<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, október 19, 2004

Algjör álfur!!! 

HAHAHAHA... ég hélt varla vatni yfir Dagblaðinu í dag þar sem ein greinin fjallar um hversu mikið bandarískar húsmæður þrá Íþróttaálfinn heitt... og það á lostafullan hátt! Einn eiginmaður í Jú, Ess, Ei lætur hafa það eftir sér að konan hans hafi ekki haldið vatni yfir Íþróttaálfinum og hafi ekki náð að einbeita sér að þættinum... heldur bara álfinum. Svo sagði hann eitthvað á þá leið að konan hans horfi alltaf á þættina og stöku sinnum heyrist ohh... ahh... í henni innan úr stofunni. Hann var mjög miður sín þessi maður :þ

HAHAHAHAHA... en hey... þetta er í senn ágætis landkynning auk þess að þetta hvetur mæður til þess að horfa á þáttinn og þ.a.l. börnin þeirra líka. Þetta er ákkúrat strategía sem allir karlmenn ættu að taka sér til fyrirmyndar... vera þessi 'mjúka' týpa og hafa áhuga á börnum. Þá koma kjéllíngarnar alveg í hrönnum á eftir þeim... (að því gefnu að þeir séu ekki með nema kannski 7-10% líkamsfitu og séu í MJÖG góðu líkamlegu formi...) spurning hvort að hinir fari svo í femínistafélagið og kvarti þar sem að verið er að afbaka ímynd karla... eins og þær gera sjálfar yfir tónlistarmyndböndum á PoppTíVí... Hmmm... hljómar eins og besta dílemma :þ

Persónulega hef ég engar áhyggjur af því að Magnús Scheving og Stefán Karl Stefánsson afbaki ímynd karla og drengja... þætti það hins vegar verra ef Hlynur fengi anorexíu af því að honum þætti hann vera of feitur. Sem er ekki líklegt að gerist... en samt... það er ákveðin prósenta karla sem fellur í þessa gryfju, ef svo mætti að orði komast. Svo lengi sem að þeir hvetja til heilbrigðs lífernis og neyslu grænmetis og ávaxta, kvarta ég ekki.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?