<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, september 17, 2004

Mússí mússí... 

Hæ pípol...

1. Til hamingju Valla!
2. Sturta án vatns
3. Mússí mússí fílíngur
4. Gó mamma Rokk og aðrir kennarar
5. Óvissuferðin
6. Nó-Pí á Mörkinni

1. Til hamingju Valla með að vera búin með BA ritgerðina þína!

2. Lenti í því einkennilega drasli að fara í sturtu án vatns eftir vinnu í dag. Tók eina aukavakt og fór svo í sturtu, náði að bleyta mig aðeins, sápaði mig allan og svo var vatnið bara búið!?!?! Kallinn reddaði sér nú þannig að ég fann einn krana í baðhúsinu (öllu!!!) sem framkallaði bara sjóðandi heitt vatn, fyllti ruslafötu (tók pokann úr) og stóð svo í sturtuklefanum, beygði mig fram yfir fötuna og notaði lófana til þess að ausa á mig og skola sápuhelvítið af mér! :( Tuttuguogsjömínútna sturta þar á ferð...

3. Sótti Hlyn í dag og það kom einhver svona mússí mússí fílíngur yfir mig allan... kannski líka af því að hann er búinn að vera eins og ég veit ekki hvað... elskar allt og alla :) Hann er bara orðinn svo stór drengurinn! Maður verður að passa sig á því að koma ekki fram við hann eins og smábarn :þ En hann er líka orðinn svo þroskaður í talsmáta og hugsun... þau eru fljót að hlaupa fram úr manni þessi börn.

4. Ég styð kennara heilshugar í kjarabaráttu sinni... og ÞEGAR þau fara í verkfall þá er bara að halda þetta helvíti út. Það er eins og að öll virðing fyrir þessu starfi sé horfin! Að mínu mati er þetta mikilvægasta stéttin í samfélagsheildinni... Vegna þess að (í auknum mæli nú til dags) kennarar (leik-, grunn- o.s.frv.) eru meira og meira að sinna uppeldishlutverki foreldra og er kennarastéttin því uppeldis- og menntunarfræðilega séð, hornsteinn samfélags okkar.
Þegar fræðslulögin voru sett (1907) og eingöngu karlar sinntu kennarastarfinu var þetta með virðingamestu störfum samfélagsins og um miðja seinustu öld voru kennarar (frh.sk.-) að fá sömu laun og alþingismenn. Þar fyrir utan gefur kennaramenntunin minnst af sér í aðra höndina miðað við sambærilegt háskólanám!
Gó kennarar... ég styð ykkur heilshugar... Haldiði þetta út og hefjið þessa stétt aftur til virðingar, þó svo að það kosti smá grát og gnístan tanna!

5. Óvissuferðin var ótrúlega vel heppnuð... vel skipulögð... og shit ég gleymdi að ná í kútana! :$ Geri það á morgun... Eníhú... myndirnar tala sínu máli :)
BTW, það fóru 75 lítrar af gullnum veigum guðanna ofan í meðal annars trylltan skrílinn!

6. Dúettin Nó-Pí er að fara að troða upp á Café Mörk öðru sinni núna næstkomandi fimmtudag! Við munum standa við orð okkar og mæta æfðir í þetta sinn :þ Það er geðveikt kúl að geta sagt þetta eftir að hafa haldið dansgólfinu fullu í 1 og hálfann tíma!!!
Ég er búinn að fjárfesta í litlum 12 rása mixer og ég keypti einnig stilliskrúfusett til þess að rípleisa þessa einu sem ég stútaði á hljónstaræ'ingu. 6 rása mixer kostar 26 þúsund og stilliskrúfurnar kosta 11 þúsund... samt er ég að fá 12 rása mixer og stilliskrúfurnar á 18 þús... hvernig fer ég að þessu?!?
Hmmm... 26 + 11 = 18 Meikar sens ekki satt?

Á ekki að mæta og sjá okkur á Mörkinni?!?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?