<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, október 19, 2004

Lán í óláni? 

Það var víst hluti B-vaktar Norðuráls og dagvinnufólksins sem var í rútunni sem valt í morgun á leið inn að álverinu. Samkvæmt vísi.is og mbl.is er fólk ekki mikið slasað eftir þessa veltu en þó voru 2 sendir í bæinn sem eru, skv. vísi, komin uppá Skaga aftur. Óstaðfestar fregnir herma að þetta hafi verið D. Atlanta Rúdolfsdóttir og Sigurður Gunnarsson og hafi þau verið flutt til Reykjavíkur til frekari rannsókna á bak- og hálsmeiðslum.

Fólk hringdi í mig í hrönnum í morgun til þess að spurja fregna af þessu slysi og ég var búinn að redda öllum díteils innan 15 mínútna.

Þó svo að maður óski engum að lenda í þessu þá var ég guðslifandifeginn því að D-vaktin, gamla vaktin mín, hafi ekki verið þarna á ferð. Maður er alltaf hræddur um sína nánustu og stundum stækkar sá hópur þegar fólk sem maður þekkir vel lendir í þeim hópi.

En ég ætla bara rétt að vona að þetta hafi verið stormurinn á eftir logninu því að þetta skítaveður fær mann til þess að kíkja á dagatalið til þess að vera viss um að það sé ekki febrúar. Man... kvíð febrúar. Díp Pörpúl Drekinn er samt það mikill hlunkur að hann lifir svona veðurofsa alveg af... allir að kaupa sér Galant!

En svona í léttara hjal... Hlynur fór með mér í tíma í dag sem var frá 13 - 15 og hann var svo sallarólegur að fólkið í tímanum neitaði að trúa því að ég ætti hann :þ en það er ótrúlegt hvað Spider-man litabækur geta dregið það besta fram í börnum... og sér í lagi drengjum ;)
(Nett sáttur samt við pjakkinn um daginn þegar hann keypti sér bleika litabók. Það var reyndar með risaeðlunum úr 'The land before time' en það virðist ekki skipta hann máli... þannig að jafnréttisáætlun mín er kannski að bera einhvern árangur?!?)

HAHAHA... kjémur kallinn... en bið ykkur vel að lifa og fariði varlega í umferðinni!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?