<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, október 18, 2004

Sjúkkitt maður! 

Hélt ég myndi rotast í dag... Fór í körfuna og þegar það var svona 15 mínútur eftir þá fékk ég þetta rosa högg á hökuna og sá bara stjörnur... Samt allt í góðu... þetta var bara óvart. Ég var smá stund að átta mig á því hvað hafði gerst og ég fattaði það þegar ég ætlaði að kyngja... þá fékk ég þennan stingandi verk við hægra eyrað. Greinilega byrjaður að bólgna strax! Það var ekki eins auðvelt að éta eins og ég bjóst við, í kvöldmatnum, en við feðgarnir buðum Þóru í mat og vorum með fisk þannig að það þurfti ekki mikið að tyggja.

Hlynur verður hjá mér út vikuna núna og mér finnst það fínt að bregða aðeins útaf 'helgar-pabba-pakkanum' og hafa hann lengur. Bara verst með veðrið... að geta varla farið útúr húsi án þess að fjúka til heilhveitis...
Helgin fór í tsjill hjá okkur feðgunum... að mestu... hittum Þórhildi frænku og tókum hana með okkur í sund og bíó. Fórum á Shark tale sem var bara nett góð... soldið óánægður með grafíkina af því að ég veit að þeir hefðu getað gert flottari karaktera... en þeir voru auðsjáanlega að reyna að draga fram andlitsdrætti þeirra sem lesa inná myndina í karakterunum.

Fórum svo í mat til Magga, ömmu Lillu og Þórhildar um kvöldið þar sem að Þórhildur var orðin geðveikt þreytt eftir daginn og Hlynur át eins og hestur... kannski engin furða þegar maður fær lambafillet eins og Maggi sansar þau.

En allaveganna... Hlynur ætlar að kíkja með mér í einn til tvo tíma í vikunni og svo bíðum við bara eftir snjónum... ekki amalegt að vera með sleða niðrí kjallara þegar það er svona stutt í snjókvikindið!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?