<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júlí 01, 2004

Ólinn í gifs?!? 

Rannsóknarbeiðni, Röntgendeild:
Óli Örn Atlason

Spurning:
Stressfractura?

Greining, skoðun:
Smá útbungun á tarsus V vinstri miðað við tarsus V hægri.
Ekki aumur í planterfasúunni.

Held að þetta sé nokkurn veginn nærri lagi... þó að hann Einar læknir sé ekki nema 26 ára gamall þá er hann með læknaskriftina á hreinu.
Málið er semsagt þetta... ég er eitthvað aumur í vinstri ristinni (fyrir þá sem eru ekki í, eða búnir með lækninn) og fór til læknis í gær. Einar kíkti á mig og ákvað að senda mig í röntgen til þess að ganga úr skugga um að ekki sé um fractúru (brot/brákun) að ræða. Ef þetta er ekki 'eitthvað' í 'einhverri' himnu undir ilinni, sem hægt er að laga með bólgueyðandi, þá er þetta 'stressfractura' eða álagsmeiðsl á ristinni, sem verður reddað með gifsi. Það kemur vonandi í ljós á morgun hvernig þetta fer eða þegar Einar er búinn að kíkja á röntgenmyndina. Ég á að fara í 'myndatöku' kl. 13:00 í dag.

Hann setti mig á Íbúfen 600 mg kúr, 3-4 sinnum á dag ein tafla... ef að þetta skyldi bara vera einhver bólga sem hægt er að laga þannig. Þannig að nú er ég mitt á milli lífs og dauða... blóm vinsamlegast afþökkuð. Maður gæti svosem hugsað sér að haltra í gegnum lífið... en ég held að ég yrði nú flott prinsessa með gifsi og á hækjum... tala nú ekki um þegar skólinn byrjar í haust... það ætti nú að laða hitt kynið að :þ auk þess að það myndi kannski tryggja mér samúðareinkunnir hjá kennurunum :) Ekki misskilja mig... þarf nú ekkert spez á hvorugu að halda sko... :þ

Ég er semsagt á milli vonar og ótta í erfiðri lífsbaráttu og elsku mamma útí úglandinu... Atli bara í vinnunni og ég einn í heiminum heima að blogga... fyrir utan pirrandi garðsláttumenn sem gætu ekki staðið meira á sama um mann eins og mig :o/

Dramaprinsessan... mitt á milli lífs og dauða...

P.s. þó svo að ég sé farinn í auknum mæli að tala um mig og jafnvel aðra karlmenn sem prinsessur... þá á það ekkert skylt við neitt sem þið þekkið... né þykist þekkja. Flókið...? Stundum er maður bara prinsessa... þó svo að maður sé það ekki :)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?