<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, júní 25, 2004

Tónlist er málið!!! 

Deep Purple hafa 'það' ennþá í sér! Þeir kunna svoleiðis að rokka þessir gömlu karlar! Black night, Smoke on the water, Highway star, Strange kind of woman, Woman from Tokyo, Hush, Speed king... Need I say more?!?!? Þetta var fokkíngs snilld!!! (afsakið frönskuna) nema hvað að Ian Gillan er orðinn soldið þreyttur í röddinni... en það er náttúrulega kannski eðlilegt í ljósi þess að hann er að verða sextugur á næsta ári!

Don Airey, Hammond/hljómborðsleikari Purple sló í gegn á tónleikunum og sýndi það og sannaði að hann er svoleiðis þess verður að vera eftirmaður Jon Lord í hljómsveitinni... Hann tryllti salinn með því að taka smá 'sessíjon' á hljómborð og Hammond og tók meðal annars klassík á borð við lagið sem var í dömubinda-auglýsingunni í gamla daga... maniggi hvað það heitir... svo tók hann Star wars þím-lagið og Ríðum ríðum (Á sprengisandi) sem er eftir minni bestu vitund íslenskt lag!

Klassa tónleikar!

En það sem stóð uppúr var að Mánar fóru á kostum sem upphitunarband og voru að meika sjitt... geðveikt flott band... og ég ætla að fjárfesta í Mánum... algjör snilld!
Svo var það hitt... það var spila-gleðin! Bæði hjá Mánum og Deep Purple... þau höfðu bara ótrúlega gaman af því að flytja tónlist fyrir þyrstann landann... Allir skemmtu sér vel... á sviði og utan! Ég stóð sjálfann mig að því að vera með bros á vör nokkrum sinnum þegar DP voru að flytja eitthvað af gömlu lögunum og fór bara í fílíng. Hvað annað er hægt þegar maður er að hlusta á góða mússík?!? Mússík er málið og nokkuð ljóst hvað hún hefur góð áhrif á sálartetrið og kroppinn... Hlakkar geðveikt til þegar ég get farið að fara með Hlyn með mér til þess að upplifa þetta allt saman.

Tónlistin er alþjóðlegt tungumál sem að sameinar okkur óháð kynferði, kynþætti, litarhafti, stjórnmálaskoðunum, forsetakosningum og öðru... gerir öllum gott - innan og utan...

Ég hvet alla núna til þess að skella einhverju góðu á fóninn og halla sér aftur, loka augunum og gefa sér smá tíma til þess að fíla sig inn í það sem er á fóninum... Maður gerir allt of lítið af þessu... En mér til mikillar ánægju ætla nýjir eigindur Kaffi Markar á Akranesi að vera með á miðvikudögum í sumar eitthvað úr tónlistar-DVD safninu mínu... þannig að 3 af 4 miðvikudögum í sumar verð ég niðri á Mörk að fá mér einn, tvo öllara, hlusta á góða mússík og njóta þess sem lífið hefur uppá að bjóða... Tónlist fyrir líkama og sál.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?