<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, júní 28, 2004

Fors-da-kossníngarnar 

Komment frá mér: Það er bara kominn tími á að fólkið í landinu fái að taka þátt í því sem er verið að braska á Alþingi. Þetta eiga að vísu að vera fulltrúar okkar... en Davíð er enginn fulltrúi minn og mér finnst hann bara haga sér það barnalega að hann geti ekki verið í forsvari fyrir mínar skoðanir og væntingar til helstu ráðamanna þjóðarinnar og ákvarðana þeirra!

Til hamingju Ólafur! Minn maður...

Mér finnst að forsetinn eigi að vera svolítið til baka og þegar koma upp einhver deilumál eins og t.d. fjölmiðlafrumvarpið þá eigum við að fá að kjósa um það við sjálf! Ég get bara ekki trúað því að það sé nokkur maður fyllilega sáttur við aðgerðir og pælingarnar á Alþingi og þá meina ég að frádregnu því að ekki sé hægt að gera öllum til geðs. Óli er bara kúl gaur... á flotta kellíngu... og mér er alveg sama hvort að hann skilji ekki neitt eftir sig í þessu embætti... Þá er það bara þannig... ekkert flókið... hann er allavegana ekki að gera einhverja skandala og hann kemur vel fyrir.

Svo þoli ég ekki heldur þegar það er alltaf hringt í hann Hannes Hólmstein því að hann endurtekur alltaf það sem Dabbi kóngur segir og kann ekki einu sinni að fara eftir einföldum-basic ritgerðarreglum... og kennari/prófessor við Háskóla Íslands í þokkabót. Gaurinn kemur bara slæmu 'reppi' á þá merku stofnun!

En þetta er endanlegt núna... Óli verður næstu 4 árin... og ég held að það sé skömminni skárra heldur en að fá sjálfstæðismann, sem sér glæpamenn á hverju horni, eða friðarsinna, sem beitir herskáum aðferðum og heimsku við framboð sitt, til þess að taka við forsetaembættinu.

Bara vona innilega að sjálfstæðismenn fari nú að sjá að sér og sjá það í hendi sér að sjálfstæðisflokkurinn er endanlega búinn að gera í sig... og er með persónulegar og barnalegar blammeringar í allar áttir í stað þess að líta í eigin barm.

Ein pæling með fjölmiðlafrumvarpið... Hvernig höfðu þeir eiginlega hugsað sér að 'rigga' RÚV-Dauðans þar sem að það er með stærstu fyrirtækjum í einkaeigu... auk þess að það rukkar ólöglega afnotagjöld af landsmönnum þjóðar sinnar (sem gera ekkert í því) vegna þess að þetta á að vera almannavarnatæki og halar þar að auki inn auglýsingatekjum?!? Er Ríkið (set þetta inn með stórum staf vegna þess að þetta fer að verða að PRINSESSU-STOFNUN!) gulla-gull?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?