<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, ágúst 29, 2004

Vart hugað líf... 

Fór með Hlyn upp að göngum áðan vegna þess að Kristín amma hans var að fara með Hlyn til Reykjavíkur í afmæli til Ara Sigfússonar frænda Hlyns. Þegar við biðum á bílastæðinu sá ég múkka dröslast í orðsins fyllstu yfir bílastæðið og út í móann (í áttina að sjónum). Ég var einmitt nýbúinn að skella 'tilaðskiptaumdekk-vettlingum' í bílinn og hélt að það hefði verið búið að keyra á hann og hann vildi komast í sjóinn eða eitthvað út í móa bara til að drepast. Ég er nú enginn geðveikur animal-lover, þó svo að mér sé yfirleitt ekki illa við dýr, en ég bara gat ekki horft uppá særðan fugl vera skakklappast í áttina að dauðanum. Ég ákvað að fara út með vettlingana og snúa hann úr hálslið, eins og ég gerði við hérann sem Lars Pedersen keyrði á þegar ég var í heimsókn hjá honum í Danmörku, til þess að enda þjáningar hans. Svo þegar ég nálgaðist hann vildi hann ólmur æla á mig þannig að ég ætlaði að rota hann með grjóti og snúa hann svo úr hálslið. En þegar ég var búinn að taka upp grjótið leit ég í áttina að bílnum mínum og þar sat Hlynur og horfði á allar mínar hreyfingar þannig að ég ákvað að geyma þetta þangað til að hann væri farinn. Ég settist því inní bílinn og sagði honum frá því að stundum væri bara betra fyrir dýrin að deyja heldur en að lifa aðeins lengur svona mikið slösuð. Hann var allur rauður á maganum og það hefur að öllum líkindum verið keyrt á hann... hann gat bara labbað einhver 5-6 skref og þá stoppaði hann og lagðist á magann. Hlynur virtist skilja þetta alveg og til þess að útskýra ennþá frekar fyrir honum ástæðuna fyrir 'líknarmorðinu' sagði ég honum frá héranum í Danmörku. Held samt að hann hafi verið feginn því að þurfa ekki að horfa uppá föður sinn myrða hjálparlaust dýr úti í móa. Þegar Hlynur var svo farinn setti ég vettlingana upp aftur og ætlaði að lina þjáningar múkkans... en hann ældi svo rosalega í áttina að mér að ég hálfpartinn hætti við. Svo þegar ég fór að skoða hann nær, sýndist mér hann bara vera með mýrarrauðu á mallanum svo að ég lét það alfarið í hendurnar á náttúrunni að sjá um múkkagreyið. Hann er líklegast slasaður eftir ákeyrslu... og ég hreinlega vona það bara að ef hann er vængbrotinn að það grói... ef ekki þá lít ég á sjálfann mig sem innocent bystander sem gerði ekki neitt. Ætla ekki að sjá eftir því... En ég hafði þetta bara ekki í mér. Ég gat bara ekki þrusað einhverjum hnullungi í hausinn á honum. Ég vona það að hann hafi það af... þó svo að honum sé líklegast vart hugað líf...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?