<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, október 07, 2004

Nýjasta nýtt!!! GHETTÓ-KÚRINN! 

Já... ég er kominn með andsvar við nýjasta grenningarkúr Fína og Fræga fólksins! Ghettó-kúrinn er ódýr lausn og svar við Hollywood-kúrnum sem tröllríður landanum í Hagkaupum (þar sem sumum finnst skemmtilegra að versla). Ég veit að Sísí finnst ekki skemmtilegast að versla þar.

ALLAVEGANA!!! Þá kostar þessi kúr svona c.a. 1000 kall á móti tæplega 3000 krónum sem 48 klukkustunda Hollywoodkúrinn kostar.
Ef þú þjáist af einhverju af eftirtöldu, þá skalt þú skella þér á Ghetto-kúrinn:
1. Höfuðverkur einhverntíman á lífsleiðinni
2. Húðvandamál einhverntíman á lífsleiðinni
3. Vondur andardráttur á morgnanna
4. Mikil líkamslykt eftir miklar æfingar
5. Þunglyndi þegar þú átt ekki pening og enga vini
6. Lélegt minni
7. Áhugaleysistilfinning
8. Lítil orka dagsdaglega
9. Þaninn magi
10. Léleg melting
11. Þyngdaraukning
12. Hægðartregða
13. Ótímabær öldrun
14. Peningaleysi
15. Vinaleysi

Ef eitthvað af þessu á við þig skalt þú skella þér á Ghetto-kúrinn!

Hann er svona:
1 kg af appelsínum
1 pera (ekki niðursoðnar... það er meiri sykur í þeim)
1 epli (rautt)
1/2 lime (súraldin)
1 vatnsglas
Vítamín og steinefnatöflur
1 vatnsglas á eftir Ghettó-kúrnum

Kreistu safann úr appelsínunum (og ef þú vilt mátt þú setja sem nemur aldinkjöti úr 1/4 einnar appelsínu einnig útí) í blandara. Hýðið peruna og skerið hana í þannig búta að hún sé fljót að tætast í blandaranum. Hýðið eplið og skerið það þannig að það sé fljótt að tætast í blandaranum. Kreistið svo safann úr hálfu lime útí og að lokum setjið eitt glas af vatni útí. Kveikið á blandaranum þannig að innihaldið verði að mauki og borðiði eina vítamín og steinefnatöflu með einu glasi af Ghetto-kúrs drykknum.
Endurtakið þetta svo þrisvar sinnum yfir daginn, eða þar til að blandan er búin og drekkið alltaf eitt glas af vatni á eftir Ghettó-kúrnum. Drekkið einnig u.þ.b. 3-4 lítra af vatni yfir hvorn daginn fyrir sig.

Þessi uppskrift kostar um 500 kall per.dag þannig að Ghettó-kúrinn kostar um 1000 krónur í 2 daga. Ekki er ráðlagt að neyta hans lengur en 2 daga í senn en Ghettó-sérfræðingar okkar telja nauðsyn að neyta þessa kúrs a.m.k. á einnar viku fresti.

Endilega prófið þetta og kommentið á hvernig hann virkar.
Nauðsynlegt er að taka inn vítamín og steinefnatöflur með til þess að fullnægja RDS (ráðlögðum dagsskammti).

Ef þetta virkar ekki hjá ykkur þá eru þið bara óheppin... Ég skal láta ykkur vita á laugardaginn hvernig þetta virkaði hjá mér. Bannað að borða nokkuð annað með þessu yfir þessa 2 daga... annars virkar þetta ekki rassgat.

Pís át...
Ghettó-Óli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?