<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, september 02, 2004

Tjáhh... Breyttir tímar... 

Mmmm... góð mússík... það er allt sem maður þarf til þess að vera ánægður.
Ótrúlegt hvað maður þarf alltaf að lenda í einhverju kræsis til þess að sjá hversu gott maður hefur það! Við vorum að glápa á Extreme Makeover áðan, mamma mín og ég... þar sem fólk er að breyta sér í einu og öllu með nokkrum lýtaaðgerðum. Mestu lýtaaðgerðirnar sem ég undirgengst er að murka líf úr einstaka bólum sem planta sér á smettið... í mesta lagi... og Voila! mar e' ba'a orðinn sædur attur! :þ
En að öllu gamni slepptu þá horfum við mæðginin áidda alveg furðu lostin og svo segir móðir mín Rokk, blessunin: Ég fékk nú bara lífið til baka... (og prísaði sig sæla með það, án þess að hafa verið 'skveruð' í framan og út um allan kropp á meðan henni var haldið sofandi á sínum tíma).

En þegar maður er búinn að lenda í kræsis þá metur maður hlutina allt allt öðruvísi. Ég man einna best eftir því þegar Hlynur minn fæddist, að hann var með naflastrenginn vafinn um höndina á sér og það þurfti að tosa aðeins í hann með sogklukku... það breytti algjörlega viðhorfi manns. Að standa frammi fyrir því að 'missa' barnið sitt í fæðingu (þó svo að það hefði getað verið langsótt) breytti lífssýn manns.

Ég upplifði þetta aðeins í dag þar sem að ég lenti í svona 'near-death-experience'... þá fer maður að pæla... hvað maður hefur það nú gott miðað við marga... og líka miðað við það að maður þarf ekki mikið (í raun) til þess að gleðja sig. Ég ræddi lengi vel við Sigurþór Þorgils um tónlist sem andlegan plástur og slökunartól um daginn. En svona burt séð frá öllu því þá horfir maður alltaf fyrst á veraldleg gæði, fríðindi og munaðarvörur til þess að meta hversu langt maður hefur náð í lífinu og hversu líklegur maður er til afreka.

Nýjasta nýtt eru lán bankanna. Ég elska KBbanka og KBbanki elskar mig... hann hefur í gegnum tíðina féflétt mig eins mikið og ég hef leyft honum og við erum samt vinir. Í dag hefur KBbanki breytt mínum lífsstandard til muna. Ég sé alveg fyrir mér hvað ég ætla að nota fyrir peningana sem ég fæ 'afgangs' þegar ég er búinn að endurfjármagna mín gömlu lán. Það eru bara veraldlegir hlutir sem ég tel að muni færa mér mikla lífsfyllingu og hamingju... Þó svo að ég viti vel að þessir hlutir gera það í raun ekki, ætla ég samt að fara út í þessa 'fjárfestingu' (ekki alveg strax) og hafa það gott 'eins og allir hinir' (þessir ríku). Ég ætla að byrja á því að kaupa mér mótorhjól... Fjórgengis-'sleggju', nýjan hálfkassa (-gítar) og tólf strengja kassagítar. Ef svo einkennilega vildi nú til að þessir hlutir komi ekki til að veita mér lífsfyllingu sem skyldi, þá sel ég þessa hluti þeim reikandi sálum sem vantar fyllingu í sitt líf...

KBbanki gerir veraldlegt líf mitt meira spennandi í augum annarra...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?