<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júlí 13, 2004

Bissí skeddjúl... 

Maður hefur varla haft tíma til að blogga... gegt bissí hjá manni núna :) en smá yfirlit yfir umfjöllunarefni:
Helgin
vikan
Einelti
Þjóðaratkvæðagreiðslan

Helgin
Djís mar... geðveikt mikið að gerast um helgina!!! Ótrúlega gaman þegar maður fær svona gott veður þegar mikið er um að vera... líf og fjör og svona...
Ég skildi við ykkur síðast á föstudagskvöldinu og á laugardaginn var ekki nógu gott veður en við feðgarnir létum það ekkert á okkur fá. Við fórum niður á Langasand til þess að kíkja á gaurana sem voru á sæköttunum. Hilmar Sigvalda náði víst mynd af því þegar staðið var yfir einum af þeim sem slasaðist og var sú mynd á bls. 2 í mánudags-Mogganum. Þaðan fórum við að skoða leiktækin sem fylgdu með Bylgjulestinni og kíktum aðeins á Skímó, Bjarna töframann og markaðstjaldið. Við skutumst svo reglulega niður í Brekkubæjarskóla til að setja í og taka úr þvottavélinni þar... náðum þremur eða fjórum vélum yfir laugardaginn... og veitti ekki af :þ
Við sluppum við geðveik fjárútlát í leiktækjunum og héldum snemma heim á leið til þess að skella úrbeinuðu læri á grillið... þrátt fyrir rigningu :)
Á sunnudaginn kíkti sólin svo á okkur og við skelltum okkur í sund. Seinni partinn fékk ég svo sms frá Hófí þar sem hún var í bústað uppí Skorradal og hún bauð okkur að koma og gista eina nótt sem við þáðum. Ég veit ekki hvað það er langt síðan ég hef farið þangað uppeftir og man ekki eftir að hafa farið innar en að Hreppslaug... ðós vör ðe deis... (sigh). Allaveganna... þá komum við í bústaðinn rétt um 7 leitið og við fengum okkur að borða og svo fórum við niður að Skorradalsvatninu með 2 veiðistangir og renndum út á vatnið í bát sem foreldrar Hófíar eiga. Það var reyndar smá basl að fá mótorinn til þess að virka... en þegar ég sá loksins svissinn sem lokar flæðinu frá bensíntanknum... dööö... þá vorum við að dansa. Þegar við komum í land var farið og fengið sér smá popp og svo var leikrit... eða byrjun á leikriti allaveganna... það var mikið æft inni í herbergi en svo komu stjörnurnar fram og ætluðu að hefja leikinn, þá kom upp 'listrænn ágreiningur' sem var ekki leystur fyrr en eftir smá grátur og gnístan tanna... og ekkert leikrit...






En allt er gott sem endar vel og við vorum komin uppá Skaga um 12 leytið daginn eftir og skelltum okkur 4 í sund á Akranesi. Það var ótrúlega gaman... sjaldan sem maður fær að njóta sín jafn mikið og þegar maður fer með börnum í sund... þá dæmir mann enginn fyrir að fara 10 sinnum fleiri ferðir en krakkarnir í rennibrautinni heldur dást allir að orkunni í manni... ;)
Við fórum svo heim og átum Birgitturúnstykki (birki-), krínglur og tjébollu.

Í dag fórum við svo í bæinn en ég var næstum því hættur við. Þannig er mál með vexti að ég fór til læknis aftur í morgun og hann stendur ráðalaus gagnvart ristinni/ilinni á mér og veit ekkert hvað getur verið að henni. Það kom ekkert óeðlilegt fram á röntgenmyndinni en hann prófaði að skipta um pillur og svo athugaði ég með lausan tíma í göngupróf hjá Össuri. Ég verð að láta að tjékka áissu sjitti... lægeren sagði reyndar að ef þetta er 'treksjön-tríhás'... þá getur þetta tekið 12-24 mánuði að jafna sig skv. einhverri skruddu sem hann kíkti í... nenni því sko ekki... En allaveganna þá fékk ég ekki tíma fyrr en á fimmtudaginn í næstu viku í göngupróf... þannig að ég ætlaði að geyma það að fara í bæinn... en svo skelltum við okkur bara... fórum í rúmlega 2klst sundferð í Laugardalshöllina þar sem við renndum okkur í einni stærstu og lengstu vatnsrennibraut landsins af mikilli áfergju... þar til að pabbi var farinn að þreytast í löppinni... þá var haldið í Útilíf til þess að láta sig dreyma um 13000 króna skó... (skárra en 17000!!!) plús það að þeir eru á típróssent afslætti... ohh hvað ég elska orðið útsala :/

Sá reyndar gelluna sem ég varð svo ástfanginn af hérna í denn... hún er víst að vinna þarna... og það er bara eitthvað við þessa gellu... ef hún væri rpg karakter, þá væri hún með 12 af 10 mögulegum í Charisma... (fyrir þá sem vita hvað ég er að tala um...). Skrýtið.

Þaðan fórum við svo í Gítarinn til þess að kaupa strengi í Washburninn minn... því að Álversbandið er að fara að meika það! Jább... leidís end djentelmenns... það er búið að bóka fyrsta giggið okkar... 'einhvern' tíman í ágúst... ekki amalegt!

Þaðan fórum við í heimsókn til Sólborgar vinkonu, og ég mundi loksins eftir að taka með mér teikniblokkina því að hún er að fara að fá sér tattú... eftir mig :D þannig að hún verður ein af fjölmörgum Íslendingum (6) sem bera myndir eftir mig á líkama sínum. Reyndar ekki permanent... því að Sigga vinkona hennar ætlar að setja myndina á hana með svona bleki sem leysist upp á 3-5 árum... sama júnit og er notað til þess að 'tattúa' augnabrýr/brúnir (WhAtEvAh!) og eitthvað svona...

Ég er semsagt byrjaður að teikna aftur :)

Mig langaði svo líka til þess að tala aðeins um einelti. Ég sá gamla skólasystur mína í dag í Glæsibæ... langaði að segja hæ... en veit ekki hvort að það hefði sett í gang einhverja keðjuverkun. Mig minnir að ég hafi aldrei komið illa fram við hana... beint... en ég veit og man að við gerðum grín að henni 'behind her back' :/ sry ppl... vill ekki valda ykkur vonbrigðum... en svona var ég einu sinni... Ég reyndar lenti í einelti sjálfur... stórefa að mamma, né nokkur annar en ég og þeir sem lögðu mig í einelti viti afissu... ekki það að ég bíði þess aldrei bætur, heldur frekar þannig að ég var beggja vegna borðs í þessum pakka. Þetta var eftir að við fluttum inní hverfi... þá byrjaði þetta allt saman... þeir voru eldri en ég... og höfðu ekkert betra að gera en að hrella mig. Seinna meir svaraði ég tveimur þeirra í sömu mynt og þetta var aldrei vandamál eftir það... Skrítið að um leið og maður slær frá sér er eins og að það gufi bara upp!
Ég var samt aldrei frumkvöðullinn að einelti... ég var bara svona 'með týpa'. Manni hættir alltaf til að réttlæta þetta fyrir sjálfum sér með því að sannfæra sjálfan sig (sérstaklega seinna meir) að þetta hafi nú bara verið saklaus stríðni... en þannig er það ekkert fyrir þá sem verða fyrir einelti. Ég man að ég var t.d. 'með' í því að stríða Jonna, sem er einn af mínum bestu vinum í dag. Þakka guði bara fyrir það... Hann er frábær vinur... sannur vinur... og það voru kannski einhverjar 2-3 persónur í viðbót... samt aldrei neitt svæsið... (en ómg... ég er samt að reyna að draga úr þessu ennþá)... en ég þekki þetta fólk allt saman vel í dag og það er rímænder að sjá þetta fólk... veit ekki hvort að þau erfa þetta eitthvað við mig... en við tölum allaveganna saman og erum fínir kunningjar.
Allaveganna... þá sá ég þessa stelpu í dag og hún á (að mér sýndist) kall og barn... og leit bara svipað út og hún gerði... ég fór ekkert að mála mynd af henni í kollinum því að ég hefði verið of hlutdrægur við það... en samt... það kviknaði upp í mér þörf frekar en vilji til þess að segja hæ. Bara láta vita að maður sé ekki sami hálfvitinn og maður var og að hreinlega biðjast afsökunar... „Hæ X, mér þykir ótrúlega leitt ef að ég hef komið eitthvað illa fram við þig þegar við vorum í skóla. Hvað segir þú annars gott? Hvað er að frétta af þér?“ Fannst það einmitt frekar sorglegt að ég mundi nafnið hennar strax útaf gælunafninu sem henni var gefið. Finnst samt líka frekar sorglegt að þurfa að horfast í augu við það 10 árum seinna að dauðskammast sín fyrir það að finna veikleika hjá einhverri manneskju og nota hann gegn þeirri manneskju. Langaði að friða samviskuna mína... koma mér undan skömminni... en ákvað að gera það ekki/þorði ekki.
Fyrir ekki svo löngu síðan talaði ein skólasystir mín við mig, sem hefur gengið í gegnum heví sjitt. Hún sagði mér að það væri eitt atvik milli okkar sem hún gæti bara alls ekki gleymt, né komist yfir og það tengdist því að pabbi minn er dáinn. Þá var það notað einhvern tíman í hita leiksins og hún er búin að bera það á bakinu í 10+ ár. Ég man ekki eftir þessu en þetta dúkkar upp hjá henni í tíma og ótíma og hefur verið þungur baggi að bera. Ég fyrirgaf henni án umhugsunar og án þess að reyna eitthvað að rifja þetta upp. Fannst það bara sjálfsagt. Auðvitað gerist eitthvað í hita leiksins og svoleiðis... en er maður nógu mikil manneskja til þess að horfast í augu við gerðir sínar? og jafnvel biðjast afsökunar og meina það?

Læt þetta nægja að sinni... það nennir hvorteð er enginn að tala lengur um þessa heilhveitis þjóðaratkvæðagreiðslu.

Biðst afsökunar á öllum mínum ranggerðum...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?