<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, ágúst 15, 2004

The wedding singer a.k.a. Mr. Goosebums... 

Það gekk ótrúlega vel hjá mér að syngja í brúðkaupinu í gær. Brúðhjónin Árni Eyþór og Hanna Gróa voru hæstánægð sem og foreldrar þeirra og aðrir brúðkaupsgestir. Ég söng 4 lög í kirkjunni: Amazing grace (Á brúðkaupsdag), Against all odds (Phil Collins), Ást við fyrstu sýn og Your song (Elton John/Moulin Rouge útgáfa). Geir Guðjóns var einmitt gestur í kirkjunni og spurði mig að því hvernig manni liði nú eftir að hafa verið með 'performance of a lifetime' og hafa ekki einu sinni fengið klapp fyrir :þ

Það er ekki laust við að maður líti svolítið stórt á sig núna þegar maður er kominn á sama plan og Bjarni Ara, Páll Rósinkrans, Páll Óskar og Stefán Hilmarsson sem einsöngvari í brúðkaupum :þ Spurning um að sækja um á Fylgjunni (Bylgjunni) að fá að vera með eigin útvarpsþátt eins og ædolið mitt... Bjarni Ara... Hahahaha

En ég kann líka fleiri lög ef þið eruð að fara að gifta ykkur... endilega hafa samband ;)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?