<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, september 25, 2004

Trylltur Teitur, slagsmál við dyravörð og blóðugir skór! 

Shit maður!!! Þessi Teitur var með þeim allra skemmtilegustum og brjáluðustum!!! Það var ótrúlega gaman hérna og alveg fullt af fólki. Teiturinn stóð til 02:00 og var sungið og spilað alveg hástöfum þangað til. Ég er alveg mest hissa á því að það hafi enginn hringt á lögregluna né komið hingað og kvartað... kannski var mússíkin svona skemmtileg? Hver veit?

Svo fórum við niðrí bæ... til að gera langa sögu stutta týndi Þóra sys veskinu sínu, tapaði kápunni sinni, lenti í slagsmálum við dyravörð á Nellý's, skúraði anddyrið með jakkanum mínum... Ég bjargaði henni líklegast frá því að koma illa útleikin frá þessum viðskiptum með því að halda henni niðri og róa hana og fara svo með henni út. Það sá samt meira á dyraverðinum heldur en henni :þ

Þegar ég fór svo á aðalfund Félags ábyrgra feðra kl. 14 í dag sá ég að skórnir mínir (þessir hvítu) voru allir alblóðugir!!! Þá var einhver gaur þarna inná Nellý's sem var með skurð á hendinni og honum hafði blætt, á einhvern undarlegan hátt, yfir skónna mína... frekar subbó að vera með blóð á hvítum skóm.

Þessi fundur sem ég fór á var nú svona, svona... Þetta er ótrúlega þarft félag... og pælingin er góð hjá þeim... en málefnanlega er þetta ekki gott félag. Það vill meina að konur stjórni öllu í sambandi við forsjár-, umgengnis- og meðlagsmál. Að hlutur karla sé skertur vegna þessa... stundum er þetta frekar ómálefnanlegar pælingar. Ég ákvað að sitja á mér þó svo að ég væri MJÖG ósammála sumum hlutum sem þeir eru að agitera... vegna þess að ég gæti hugsanlega nýtt mér í B.A. ritgerðinni að tala við formann félagsins... ekki vegna þess að ég er hrifinn af því sem hann segir eða repprísentar... heldur að það geti gefið mér annað sjónarhorn. Þeir alhæfa allt of mikið.

Spileríið hjá Dúettnum Nó-Pí á Mörkinni gekk rosalega vel. Það hafa verið svona 50-60 manns á Mörkinni og við náðum upp ágætisstemningu. Ég ætla að segja meira frá því þegar ég er búinn að fá myndavélina mína til baka frá mömmu Rokk. Þá hendi ég inn nokkrum myndum ásamt umfjöllun.

En nokkuð skemmtilegt gerðist í gær (þar sem að enginn slasaðist). Ákveðnir menn sem ég kannast aðeins við lentu í þessu atviki hér. Hahaha... þetta er nú meiri vitleysingarnir :þ En þetta var allaveganna þannig að ökumaðurinn var eitthvað að skoða geislaspilarann og svo þegar hann leit upp þá sá hann allt í einu stórann stein (steinstöpla) og bíllinn endaði á hvolfi! Þeir litu hver á annan og ákváðu að flýja af vettvangi þar sem að þeir voru allir drukknir. Einn af þeim var fastur afturí þar sem hann var í bílbelti og sagði við hina: „Flýjiði strákar... flýjiði!!!“ HAHAHA
Það er hægt að hlæja að þessu þar sem að enginn slasaðist... svona eridda stundum bara... :þ

Meira bráðum... bestu kveðjur...
Óli Rokkari

This page is powered by Blogger. Isn't yours?