<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, ágúst 08, 2004

Ammæli... GayPride... Plága 

Ætla að henda inn nokkrum myndum sem Hlynur smellti af í afmæli Helgu sys um seinustu helgi... geri það á morgun.

Við skelltum okkur í bæinn í gær, ég, Hlynur, Mamma Rokk, Þóra sys og Erla vinkona Þóru. Bara til þess að kíkja á GayPride skrúðgönguna. Þvílíkt magn af fólki... talað um 40þús í fréttunum... held að það hafi verið fleira fólk... Enn og aftur lét ég Hlyn um myndatökuna þar sem að þessi drengur hefur bara eitthvað auga fyrir hlutunum...! Ég var reyndar að kompressa þær núna áðan og þær verða allar loðnari fyrir vikið :o[ en ég ætla að kíkja betur áidda á morgun áður en ég upload-a þeim og set þær inná bloggið...

Við sáum Margréti Pálu og ég náði ágætis mynd af henni þar sem að hún er að heilsa mér til baka :) (þekkj'ana sko...)
Náði einnig mynd af Kiddu Rokk þar sem að hún er að heilsa okkur til baka :) (þekkjum'ana líka)
Svo náði Hlynur hnakkamynd af Jónsa í röngum götum... þar sem að hann var á palli á bíl og yfirskriftin á kröfuspjaldinu var 'Íþróttamenn eru líka hommar!' Skrýtið að koma í DV og vera með einhverjar yfirlýsingar að hann séiggi hommi... það er bara allt í lagi ef hann er hommi... hann þarf ekkert að skammast sín fyrir það! Er það nokkuð?!? Einn sá hommalegasti í Evrópu allaveganna... og þótt víðar væri leitað... 'Sonur minn er ekki hommi... hann er fullkominn eins og ég...'

Og svo er það heilhveitis plágan sem er búin að taka undir herbergið mitt hjá Mömmu Rokk... það eru núna 2 hrossaflugur og 3 fiðrildi... Svo var einhver að segja mér eitt CUI (CompletelyUselessInformation) en það var að meðal manneskja í heiminum étur óvart 6 eða 7 köngulær yfir ævina... Ágætis CUI þar á ferðinni... en hvað ætli við feðgarnir náum að éta mikið afissu drasli í nótt?!? Kannski að maður þurfi bara ekkert að borða fyrr en annað kvöld?!?

Leiterz

This page is powered by Blogger. Isn't yours?