<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júní 15, 2004

Hlynur fyndni! :D 

Eins og ég var að segja áðan... þá á maður stundum erfitt með að halda sér vakandi við og eftir að lesa uppi í rúmi með Hlyni... Um daginn sofnaði ég áður en ég náði að klára að lesa fyrir drenginn og hann ennþá glaðvakandi... svo þegar við vöknuðum daginn eftir sagði hann við mig: Pabbi... ég fór sjálfur á klósettið og pissaði eftir að þú sofnaðir og kom svo bara aftur uppí til þín :) Þetta sagði hann við mig með bros á vör og fannst ekkert athugunarvert við það að svæfarinn svæfði sig bara sjálfur uppí hjá honum... :þ
Eftir að ég kom heim frá Ástralíu hringdi ég í Hlyn og var að segja honum örlítið frá ferðinni. Ég sagði við hann að ég hefði farið í sædýrasafn og náð fullt af myndum af Nemó, Marel og Dóru (aðalpersónur „Finding Nemo“) og svo að ég hefði líka náð: „ótrúlega góðri mynd af Nigel... sem var fuglinn í Nemo... æji, mannstu ekki... fuglinn sem tók Marel og Dóru í munninn og flaug með þau...“ Hlynur svaraði: Já... pelíkaninn. Man... þau eru fljót að vaxa upp þessi börn...
Hann er sniðugur drengurinn... svo er hann búinn að vera að fíla sig í rot með Boga blýant rétt fyrir svefninn... fórum á bókasafnið áðan á DPD (í bættu ásigkomulagi) og fengum lánaðann Boga og Stafakarlana fyrir tölvuna... við megum ekki verða undir í tölvuvæðingar-barna-kapphlaupi samfélagsins...
Svo förum við á 17. júní skemmtunina sem verður hér útum allan bæ á fimmtudaginn... og ætlum að reyna að sjá frænku hans, en hún er einmitt í sönghópnum Nylon... :)

Þannig að Guð... það má alveg fara að létt til hérna yfir Skaganum... mér er sama þótt að ÍA tapi fyrir FH í staðinn á morgun... en sólin væri vel þegin! (en samt ekki 7-0 eins og "Skagamaðurinn" Arnar-eða-Bjarki Gunnlaugsson spáði...)

L8erz ppl!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?