sunnudagur, ágúst 01, 2004
Brjáluð stemning!!!
Spileríið gekk vel á Café Mörk á föstudagskvöldið síðasta. Við spiluðum í um 3 tíma og það skapaðist geðveik stemning! Frá kl. 2 til 3:30 var dansgólfið troðfullt og við náðum að halda ótrúlega góðu tempói og góðri stemningu. Þetta fyrsta kráargigg okkar heppnaðist því ótrúlega vel.
Ég talaði við Hjalta sem sér um Valaskjálf á Egilsstöðum og tók hann ótrúlega vel í að fá okkur til þess að spila þar í september. Þannig að það lítur allt út fyrir það að Íslandstúrinn hjá Nó-Pí verði að raunveruleika í september. Við stefnum á að spila á Selfossi á fimmtudagskvöldi, Valaskjálf Egilsstöðum á föstudagskvöldi, Akureyri á laugardagskvöldi og kannski Akranesi sunnudagskvöldi.
Við reiknum fastlega með því að við spilum aftur á Akranesi fyrr en seinna og þá á Café Mörk.
Svo er lítið mál að fá okkur að spila í afmælisveislum eins og í gær, þegar við spiluðum í afmæli Helgu systir hérna á pallinum hjá Mömmu Rokk þar sem fjölskylda, vinir og vandamenn voru hæstánægð með flutning okkar Villa þar sem við spiluðum í c.a. 45 mínútur.
695-8701 er bókanasíminn :)
Lifi rokkið!!!
Ég talaði við Hjalta sem sér um Valaskjálf á Egilsstöðum og tók hann ótrúlega vel í að fá okkur til þess að spila þar í september. Þannig að það lítur allt út fyrir það að Íslandstúrinn hjá Nó-Pí verði að raunveruleika í september. Við stefnum á að spila á Selfossi á fimmtudagskvöldi, Valaskjálf Egilsstöðum á föstudagskvöldi, Akureyri á laugardagskvöldi og kannski Akranesi sunnudagskvöldi.
Við reiknum fastlega með því að við spilum aftur á Akranesi fyrr en seinna og þá á Café Mörk.
Svo er lítið mál að fá okkur að spila í afmælisveislum eins og í gær, þegar við spiluðum í afmæli Helgu systir hérna á pallinum hjá Mömmu Rokk þar sem fjölskylda, vinir og vandamenn voru hæstánægð með flutning okkar Villa þar sem við spiluðum í c.a. 45 mínútur.
695-8701 er bókanasíminn :)
Lifi rokkið!!!