<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, júní 04, 2004

Ferðasagan, Part 3 - Grand finale! 

Löng lesning... en þess virði :)

Biðröðin - frh.
Að öllu öðru leyti voru yfirleitt venjulegt fólk í biðröðinni. Þarna var rætt um heima og geima, Kiss, fasteignaverð í Ástralíu...
Svona eftir kl.16:00 fór sólin að draga sig í hlé á bak við skýin, mér til mikillar ánægju... hjúkkitt segi ég nú bara... alltaf styttist í tónleikana og ég var orðinn spenntari og spenntar... samt var það eins og að minn draumur væri þegar búinn að rætast þó svo að tónleikarnir væru ekki byrjaðir og að ég var ekki einu sinni kominn inn í Superdome höllina!!! Það var að líða að mánudagskvöldi og ég var búinn á þessum tímapunkti að ferðast yfir hnöttinn... skoða brot af Sydney-borg í Ástralíu... orðinn ástfanginn af borginni... í ótrúlegum fílíng... og sólin farin í frí... ég hugsa að ég gæti varla verið hamingjusamari á ákveðnum tímapunkti þegar ég hugsaði til baka um þetta ævintýri sem senn var að líða undir lok.
Nú fór að sjást í gæslufólk innandyra og utan... og þau voru að minna fólk á það að það væri harðbannað að fara með bakpoka inn í höllina á tónleikana.
Svo var líka annað... ég átti eftir að fá miðann í hendurnar! Ég hélt að ég kæmist inn og þar gæti maður tekið við miðanum... en þá sagði John mér að maður þyrfti að fara að aðalinngangi hallarinnar til þess að fá miðann sinn afhentan. Ég var nú ekkert að stressa mig á því af því að þegar maðurinn í infoinu hringdi fyrir mig sagði hann að miðasalan/pickuppið myndi opna kl.16:30. Svo á hinum staðnum, þar sem ég gat ekki sótt miðann... þar var sagt að miðasalan myndi opna um 17:00 og svo var ein úr gæslunni sem taldi að það myndi ekki opna fyrr en 17:15...
John og fjélagar buðust til þess að passa fyrir mig stæðið í röðinni svo að ég gæti skotist og sótt miðann... Ég fór af stað og lenti í smá biðröð þar... en ekkert stress af því að fólk var bara að sækja miðann sinn... lítið mál... þurfti reyndar að bíða í svona korter... en það reddaðist alveg.

Þegar ég kem til baka eru allir að standa upp og röðin að þéttast!!! Þetta var að fara að byrja! Ég komst inn í röðina á sama stað hjá John og Joann og fleirum en var samt svolítið hræddur um að þetta yrði eitthvað tæpt út af bakpokanum mínum. Það var hægt að geyma töskur og svoleiðis í næstu hurð... en stelpan sem benti mér á að miðasalan opnaði ekki fyrr en 17:15 sagði að það myndi bara opna á sama tíma og húsið... kl.18:00...
Nú voru góð ráð dýr! Ég var það framarlega í röðinni að ég sá fram á það að ef ég færi með bakpokann minn myndi röðin gjörsamlega hlaupa framúr mér og ég myndi missa plássið mitt... og þurfa að kjafta mig inní röðina hjá einhverjum sem myndi líklegast ekki fíla það neitt spez.

Þannig að ég stökk úr röðinni aftur og beið eftir að það opnaði í töskugeymslunni. Til að gera langa sögu stutta... opnaði töskugeymslan 5 mínútur í sex og ég var fyrstur inn... lenti í smá panik þar af því að maður átti að skrifa lýsingu á töskunni og innihaldi... ÉG HAFÐI EKKERT TÍMA FYRIR ÞAÐ!!! En það reddaðist og ég komst aftur á sama stað í röðinni.

INSIDE!!!
Þegar inn var komið þurfti maður að hlaupa upp 4-5 tröppur og svo niður eina hæð og fara svo þar sem maður fékk svona armband (sem fer aldrei af BTW!) og svo tók enn meiri bið við :o/ Það var ótrúlegt hvað allir hlupu... hvað ég hljóp... ég var eins og krakki sem var nývaknaður á aðfangadag... hlaupandi inn í stofu til þess að skoða hvað það væru margir pakkar undir jólatrénu. Hjartað hamaðist sem aldrei fyrr... og spenningurinn var að gera útaf við mig. Svo kom bara í ljós að ég þurfti að bíða í svona hálftíma í viðbót! Styðsti hálftími ever!
Svo var okkur hleypt inn á gólfið í höllinni!!! Það var mikið hlaupið aftur og þau hlaup enduðu þannig að ég komst alveg að sviðinu og var aðeins hægra megin við miðjuna og það voru 2 manneskjur fyrir framan mig. Báðar náðu þær mér upp að höku þannig að ég sá allt sviðið mjög vel :D GEGT SPENNTUR!!!

Enn tók við bið... en hún var stutt þangað til að Machinegun Fellatio byrjaði... Ég ætla ekki að linka á þá hörmung... þetta var eins og fjöllistahópur... mínus list! Bara einhver HEILHVEITIS fjölhópur! Alveg hvað þau sökka... Á greinilega að vera eitthvað svona fjöllistaband... sem hneykslar... og eitthvað... við púuðum þau niður þegar þau voru hætt... Maður meira að segja fylltist viðbjóði þegar aðalsöngkonan í hljómsveitinni klæddi sig úr öllum fötunum í seinasta laginu og stóð nánast nakin á sviðinu... (hún var í mjög grófum netasokkabuxum... þannig að það sást allt) og það hefur líklegast átt að tákna eitthvað... eða senda einhver skilaboð að hún tók grímu af Gene Simmons og hélt henni í skauti sér á meðan hún hljóp um sviðið og sprautaði tómatsósu frá klofinu á sér! Hún fór með aðra hendina fyrir aftan bak og niður fyrir rass... þannig að það var eins og hún væri að sprauta blóði? úr'enni! Alveg súrt... ósmekklegt... og algjör viðbjóður.

Svo kom á sviðið Grinspoon sem var öllu skárri... þetta var flott rokk sem þeir spiluðu og mér var svolítið skemmt því að ég er ekki frá því að söngvarinn sé geðveikt líkur Halla (að mig minnir) trommara úr Botnleðju... endilega kíkið á þessa mynd hér, hann er í rauða bolnum...
Söngvarinn var nokkuð góður og það er eftirminnilegt að í einu laginu þandi hann raddböndin í botn og það kom svona öskur/verkstjóra-skipunar-söngur sem ég hef aðeins heyrt áður hjá meistara Leibba Djazz. Flottir.

KISS
Þá var stundin runnin upp! Klukkan var 21:00 þegar Grinspoon kláruðu og þá byrjaði salurinn að tryllast! Það var ákaft klappað fyrir sviðsmönnunum (eins og gjarnan er á tónleikum hérlendis :þ ) og óldskúl rokk hljómaði í græjum hallarinnar. Þarna voru á bilinu 25-30 þúsund manns og það skapaðist geðveikur spenningur/fílíngur í liðinu!!! :D
Ég var reyndar orðinn rosalega þreyttur í bakinu á þessum tíma og átti bágt með að standa kjurr... það var komið mikið af fólki þétt upp við mig úr öllum áttum... en það var bara stemning. Ég notaði tækifærið og bað stúlkuna afsökunar sem stóð fyrir framan mig á því að ég væri alltaf að rekast með hendina í rassinn á henni. Hehe... ég var alltaf með hendurnar í vösunum og var alltaf að skipta um löpp til að standa á til þess að reyna að hafa það sem þægilegast og var alltaf að rekast í hana... hún sagði að það væri nú lítið mál... og bað mig fyrirfram afsökunar á því ef hún skildi stíga á tærnar á mér... þótti það nú lítið tiltökumál.

Nú gekk fremst á sviðið einn sviðsmannanna og bretti ermina á stuttermabolnum upp yfir bæsepinn á sér (upphandlegsvöðvann) og kissti hann... allir horfðu furðu lostnir á gaurinn... svo bretti hann upp hinum megin og kissti hann líka... Lagið "Won't get fooled again" með The Who hljómaði undir á meðan... og svo á ákveðnum kafla í laginu (nákvæmlega 7:44 mínútur inn í lagið) kom rosa sprenging, gaurinn snéri baki í okkur og stóð eins og Y á sviðinu með hendurnar upp í sitthvora áttina og niður datt risastórt svart tjald sem á stóð K I S S !!! Ég hef aldrei á ævinni (að ég held) fengið svona rosalega gæsahúð!!!!!!! Ég var alveg að missa það... það voru kannsi 5-10 mínútur í hljómsveitina sem ég var búinn að hlusta á hálfa ævina!!! Fólkið í höllinni gjörsamlega trylltist og ég stóð sjálfan mig að því að brosa allan hringinn samhliða þessari rosalegu gæsahúð... ég gleymdi þreytunni í bakinu... ég fann að ég brosti inní mér... og ég svipaðist eftir einhverjum til þess að faðma :D Var samt pínu feginn að ég þekkti engann þarna... ég hefði bara farið að grenja! HAHAHA

Í höllinni heyrðist svo: You wanted the best... you got the best... the most hottest band in the world... KISS!!!
Ljósin komu á sviðið og þarna voru þeir holdi klæddir!!! Gene Simmons, Paul Stanley, Eric Singer og Tommy Thayer. Allir í búningum og með upprunalega málningu! Ég get svarið það að ég vissi ekki hvernig ég átti að mér að vera!!! Ég svoleiðis öskraði inní mér... brosti út að eyrum og ég fann að það læddist út úr mér smá geðveikislegur hlátur... bara svona geðveikislega... ég var á barmi taugaáfalls! Þeir byrjuðu á því að taka "King of the nighttime world"... Djísus... þarna var ég... í Ástralíu... á Kisstónleikum... og þeir voru í seilingarfjarlægð! Búinn að ferðast þvert yfir hnöttinn... og þarna var ég... ég var orðlaus, ánægður, hamingjusamur, hrærður, dolfallinn og allt sem hægt er að vera á einum af stærstu stundum manns í lífinu... nema bara í 10unda veldi! Bakþreyta? hvað er það?? Eitthvað sem ég fann ekki fyrir restina af ferðinni!

Þeir hlupu út um allt á sviðinu... virtust vera í ótrúlega góðu formi (aðallega Gene og Paul, en þeir eru komnir yfir fimmtugt)... léku sér að áhorfendum sem öskruðu, sungu, hoppuðu og brostu (ég var engin undantekning).
Þeir tóku frábær lög:
King of the nighttime world
I love it loud
War machine
Christine sixteen
Deuce
Doctor love
Heaven's on fire
I still love you
God gave rock and roll to you

Eftir rúmlega helminginn af tónleikunum slökknuðu ljósin í salnum. Ég sá í myrkrinu að Gene Simmons stóð á miðju sviðinu og ég vissi að það væri að koma blóðsjóv! Eftir smá stund kom spotlight á Gene þar sem hann stóð á miðju sviðinu og einn blóðdropi læddist út um munnvikið á honum. Hann sló á strengi bassans þannig að það kom mjög myrkt og drungalegt sánd úr bassanum og smám saman rann meira og meira blóð úr munninum á honum. Gjörningurinn stigmagnaðist þangað til að hann opnaði munninn og rak út úr sér tunguna og... og... og... þetta var ótrúlegt að sjá þetta svona læf!!! Svo krosslagði hann hendur og stóð kyrr á meðan þakið ætlaði að rifna af höllinni útaf fagnaðarlátum. Þegar fagnaðarlætin náðu hátindi á desibila-skalanum hófst hann á loft og var hífður lengst fyrir ofan sviðið þar sem hann stóð á örlitlum palli á stæðunni sem hélt ljósunum. Allir í höllinni öskruðu lungum og lifrum... þegar fagnaðarlátin minnkuðu öskraði hann í míkrafóninn sem var þarna uppi: Ó JEA? og allir svöruðu Ó JEE! Aftur öskraði hann: ÓÓ JEEEAA?!? og við öskruðum til baka: Ó JEEEEEE!!!! Þá svaraði hann: Well all right... og svo spiluðu þeir Unholy. ALVEG GEÐVEIKUR PAKKI!!!

14 meðlimir symfóníuhljómsveitar Melbourn voru með þeim í nokkrum lögum á þessum tónleikum til þess að fylgja eftir vel heppnuðum tónleikum frá því í fyrra. Þessir tónleikar eru skyldueign á DVD! Saman tóku þau meðal annars:
Detroit Rock city
Love gun
Rock and roll all nite

Þetta var bara geðveikt!!! Paul Stanley var með rólu sem hann fór í og renndi sér yfir allt A-svæðið á gólfinu og stoppaði svo á miðju gólfinu þar sem hann var á smá palli og spilaði og söng þar eitt lag. Trommusettið var á palli sem var á lyftu og í seinasta laginu lyftist trommusettið langt upp frá sviðinu með tilheyrandi 'fireworks' og reyk og gufu. Og í Rock and roll all nite sem var seinna uppklappslagið, frussaðist fleiri fleiri tonn af pappírsræmum yfir alla í höllinni, frá sviðinu. Það var svo mikið að á tímabili sá ég varla upp á svið... þó að ég stæði alveg upp við það!!! 2 skjáir voru inni á sviðinu, 2 fyrir utan svo að allir gætu borið goðin augum... og svo á einum tímapunkti renndi myndavélin út í salinn og stoppaði á einni gellu sem flassaði brjóstunum svo að 25-30 þúsund manns gætu sé þau... en n.b. hljómsveitin sá þau ekki :þ

Semsagt:
Kiss, búningar, málaðir, flugeldar, sprengjur, sprengingar, eldspúandi svið, blóðsjóv, brotinn gítar í restina á tónleikunum, brjóstum flassað... Ég held að ég hafi sjaldnar komist nær himnaríki! Ég fékk 'the works'... bara allan pakkann!!! Þetta var svo geðveikt að ég hef bara ekki upplifað annað eins. Lögin voru geðveik... ótrúlega flott... sjóvið í kringum þá var klikkað flott... sprengjurnar, sprengingarnar og eldurinn var ótrúlegt... Þessu gleymi ég aldrei... það er nokkuð ljóst!

Þegar ég kom svo út af tónleikunum og var að senda sms heim á bloggið mitt varð ég fyrir svo mikilli geðshræringu að ég átti virkilega bágt með mig... ég rölti í áttina að lestinni með kökkinn í hálsinum og tárin í augunum. Þetta var svo fyllilega þess virði að fara alla þessa leið til þess að upplifa þetta að það hálfa væri nóg... ég væri svo til í að gera þetta aftur... fljótlega! En læt það bíða aðeins... smá stund... :þ

En ég fer aftur til Ástralíu... og hvet alla til þess að kíkja þangað... ég get gefið pointera í sambandi við að redda sér ódýru flugi... endilega hafiði samband.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?