þannig að ef maður vinnur yfirmanninn í einhverju, þá er maður bara drekinn. Hehe... Mæli með því að fólk sem er að fara í keilu prófi "Aflið og heimskan" aðferðina... gegt sweet :þ

Mamma Rokk er búin að vera að skoða núna í hvað hún eigi að eyða peningunum sem frúin í Hamborg gaf henni... þannig að við fórum og skoðuðum glænýja Mözdu 6 í gær... geðveikt sweet ride... en það er samt einn galli við hana sem verður líklegast til þess að mamma kaupir hana ekki... það er ekkert ljós í hanskahólfin! Hvernig er hægt að borga 2,4 milljónir fyrir bíl og fá ekki ljós í hanskahólfinu?!?!?

Svo eitt fyndið í restina...
Eftir Keilumótið fórum við Svabbi og Ármann heim til Svabba til að horfa á LA Lakers og Detroit Pistons leikinn... það er ekki frásögu færandi nema að Svabbi á LA-Z-Boy sófasett og einn LA-Z-Boy stakann... ég kom mér fyrir í þessum staka og held að ég hafi ekki náð tveimur mínútum af leiknum áður en að ég sobbnaði :þ Svo þegar Ármann fór klukkan 6 um morguninn þá stóð Svabbi yfir mér og sagði:
S:Óli! Koddu inn í rúm.
Ég: Nei... þetter fínt maður...
S: Jú koddu inní rúm... þú færð bara hálsríg og eitthvað af því að sofa þarna...
É: Ókey... fínt maður...

stóð upp... klæddi mig úr fötunum og skreið uppí rúm til Svabba. Svo þegar ég vaknaði kl. 11:10 var ég að bylta mér og eitthvað svona... endaði svo á bakinu og Svabbi við hliðina á mér. Ég lokaði augunum aftur og var að vonast til að sofa í smá stund í viðbót og þá setti Svabbi hendina á sér yfir magann á mér... ég hugsaði með mér... Jæja... það er kominn tími á mig held ég... HAHAHA
Svo skreið ég bara frammúr og drullaði mér heim.
Hehehe... en svona er gott að eiga góða vini... sem kúra bara hjá manni þegar því er að skipta :þ

This page is powered by Blogger. Isn't yours?